Ofur páskar

Ofurgísli óskar öllum lesendum síðunnar, próteinhausum og öðrum þarna úti gleðilegra Ofurpáska.

10911217_324184151115944_6664162528874011163_o

Sérstakar kveðjur fá allir keppendur sem stíga á svið á Íslandsmótinu núna um helgina. Það verður spennandi að sjá hvernig útkoman hjá keppendum verður og þá sérstaklega hvaða páskaegg sigurvegararnir fá í verðlaun.

comp2016_4_20160323_1525750026
Teitur Tricep í hæðarmælingu á keppnisfundi.
54da2a89e1e5e
Protein Bites fer að detta í Hagkaup – fylgist með þessu.!

Ofurgísli hvetur alla þá sem hafa verið duglegir frá áramótum til að gera vel við sig um páskana. Farið í Jóa Fel og fáið ykkur sætabrauð og annað kruðerí. Dropið við á veitingastaðnum 73 og troðið í ykkur 300. gr. Epic Upper Class burger.

Þeir sem ekki hafa verið duglegir ættu að halda því áfram fram yfir páska – það er enginn að fara byrja í átaki um páskana hvort sem er. Ofurgísli getur svo hjálpað ykkur að komast í sumarformið eftir páska. Allar upplýsingar um fjarþjálfun Ofurgísla HÉR.

IMG_6711
Það er mikilvægt að vera með fullt vopnabúr þegar mayo-ið og marengsið flæðir um öll eldhús landsins. Perform.is er með þetta allt og meira til.

Sjálfur fór OG í Perform í Kópavogi fyrir páskana og stöffaði sig af alvöru orku. Ofurgísli nennir ekki að belgja sig útaf mayonesi, súkkulaði og sykri marga daga í röð – það hentar honum bara ekki. Þá er betra að henda í sig risastórum hafrargraut með þéttu súkkulaði próteini og handfylli af BCAA amínósýrum. Það líður öllum betur eftir það.

Perform

12715504_1292413990772517_2370540839267887221_n

1836643_10203418334917515_2822859954147837895_o
Besta páskaeggið í ár er Schramm Fitness-eggið. Þau eru öll númer 1, með dökku súkkulaði og alveg grjóthart. -mynd Jón Karl Jóns.

Páskakveðjur, 24.3.2016.
-Ofurgísli, maður fólksins