Ég fann þessa klippu úr Mogganum frá 1992. Hvað varð um þessa stemmningu – afhverju eru ekki svona kvöld nú til dags? Ég væri til í svona kvöld.
Ef við snörum þessu yfir á árið 2014 þá gæti þetta litið einhvernvegin svona út:
Sölvi Fannar einkaþjálfari og lífskúnstner gæti séð um skemmtidagskránna og verið með ljóðaupplestur og leikna sketsa. Haffi Mountain gæti verið í sjómanninum – hver þorir í hann? Heilsuhlaðborðið gæti verið kjötveisla með bernaise. ‘Fit’ fordrykkurinn verður auðvitað N.O. Xplode 3.0 blandað með vodka þannig allir yrðu strax ofurhressir. Kári Stefáns gæti svo verið með einhver lyfja- og genapróf í staðinn fyrir Saxa lækni. Eróbik sýningin verður að sjálfsögðu bíkiní-sýning með iFitness stelpunum hans Konna eða jafnvel bara sexý-spinning með Sveini Andra. Happadrættið yrði á sínum stað – það elska allir happadrætti. Að lokum gæti nýji Range Roverinn hjá Bjössa í World Class verið til sýnis fyrir áhugasama.
p.s. ég myndi hringja mig inn veikan ef þyrfti að fara í sjómann við Haffa Mountain.
-ofurgísli