Það voru hroðalegir endurfundir í vikunni þegar Perform teymið kom saman. Ofurgísli – Hroðinn og Júlli Yanto.
Dagsverkið var að Deada þangað til eitthvað gæfi sig – eða svona næstum því. Það væri samt eiginlega ekkert vit í því og reyndar bara mjög heimskulegt. Allavega, þá var ætlunin að fá Hroðann til að fara með okkur í gegnið dead-ið. Hvernig taka Powerkallarnir Dead? Sem fyrr var Rúnar Hroði kallaður til þegar læra á að hegða sér einsog Powerkall. Rúnar var búinn að bæta á sig sirka 2-3 flúrum síðan hann kenndi mér og SuperJules að beygja um daginn (án djóks). Hann var líka vel greiddur eins og alltaf. Júlli Yanto var hinsvegar ógreiddur með öllu.
Eftir gæðastund í deadinu fórum við í pump, drop- og superset. Þetta var allt í seinn heimsreisa fyrir latsana og flugferð fyrir rassana
Rúnar fínpússaði okkur strákana í Deadinu en var heilt yfir sáttur með tæknina. Já og það gaf sig ekkert á æfingunni – nema heyrnatólin mín. Þau lentu á milli lóðanna og það varð altjón á þeim (líka án djóks).
Rúnar gerði sér svo lítið fyrir og reif upp 200 kílóin nokkuð létt. Það þýðir að hann var að uploada sirka þrefalda líkamsþyngd sína. Hvaða rugl er það – hvað segja þeir hjá OECD um það eiginlega?
Við byrjuðum rólega en eftir því sem tónlistin hækkaði í heyrnatólunum urðu þyngdirnar meiri.
Af óviðráðanlegum ástæðum hafði ég ekkert deadað í hálft ár og var allt eins að búast við því að þurfa hnýta bleyjuna á mig fyrir þetta session. Ég er alltaf klár með eina taubleyju í töskunni því stundum gerir maður bara í bleyjuna – það er bara þannig. Þetta gekk þó allt saman með hreinum ágætum og bleyjan var bara geymd í töskunni allan tímann. Ofurgéið repsaði 230 kíló sex sinnum og fékk góða skemmtun úr því. Að deada er góð afþreying.
Eftir gæðastund í deadinu fórum við í pump, drop- og superset. Þetta var allt í seinn heimsreisa fyrir latsana og flugferð fyrir rassana
Stelpurnar fórnuðu höndum, strákarnir snéru bakinu í og ljósin í húsinu dofnuðu þegar Hroðinn fór í niðurtogið.
Við enduðum þetta svo á einhverju latsa-patrýi og meira af super- og dropsetum. Tuddaæfing sem taldi örugglega nokkur hundruð reps og alhliða harðsperrur frá neðarlegu rassgati og uppúr í verðlaun.
Virðingarfyllst,
Reykjavík, 25. september 2014
-Ofurgísli, maður fólksins.