Amino Collagen

Nýlega kom á markað alveg hrikalega flott vara – Amino Collagen. Umbúðirnar einar og sér er nóg ástæða til að kaupa sér eitt stykki – hrikalega flottur dúnkur sem ég er næstum alveg viss um að sé úr alvöru silfri – jafnvel mýþril. Innihaldið nær samt að toppa umbúðirnar.

Við erum semsagt með Amino Collagen sem er framleitt úr fiskiroði af fiskum með íslenskt vegabréf eða allavega fiskum sem eru veiddir við Íslandsstrendur.

Þetta er efni sem allir geta fundið not fyrir. Það er án allra aukaefna, bragð- og lyktarlaust með öllu. Það er hroðalega gott fyrir liðamótin og ég fann í alvörunni hellings mun á mér eftir að hafa tekið þetta í 2-3 vikur. Brak í hnjám svo gott sem hætti og svo var einsog axlirnar væru smurðar með WD40 á hverjum morgni. Collagenið á einnig að bæta recovery-ið eftir æfingar og draga úr niðurbroti vöðva. Algjört ofur!

Þetta er nú ekki allt – þetta gerir mann fallegan líka (aftur), alltsvo gerir collagenið húðina teygjanlegri og dregur þannig sýnilega úr hrukkumyndun. Mick Jagger ætti virkilega að skoða fjárfestingu í svona dúnki.

Allir sem hafa snefilmagn af áhuga á að líða vel, líta vel út og vera góðir í skrokknum ættu að skoða þetta – svo er líka bara hægt að kaupa sér dúnk og eiga hann óhreyfðan uppí hillu.

Það er hægt að lesa meira um þetta ofurefni á heimasíðunni www.ankra.isfeel-iceland-amino-collagen-group