Ég á vin sem talar um að “taka arma” þegar hann tekur Bicep og Tricep – ARMA?!?!
Ég byrja semsagt allar helgar á því að taka arma eldsnemma á laugardagsmorgnum. Mér er meinilla við að mæta seinna en klukkan 10:00. Æfingafélaginn, Maggi Sam/BIGSAM, hefur þurft að þola þessa þrjósku í mér og sýnir mér mikinn skilning. Kann ég honum miklar þakkir fyrir sýndan skilning og veittan stuðning hvað þetta varðar. Það var auðvitað engin breyting á síðustu helgi. Við tókum hendur, já eða arma, eldsnemma á laugardagsmorgni og reyndum að pumpa þykku blóðinu í þetta kjöt. Maggi er jú auðvitað með sitthvora fallbyssuna á sér, alltsvo ein á vinstri arm og hin á hægri arm. BigSam er líka löngu búinn að festa sig í 50 cm byssuklúbbnum og sækir um byssuleyfi á hverju ári hjá Bjössa í World Class án nokkurra vandkvæða.
– Samverjinn hugsi í byrjun æfingar. Grjóthart víkingalúkk á drengnum –
BigSam er líka löngu búinn að festa sig í 50 cm byssuklúbbnum og sækir um byssuleyfi á hverju ári hjá Bjössa í World Class án nokkurra vandkvæða.
Ofurgísli skartaði nýjum bol á æfingunni.
– YOU THINK BIG. YOU GET BIG –
– Hérna er Maggi að taka svokallað svelti-sett (e.starving set). Það eru c.a 6-7 sett tekin í einu setti, hvílt í svona 20-30 sekúndur á milli setta og hendurnar hafðar uppí loft á milli setta. Það er gert til að láta blóðið renna úr höndunum –
– Þetta eru svo sirka 10-12 reps í hverju setti eða bara þangað til sviðinn verður óbærilegur –
– Eftir 6-7 svona sett eru hendurnar orðnar alveg blóðlausar og alveg við það að detta af held ég. Þá stendur maður upp, lætur hendurnar síga niður og pósar síðan. Þá fossar blóðið fram í armana með miklum látum. Ekki ósvipað því sem gerðist þegar ég sá mynd af Pamelu Anderson í fyrsta skiptið á bókasafninu á Hornafirði fyrir allnokkrum árum. Þá fór blóðið reyndar á allt annan stað. –
– Höfðinglegur. Hrikalegur. Hroðalegur. Hryssilegur –