Ofurgísli og Hrikalega-Hrönn tóku á dögunum hroðalega fótaæfingu undir leiðsögn Einkaþjálfara Íslands – Konna hjá Iceland Fitness. Þetta var öðruvísi fótaæfing. Mikil keyrsla. Stutt hvíld á milli setta. Mörg sett. Mikið pump. Mikill sviði. Mikill sviti.
Allt var þetta fest á filmu og er útkoman hrikalega vel heppnað myndband. Það eina sem ég hef útá myndband að setja er að ég hefði viljað sjá meira, enda hef ég einstaklega gaman af því að horfa á sjálfan mig.
Núna hef ég verið í þjálfun hjá Konna í einhverjar vikur og er maðurinn einstaklega hugmyndaríkur þegar kemur að æfingum. Hann er eiginlega búinn að “cracka” öll tækin í Laugum – virðist alltaf finna nýja vinkla og útfærslur á æfingum, tækjum, vírum og tólum þarna niðurfrá. Allar æfingar eru þaulskipulagðar og með ólíkindum skilvirkar. Það fer ekki sekúnda til spillis og eftir hverja æfingu enda ég einsog undin og óhrein tuska. Eftir klukkutíma hjá Konna þolir maður ekki sjálfan sig og leitar að öðru ástandi – eða svona allt að því.

Eftir klukkutíma hjá Konna þolir maður ekki sjálfan sig og leitar að öðru ástandi – eða svona allt að því.


Þá er skemmtilegt frá því að segja að TeamPerform hefur verið að styrkjast gríðarlega undanfarið og er þetta með skuggalega flottur hópur. Þarna fást líka allar bestu vörurnar og þreytist ég ekki á því að segja hvað þjónustan er góð þarna í Kópavoginum. Það geta allir verið sammála um sem þangað fara.

Reykjavík, 23. október 2015
-Ofurgísli, maður fólksins – ykkar maður.