Brjálað Bak hjá Team Perform

Það voru hroðalegir endurfundir í vikunni þegar Perform teymið kom saman. Ofurgísli – Hroðinn og  Júlli Yanto.

Dagsverkið var að Deada þangað til eitthvað gæfi sig – eða svona næstum því. Það væri samt eiginlega ekkert vit í því og reyndar bara mjög heimskulegt. Allavega, þá var ætlunin að fá Hroðann til að fara með okkur í gegnið dead-ið. Hvernig taka Powerkallarnir Dead? Sem fyrr var Rúnar Hroði kallaður til þegar læra á að hegða sér einsog Powerkall. Rúnar var búinn að bæta á sig sirka 2-3 flúrum síðan hann kenndi mér og SuperJules að beygja um daginn (án djóks). Hann var líka vel greiddur eins og alltaf. Júlli Yanto var hinsvegar ógreiddur með öllu.

Eftir gæðastund í deadinu fórum við í pump, drop- og superset. Þetta var allt í seinn heimsreisa fyrir latsana og flugferð fyrir rassana

IMG_0945
Strákarnir að ræða skýrslu OECD um efnahagsmál á Íslandi
"Helvítis OECD skýrslan"
“Helvítis OECD skýrslan”
IMG_0953_dead
SuperJules í smá upphitun

Rúnar fínpússaði okkur strákana í Deadinu en var heilt yfir sáttur með tæknina. Já og það gaf sig ekkert á æfingunni – nema heyrnatólin mín. Þau lentu á milli lóðanna og það varð altjón á þeim (líka án djóks).

IMG_0963
Rúnar með opinbera úttekt á lyftunni – eða kannski er hann bara að taka rassinn á mér út.

Rúnar gerði sér svo lítið fyrir og reif upp 200 kílóin nokkuð létt. Það þýðir að hann var að uploada sirka þrefalda líkamsþyngd sína. Hvaða rugl er það – hvað segja þeir hjá OECD um það eiginlega?

IMG_0973

IMG_0977

Við byrjuðum rólega en eftir því sem tónlistin hækkaði í heyrnatólunum urðu þyngdirnar meiri.

IMG_0983

IMG_0984

IMG_0969_sv

Af óviðráðanlegum ástæðum hafði ég ekkert deadað í hálft ár og var allt eins að búast við því að þurfa hnýta bleyjuna á mig fyrir þetta session. Ég er alltaf klár með eina taubleyju í töskunni því stundum gerir maður bara í bleyjuna – það er bara þannig. Þetta gekk þó allt saman með hreinum ágætum og bleyjan var bara geymd í töskunni allan tímann. Ofurgéið repsaði 230 kíló sex sinnum og fékk góða skemmtun úr því. Að deada er góð afþreying.

IMG_0987

Eftir gæðastund í deadinu fórum við í pump, drop- og superset. Þetta var allt í seinn heimsreisa fyrir latsana og flugferð fyrir rassana

IMG_0996
Við tókum heljarins dropsett í róðrinum og allir rosa sterkir eitthvað. Rúnar var ennþá vel greiddur þegar hér var komið við sögu.
IMG_1009
Það er allt easy fyrir Yanto-inn

IMG_1022

Stelpurnar fórnuðu höndum, strákarnir snéru bakinu í og ljósin í húsinu dofnuðu þegar Hroðinn fór í niðurtogið.

IMG_1039
Hér erum við í æfingu sem heitir BAKSAM í höfuðið á BigSam. Einangrað niðurtog með annarri í einu.
IMG_1031
Why So Serious?
IMG_1033
Niðurtog með undirgripi.. eða hvað þetta heitir. Muna bara að kreista þetta í drasl og nafn á æfingunni er aukaatriði.
IMG_1029
Supersetuðum þetta með undirgripaniðurtogsæfingunni.

IMG_1049

IMG_1053

Við enduðum þetta svo á einhverju latsa-patrýi og meira af super- og dropsetum. Tuddaæfing sem taldi örugglega nokkur hundruð reps og alhliða harðsperrur frá neðarlegu rassgati og uppúr í verðlaun.

Virðingarfyllst,
Reykjavík, 25. september 2014
-Ofurgísli, maður fólksins.