Hér í borg er drengur góður með gríðarlegan metnað í lífinu, mikla sköpunarþörf og heljarins byssur á báðum. Hann er annálað snyrtimenni og fagmaður fram í fingurgóma. Það er óhætt að segja að hendurnar á honum séu hans verkfæri – og það af bestu gerð. Þessi verkfæri fást hvorki í Byko né Bauhaus og því síður Verkfæralagernum. Þessi verkfæri eru one-of-a-kind og er algjörlega ómögulegt að finna viðlíka tól!
Maðurinn sem býr yfir þessum undratólum er Guðmundur B. Pálmason; Gummi kíró; BIG-G! Takið nú vel eftir og lesið síðan aftur. Á daginn hnykkir hann allt fremsta líkamsræktarfólk landsins. Þar fyrir utan notar hann verkfæri sín í að rífa í þung lóðin. Hann notar þau til að mála geggjuð risastór málverk sem seljast dýrt. Þá handhnoðar hann reglulega í kökur og kruðerí og kokkar síðan einhverja geðveiki í eldhúsinu og bloggar um það á heimasíðunni sinni. Þegar okkar maður er búinn að nota verkfærin í eldhúsinu brúkar hann þau svo næst við skartgripagerð sem án efa á eftir að slá í gegn. Þvílíkur maður – þvílíkar hendur. Það sem skiptir þó mestu máli í þessu öllu er að verkfærin hans eru fyrst og fremst RISASTÓRIR BLEKAÐIR BICEPAR!
Ofurg.: Hvað segir besti og massaðasti kírópraktor landsins?
BIG-G: Sæll Gísli minn! Ég segi allt ljómandi gott takk og til hamingju með þessa frábæru heimasíðu.
BIG-G: Þetta er góð spurning Gísli, en það er í raun til þess að fá greiningu og hjálp við öllu því sem kemur að stoðkerfisvandamálum líkamans. Við erum stoðkerfis-sérfræðingar og sem Kírópraktorar erum við eins og aðrir sérfræðingar undir landlækninsembætti ríkisins. Fyrir mér er þessi spurnig eins og að spyrja fólk af hverju það fer til læknis 🙂
Innsk. Ofurgísla: Það á eitthvað svo vel við Gumma að nota “gullstandard” í Kírópraktík. Annar standard fer þessum manni bara ekki.
Ofurg.: Ertu að hnykkja mikið af líkamsræktarfólki?
BIG-G: Já, mjög mikið. Margir eru að sjá hvað Kírópraktík er mikilvægur partur af því að geta stundað líkamsrækt af miklu kappi. Þú nærð einfaldlega lengra og getur æft meira ef þú ert verkjalaus! Ef taugakerfið starfar á 60% krafti, verður árangurinn aldrei eins góður og ef taugakerfið starfar 95- 100%. Það segir sig sjálft.
Innsk. Ofurgísla: Það er augljóslega gríðarleg ánægja með Gumma sem hnykkjara því allt helsta líkamsræktarfólk landsins keppist við að lofa manninn og meðferðir hans og Kírópraktorstofunnar á Facebook og víðar. Þarna á meðal eru Maggi Sam, Karen Lind Richardsdóttir, Maggi Bess, Ásta Björk, Margrét Gnarr, David Panamaprins, Rannveig Hildur, Bjössi Kroppatemjari, Ragnhildur Finnboga, Jóhann Þór Friðgeirs., Aðalheiður Ýr, Alexandra Sif og svo miklu fleiri. Þá eru þeir hjá stofunni einnig með okkar albestu handbolta- og fótboltamenn reglulega hjá sér, Gylfa Sig., Aron Gunnars. og Aron Pálmason. Eitthvað virðast Gummi og strákarnir á stofunni vera að gera rétt.
Innsk. Ofurgísla: Þetta svar er uppá 10 reps – þung.
Ofurg.: Afhverju ertu alltaf svona þykkur? – ertu eitthvað að æfa?
BIG-G: Haha! Já maður 🙂 Ég hef alltaf verið duglegur að æfa og gæti varla sleppt úr degi. Æfi alltaf 5-6 sinnum í viku og skipti soldið á milli þess að æfa þungt og crossfit. Skemmtilegt að breyta til líka annað slagið.
Innsk. Ofurgísla: Þetta svar er uppá önnur 10 þung reps
Innsk. Ofurgísla: Afhverju er ekki hægt að fjárfesta í þessum manni í Kauphöll Íslands. Hann ætti eiginlega að vera með sína eigin hlutabréfavísitölu.
BIG-G: Stundum vel og stundum þvælast þeir fyrir mér 🙂 Það eina sem fer ekki saman við að vera lyftingardurgur og listamaður er að maður þarf alltaf að vera að borða! Maður nennir ekkert að vera að standa í því þegar maður er kominn í sköpunargírinn, maður vill bara helst vera að drekka bjór eða viskí.
-Ofurgísli
Reykjavík, 12. nóvember 2014.