Einsog hjá öllum fegurðardrottningum þá eru ferðalög eitt helsta áhugamál Ofurgísla – og lestur góðrar bóka. Ofurgísli hefur reyndar ekki gaman af útivist og fjallgöngum einsog hinar fegurðardrottningarnar. Til að sinna þessa áhugamáli fóru OG og Hella í vikuferð til Amsterdamborgar núna um miðjan júlí. Ferðin var vel heppnuð og allar áhyggjur um að 8 dagar í Hollandi væri of langur tími voru algjörlega óþarfar. Þessi borg er þrælmögnuð fyrir margra hluta sakir og er óhætt að segja að þarna sé eitthvað fyrir alla.
Hella sökk ofan í rúmið á hótelinu. Bara alveg nokkuð kósý.OG að passa hjólið sittNettur morgunmatur í garðinum. Fákarnir til hliðar voru fararskjótar okkar og afþreyingartæki.Hella ofursvöl í AmsterdamOG að negla járnið í Fresh Gym Amsterdam. Lítið krúttlegt gym sem gaf ágætt pump.
Það er auðvelt að týnast í Amsterdam. Kristófer Kólumbus gæti hæglega orðið áttaviltur þarna með nýja GPS tækið sitt. Það er ákveðinn sjarmi yfir því að villast aðeins – allavega á meðan það eru ennþá veitingastaðir í nágrenninu. Próteinhausar verða svangir á tveggja tíma fresti og þurfa þá sína næringu. Annars fara ýmsar ranghugmyndir af stað í hausnum um katabólíkst ástand líkamans sem leiðir til vöðvarýrnunar og að á endanum veslist maður upp og deyi. Þetta þekkja allir Próteinhausar. Þrátt fyrir allt tókst mér að halda lífi þarna úti og var vel haldinn allan tímann – í góðum málum í góðum holdum. Borðaði mikið, drakk vel, lyfti lóðum og naut lífsins. Þannig eiga frí að vera. Eftir að hafa verið grjótharður í mataræði og æfingum í marga mánuði á að gera vel við sig. Það hafa allir gott af því.
Ofurhella í max slökun í Vondelpark, Amsterdam.Piknik @Vondelpark í frábæru veðriHollendingurinn að kann að taka því rólega í garðinum.OG í garðinum að taka mikilvæga næringu
Okkur skorti ekki verkefnin í Hollandi og afrekuðum við heilan helling á sama tíma við tókum því rólega. Það var geggjað að taka piknik í Vondelpark og Museumplein í geggjuðu veðri. Ég fékk mér að sjálfsögðu nauta carpaccio með truffluolíu og nýrúllað sushi ásamt öðru góðgæti – aðeins það besta fyrir OG.
Ég var í skóla í Rotterdam árið 2008 og gat því ekki annað en kíkt yfir og heilsað öllu fólkinu mínu. Það var gaman að kíkja aftur á gamlar slóðir og þykjast þekkja og vita allt um staðinn. Benda í allar áttir og segja gamlar hetjusögur af sjálfum mér.
Við tókum líka tvær grjótharðar æfingar í Amsterdam. Mér finnst alltaf gaman að sinna áhugamálinu í útlöndum og reyni alltaf að komast á æfingu þegar ég er í fríi. Það er líka gott að strjúka járnið og svitna eftir mikið át og sukk sem fylgir því að vera í fríi.
Loks komst ég að því að margir halda að Ísland hafi í raun unnið evrópumótið í fótbolta í sumar. Í huga evrópubúa eru strákarnir því sigurvegarar mótsins og í reynd réttir evrópumeistarar. Áfram Ísland.
Fyrir framan Bazar í Rotterdam. Skemmtilegur veitingastaður og vinsæll eftir því.Hella að sýna ást í garðinumKrípí mynd ferðarinnar. Maður í hvítum bol sem stendur þarna og starir í myndavélina.
Amsterdam skiptist í nokkur hverfi sem öll eru áhugaverð á sinn hátt þótt sum þeirra séu meira skemmtileg en önnur. Við fundum okkur best í hverfunum fyrir utan mesta túristamassann – De Pijp, Oost, Nine Streets og Jordaan hverfin. Rauða hverfið er auðvitað í meira lagi athyglisvert og svo er gamli bærinn algjörlega stappaður af túristum. Við leigðum okkur reiðhjól flesta dagana og brunuðum á milli staða einsog innfæddir. Það eitt og sér er fáranlega gaman og alltaf stutt í næringu, sem er auðvitað mikilvægt einsog áður greinir.
Það er alveg hægt að vera svalur á reiðhjóli.OG slakur í AmsterdamHella nýbúin að leggja fáknum sínum og harðlæsa honum.Mikilvægt að næra sig vel – morgunmatur á hótelinu.
Fórum í siglingu um sýki Amsterdam.OG mættur á Albert Cuyptmarkt – útimarkaður í De Pijp.Mikilvæg næring. Góður burger en jafnast ekki á við 300 gr. epic á 73.OG búinn að klappa járninu og hræra í einn próteinsjeik frá Perform.is – free the nipple.Gamli slakur í bátnum sínum að lesa Andrés Önd á hollensku.Kisi í topp málum hérnaHella sigraði Dam-torgið.AmsterdamHella horfir yfir Amsterdam frá Volkshotel, AmsterdamOG kælir sig niður á The Nine Streets@VolkshotelHella henti í eina pósu við Amstel riverHérna stendur OG á Erasmus brúnni í Rotterdam
@RotterdamCaptain DutchÍstími í AmsterdamHúsin í Amsterdam eru ansi áhugaverð. Há, mjó og mikið skreytt.@Metro, AmsterdamFyrir utan Volkshotel í Amsterdam. Mæli með þessu hóteli fyrir þá sem eru að fara til Amsterdam.Þarna kann ég best við mig – með frjálsar nipplurnar að klappa lóðunum.@VondelparkAmsterdamMatarmarkaður við Museumplein, AmsterdamHella gerir góð kaupAmsterdam@Museumplein Amsterdam.OG playin’ coolÞað er alltaf bullandi líf á Dam torginuHollendingurinn er með flotta sölubása.Markaður á MuseumpleinOG gerir jafnan afar góð kaup á útimörkuðum.
Ofurhellan átti staðinn!Indverskur matur er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Við tókum sirka fjóra Indverska í ferðinni með garlic naan.Lífið í Ams er frekar afslappað – og næs.Hella búin að týna hjólinu sínu.OG henti í eina færslu á hótelinu í gegnum þessa ritvél.Hella á hjólinu sínu.OG sinnir áhugamálinu sínu í AmsterdamOfursvalt hótelið sem við vorum á – Volkshotel.Albert CuyptmarktÁ Úlfastræti, Amsterdam@Albert CuyptmarktBesti fiskurinn fæst í Hafinu FiskverslunAmsterdam – líklega Kiezergracht.Slakir AmsterdamarÞað elska alliir Hairbondið sittÞað fer enginn Íslendingur til útlanda án þess að koma við á McDonalds og H&M.Hollendingurinn er mikið snyrtimenni miðað við fjölda hárgreiðslustofa í Amsterdam.OG að sækja sér smá pump í Hollandi@Erasmusbrú, Rotterdam.Fyrst fékk ég eina mynd af mér með þessari glæsilegu litháensku dömu...Svo vildi hún endilega fá aðra mynd af sér með mér. Ofurgísli kann vel við Litháa.Coffeeshop í Jordaan hverfinu. Coffeeshop eru ekki venjuleg kaffihús – þarna verða menn helskakkir. Var Stjáni blái kannski alltaf skakkur?@Haarlemmerstraat, AmsterdamSlakur HollendingurinnHella að læsa hjólinu sínu. Það fer enginn frá hjólinu sínu í Amsterdam án þess að tvílæsa því. Oft eru lásarnir dýrari en hjólið.Klókur HollendingurinnOG @VolkshotelÞað er mikilvægt að slaka vel á líkaMorgunmatur á hóteli er eitt helsta áhugamál OG.@Vondelpark.Piknik @Vondelpark@VondelparkAmsterdamRotterdamOG á kunnuglegum slóðum í Rotterdam. Kubbahúsin þykir flott hönnun.Hella að spila þetta svaltHollendingurinn æstur í PofferdikkieAmsterdam, PrinsengrachtGóður dagur í Amsterdam
Reykjavík, 25. júlí 2016
-Ofurgísli, maður fólksins