Hafrasúpan

Efalaust er ég að bera í bakkafullan lækinn þegar ég skrifa um hvað Ofurgísli fær sér í morgunmat – það eru nefnilega til 100 reps af heimasíðum um hollan morgunmat. Oft er þetta samt mjög flókið – það vill gerast að einfaldir hlutir verða flóknir, en ekki hjá Ofurgísla.

IMG_3174
Ekki of mikið – of lítill diskur.

Fyrst ætla ég að segja að ég öðlaðist nýtt líf þegar ég uppgötvaði haframjölið einn snjóléttan janúarmorgun árið 2010. Lífið fyrir haframjöl er mér óljós minning og tímar sem ég vill einfaldlega gleyma – eða svona næstum því. Haframjöl er gott af ýmsum ástæðum; það er næstum ókeypis, það er lítið unnið, það er trefjaríkt, það er með lágan sykurstuðul og hefur því ekki mikil áhrif á blóðsykurinn. En fyrst og fremst er það bragðgott – eða ekki. Haframjöl er ekki gott á bragðið og ekki heldur þessi klassíski hafragrautur sem bragðast einsog rigningablautur pappakassi.

Lífið fyrir haframjöl er mér óljós minning og tímar sem ég vill einfaldlega gleyma – eða svona næstum því.

Hafragrauturinn sem ég fæ mér er ofur-einfaldur. Þetta eru 100-120 grömm haframjöl – 40-50 grömm próteinduft (helst Rocky Road frá ON, fæst í Perform) – smá kanill –  dass af eggjahvítum (prótein og gerir áferðina skemmtilegri) og vatn eða mjólk. Þessu hræri ég saman og bæti svo við hálfum til einum banana sem ég sker í sneiðar, nokkrum rúsínur og jafnvel hnetum, möndlum og graskersfræjum. Það er ágætt að láta hafrasúpuna standa í nokkrar mínútur svo haframjölið fái að taka sig . Úr verður mögnuð hafrasúpa sem þú þráir alla morgna. Skammturinn fer náttúrulega bara eftir því hvort menn eru í bulki eða að berjast í sumarforminu.

IMG_5218_PNG
120 gr. haframjöl – hnetumix frá Millimáli – kanill – Rocky Road prótein – banani – kókosmjöl – eggjahvítur og vatn

 

Svo er auðvitað hægt að leika sér endalaust með þetta – henda vínberjum, bláberjum, jarðaberjum, allskonar hnetum og fræjum útí súpuna. Jafnvel kótilettum – en þá verða þær að vera í raspi.

-Ofurgé.

hafrasupan
Hér hefur Ofurgísli gert vel við sig og hent smá Lucky Charmes útí súpuna. Það má á laugardögum
IMG_4931
Hafrasúpa og Spinachi Ginger drykkur í vinnunni
IMG_4911
Kannski pínu sóðalegt en líka sóðalega gott.
IMG_3772
Á laugardögum hrúga ég öllu í súpuna sem ég finn í eldhúsinu. Helst fæ ég mér síðan köku frá Jóa Fel í eftirrétt. Svo leggst ég niður með örann hjartslátt.

IMG_4590 IMG_4177