Eggjahvítumúffur

Eggjahvítur – smekkað af próteini og gaman að éta. Fæ aldrei nóg af þessu og nota þetta í allt – hafrasúpuna mína, próteinpönnsur, bananabrauðið, hafraklattana mína og jafnvel undir hendurnar. Það nýjasta hjá mér er að stífþeyta eggjahvítur með súkkulaðipróteini og smyrja ofaná hafraklatta. Meira um það seinna.

Þegar ég elda eggjahvítur á pönnu eiga þær til með að festast þarna á pönnunni – grafa sig ofan í hana og verða að einhverjum þunnum bónus-klósettpappír. Pirrandi. Þess vegna er ég núna stundum farinn að hella hvítunum í svona fjölnota múffuform, krydda og henda inní ofn. Hvíturnar verða skemmtilegri undir tönn og gott nesti til að taka með sér. Ég treð alltaf nokkrum bara í rassvasann og innri vasann á jakkafötunum þegar ég fer í vinnuna á morgnanna og borða þetta svo um kl. 15.

Virðingarfyllst,
Reykjavík, 7. september 2014
-Ofugísli

eggjahvitur

eggjahvitur1
LKL brauð frá Jóa Fel – vel af smjöri (af því að það er ekkert betra en smjör) – ofnbökuð svínasíða (beikon) – eggjahvítumúffa.