Heimagert White Chocolate Prótein Möndlusmjör

Það er bara eitt sem er betra en smjör -Meira smjör!

Hnetu- möndlu- kasjú- eða hvað-sem-er-smjör. Ef það er eitthvað -smjör þá étur Ofurgísli það. Ég spóla mig í gegnum krukkurnar einsog lítill krakki með candyfloss á 17. júní. Neyslan er svo gríðarleg að ég farinn að framleiða þetta sjálfur hérna heima í eldhúsinu. Það er í raun ofureinfalt að gera sitt eigi hnetu- og möndlusmjör. Ég set svo prótein útí það – og á einu augabragði er þetta orðið að Über-Prótein-Möndlusmjöri. Núna í vikunni gerði ég svona vel heppnað White Chocolate hnetusmjör. Það er jafn gott og það hljómar – skuggalegt.

Ofurgíslinn ykkar ljósmyndaði framleiðsluferlið og vill endilega deila því með ykkur – enda er Ofurgísli maður fólksins.

IMG_9286
Við byrjum á að rista möndlurnar létt – þannig að þær verða brúnar og það kemur góð lykt. Svona pínu jólalykt.
IMG_9289
Næsta skref er að taka Snapchat af möndlunum og senda á alla vinina. Það peppar mann upp fyrir framhaldið.
IMG_0600
Dúndrum þessum möndlum í matvinnsluvél og bræðum dass af kókosolíu.
10464220_305840562917796_1804756592677773230_n
Maturinn á Fresco er miklu meira en bara salat – þetta er upplifun!
IMG_0603
Allt í botn og skellum olíunni svo útí. Tökum rúmlega handfylli af möndlum til hliðar. Svona nettan hnefa bara.
IMG_0619
Hér væri klókt að senda annað snapchat – en ég gleymdi því. Gerum próteinið klárt og kókosmjólkina líka.
11156179_10152915603152972_6374489724927880026_n
Próteinið frá Gold Standard fæst í Perform í Kópavoginum og á perform.is
IMG_0614
Hérna er white Chocolate próteinið frá Gold Standard komið ofaní. Þetta bragð fæst aðeins í Perform – í takmörkuðu upplagi.
IMG_0624
Svo er vélin látin vinna á hnetunum þangað til smjörið er klárt – þá neglum við hnefaþykktina af möndlunum útí. Bara svona rétt í lokin. Grófmalað möndlusmjör er það heillin.
IMG_0628
Næsta í framleiðsluferlinu er bara að skófla smjerinu ofaní krukkur.
IMG_0644
Þarna hafið þið svo epli og prótein-möndlusmjör með hvítu súkkulaði.
10411331_853210524714870_1021212261383767456_n
Flexið er gott einsog smjörið!
IMG_0640
Ofurgéið bara sáttur með afraksturinn og viðreksturinn af smjörinu.
IMG_0648
Grófmalað Prótein möndlusmjör með hvít-súkkulaði.
hb13
Það verða allir að eiga Hairbond shaper fyrir hausinn – líka þeir sem ekki eru með hár.

Reykjavík, 5. júlí 2015
-Ofurgísli, ykkar maður – maður fólksins