Hnausþykkur, helmassaður og hæfileikaríkur hnykkjari

Hér í borg er drengur góður með gríðarlegan metnað í lífinu, mikla sköpunarþörf og heljarins byssur á báðum. Hann er annálað snyrtimenni og fagmaður fram í fingurgóma. Það er óhætt að segja að hendurnar á honum séu hans verkfæri – og það af bestu gerð. Þessi verkfæri fást hvorki í Byko né Bauhaus og því síður Verkfæralagernum. Þessi verkfæri eru one-of-a-kind og er algjörlega ómögulegt að finna viðlíka tól!

Maðurinn sem býr yfir þessum undratólum er Guðmundur B. Pálmason; Gummi kíró; BIG-G! Takið nú vel eftir og lesið síðan aftur. Á daginn hnykkir hann allt fremsta líkamsræktarfólk landsins. Þar fyrir utan notar hann verkfæri sín í að rífa í þung lóðin. Hann notar þau til að mála geggjuð risastór málverk sem seljast dýrt. Þá handhnoðar hann reglulega í kökur og kruðerí og kokkar síðan einhverja geðveiki í eldhúsinu og bloggar um það á heimasíðunni sinni. Þegar okkar maður er búinn að nota verkfærin í eldhúsinu brúkar hann þau svo næst við skartgripagerð sem án efa á eftir að slá í gegn. Þvílíkur maður – þvílíkar hendur. Það sem skiptir þó mestu máli í þessu öllu er að verkfærin hans eru fyrst og fremst RISASTÓRIR BLEKAÐIR BICEPAR!

Gummi Kíró lærði hnykkjarann á heimavelli tískudýrsins og snyrtimennskunnar – Stokkhólmi. Þar starfaði hann í nokkur ár eftir nám áður en hann ákvað að heiðra okkur Íslendingar með nærveru sinni og fór að braka í fólki á Kírópraktorstofu Íslands í Sporthúsinu. Í Stokkhólmi hélt okkar maður málverkasýningar og seldi sænskum fagurkerum málverk sín við góðan orðstýr. Ofurgísli hitti hnykkjarann, málarann, kokkinn, bakarann, lyftingarmanninn, listamanninn – manninn með ofurhendurnar – og fékk aðeins að forvitnast um þetta einstaka eintak af manni.

Ofurg.: Hvað segir besti og massaðasti kírópraktor landsins?
BIG-G: Sæll Gísli minn! Ég segi allt ljómandi gott takk og til hamingju með þessa frábæru heimasíðu.

Ofurg.: Afhverju að fara til Kírópraktors? 

BIG-G: Þetta er góð spurning Gísli, en það er í raun til þess að fá greiningu og hjálp við öllu því sem kemur að stoðkerfisvandamálum líkamans. Við erum stoðkerfis-sérfræðingar og sem Kírópraktorar erum við eins og aðrir sérfræðingar undir landlækninsembætti ríkisins. Fyrir mér er þessi spurnig eins og að spyrja fólk af hverju það fer til læknis 🙂

_29Y4706
Gummi er gríðarlega vinsæll hnykkjari – og þykkasti hnykkjari landsins.
Ofurg.: Hvað hefur þú snúið marga úr hálslið? Ertu aldrei hræddur um að það gerist? 
BIG-G: Ég hef hnykkt marga hálsa í gegnum tíðina en aldrei er ég smeykur um að eitthvað fari úrskeiðis. Ég nota fullkomna greiningaraðferð áður en ég hnykki og nota hnykkingaraðferð (Gonstead tækni) sem er gullstandardinn í Kírópraktik. Það þarf að fara mjög varlega með hálsinn og í raun alla liði líkamns þegar maður hnykkir og varast skal þá sem læra slíkt á námskeiðum eða öðrum styttri námsleiðum. Mikill munur er á því hvort liður sé hnykktur (adjusted) eða liðlosaður (manipulated).
Innsk. Ofurgísla: Það á eitthvað svo vel við Gumma að nota “gullstandard” í Kírópraktík. Annar standard fer þessum manni bara ekki.
Ofurg.: Er mikilvægara fyrir líkamsræktarfólk að láta hnykkja sig en aðra? Er skrokkurinn verri á þeim sem stunda líkamsrækt? 
BIG-G: Nei alls ekki!  Öll erum við með hrygg og miðtaugakerfi sem þarf að starfa eðlilega og öll erum við undir mismiklu álagi alla daga, hvort það eru miklar æfingar sem reyna á skrokkinn eða bara vinnan, fjölskyldan og annað. Andlegt álag getur verið jafn slæmt á stoðkerfið sem og ofþjálfun. Ég myndi segja að í flestum tilvikum eru þeir sem stunda reglulega líkamsrækt í miklu betri ásigkomulagi heldur enn þeir sem gera það ekki. Enda eru æfingar og þjálfun stór partur af okkar meðferð.
gummmikiro
Það er alltaf dúndurform á Gumma Kíró.

Ofurg.: Ertu að hnykkja mikið af líkamsræktarfólki?
BIG-G: Já, mjög mikið. Margir eru að sjá hvað Kírópraktík er mikilvægur partur af því að geta stundað líkamsrækt af miklu kappi. Þú nærð einfaldlega lengra og getur æft meira ef þú ert verkjalaus! Ef taugakerfið starfar á 60% krafti, verður árangurinn aldrei eins góður og ef taugakerfið starfar 95- 100%. Það segir sig sjálft.

Innsk. Ofurgísla: Það er augljóslega gríðarleg ánægja með Gumma sem hnykkjara því allt helsta líkamsræktarfólk landsins keppist við að lofa manninn og meðferðir hans og Kírópraktorstofunnar á Facebook og víðar. Þarna á meðal eru Maggi Sam, Karen Lind Richardsdóttir, Maggi Bess, Ásta Björk, Margrét Gnarr, David Panamaprins, Rannveig Hildur, Bjössi Kroppatemjari, Ragnhildur Finnboga, Jóhann Þór Friðgeirs., Aðalheiður Ýr, Alexandra Sif og svo miklu fleiri. Þá eru þeir hjá stofunni einnig með okkar albestu handbolta- og fótboltamenn reglulega hjá sér, Gylfa Sig., Aron Gunnars. og Aron Pálmason. Eitthvað virðast Gummi og strákarnir á stofunni vera að gera rétt.

Ofurg.: Heldurðu að líkamsbygging Íslendinga sé sérstök af einhverju leyti (t.d samanborið við aðrar þjóðir)?
BIG-G: Ég held að það sé ekki tilviljun að við erum með svona hraust og fallegt fólk sem nær svo frábærum árangri á heimsmælikvarða hvað eftir annað í öllum íþróttagreinum og þá sérstaklega þegar kemur að styrk, almenni hreysti, þoli, útliti og þessháttar. Eins og í Crossfit, kraftlyftingum, Fitness ofl. Svo er mín reynsla sú að karlmenn í Svíþjóð, Danmörku og tala nú ekki um aðeins sunnar í evrópu eru meira og minna frekar linir… hehehe.
Innsk. Ofurgísla: Þetta svar er uppá 10 reps – þung.

Ofurg.: Afhverju ertu alltaf svona þykkur? – ertu eitthvað að æfa?
BIG-G: Haha! Já maður 🙂 Ég hef alltaf verið duglegur að æfa og gæti varla sleppt úr degi. Æfi alltaf 5-6 sinnum í viku og skipti soldið á milli þess að æfa þungt og crossfit. Skemmtilegt að breyta til líka annað slagið.

IMG_1179
Þrír helþykkir og magnaðir náungar. Gummi Kíró – Gaui þjálfari – Maggi Bess.
Ofurg.:Hvernig var að búa og læra í Stokkhólmi?
BIG-G: Það var alveg yndislegt og Stokkhólmur frábær borg! Námið var langt og strangt en maður hafði samt mikinn tíma með fjölskyldunni og gat notið þess að búa í svona fallegri borg og alltaf nóg að skoða og gera. Við vorum svo heppin að búa við miðbæinn og gátum því sleppt því að eiga bíl og nutum þess í botn.
Ofurg.: Var það í Svíþjóð þar sem þú lærðir að vera ofursvalur alla daga?
BIG-G: Ég reyni alltaf að vera ég sjálfur og ef það er svalt að þá er ég mjög sáttur við það. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og það eru fáir sem gera það eins vel og Svíarnir, sérstaklega hvað varðar karlmenn. Hönnuðir og merki eins og Tiger of Sweden, JLindeberg, Adrian Hammond, Cheap Monday, H&M og fleiri eru alltaf hrikalega flottir.
300297_10151027179962327_1676133194_n
Gumma munar ekki um að vippa dóttur sinni uppá öxlina.
Ofurg.: Eru Svíar almennt hnausþykkir andskotar? 
BIG-G: Nei ég get ekki alveg sagt það….frekar íslendingar!!
Innsk. Ofurgísla: Þetta svar er uppá önnur 10 þung reps
Ofurg.: Nú ertu ekki ekki bara besti Kírópraktor landsins, heldur áttu þér margar hliðargreinar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítímanum?
BIG-G: Svona fyrir utan það að eyða tíma með fjölskyldunni finnst mér mjög skemmtilegt að mála og dunda mér í eldhúsinu. Það er eitthvað sem hefur fylgt mér lengi og reyni að gera eins mikið og ég get. Ég byrjaði mjög ungur að baka og elda og fór svo fljótlega að gefa út kokkabók með bróður mínum Hlyn Pálmasyni. Svo hef ég verið með matarbloggsíðu www.icelandicchef.blogspot.com líka en var þó sérstaklega virkur á námsárunum.
Tiramisu3
Ég hef líka mikið verið að mála málverk síðustu ár og haldið sýningar árlega í Stokkhólmi. Ég er mjög heppinn að vera með góðann umboðsmann Per-Ola Jeppsson, sem hefur séð um að koma mér á framfæri þar og höfum sýnt í frábærum galleríum. Núna er ég að mála á fullu fyrir mína fyrstu sýningu á Íslandi sem verður 10. janúar í Listasalnum Anarkíu í Kópavogiwww.norrart.com
 
Einnig hef ég verið með ýmis verkefni í gangi, eins og heilsu og æfingaferðir frá Svíþjóð til Íslands með félögum mínum James Goulden og Pálmari Hreinssyni. Við erum með slíkar ferðir tvisvar sinnum á ári.
 
Svo er ég núna að hanna skartgripalínu fyrir karlmenn með Unni Kristínu Óladóttir gullsmið sem verður vonandi tilbúin í byrjun 2015.
Innsk. Ofurgísla: Afhverju er ekki hægt að fjárfesta í þessum manni í Kauphöll Íslands. Hann ætti eiginlega að vera með sína eigin hlutabréfavísitölu.
Ofurg.: Hvernig gengur annars að mála með svona stóra Biceps?
BIG-G: Stundum vel og stundum þvælast þeir fyrir mér 🙂 Það eina sem fer ekki saman við að vera lyftingardurgur og listamaður er að maður þarf alltaf að vera að borða! Maður nennir ekkert að vera að standa í því þegar maður er kominn í sköpunargírinn, maður vill bara helst vera að drekka bjór eða viskí.

IMG_1199
Jafnvel í miðju málverki er Gummi ofursvalur.

IMG_1198

10458491_10152356994242327_6134840267379773436_n
Gummi er einn af þessum original töffurum og er vel blekaður.
IMG_0054
Stórir menn mála stór málverk.
IMG_0850
Okkar maður í góðum gír á góðum degi í Stokkhólmi ásamt móður sinni.
252346_10151147394357327_191198784_n
Gummi Málari með umboðsmanni sínum.
gummi_mynd
Gummi dettur í hlutverk listakokks og gæðabakara þegar honum hentar. Á myndinni er bróðir hans Hlynur Pálmason, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður.
10671475_10152272431557327_3084639491912201960_n
Gummi sinnir listamanninum í sjálfum sér.
20141028_180253~2
Hér er Gummi að sinna þykka manninnum í sjálfum sér.
IMG_97555415497060
Gummi með glæsilegum æfingahóp sínum.

-Ofurgísli
Reykjavík, 12. nóvember 2014.