Hrikaleg æfingavika //MYNDIR

Það var hrikalegur andi í Laugum í síðustu viku. Svitinn var ekki talinn í dropum heldur gallonum. Æðarnar voru taldar í hundruðum og þyngdirnar í tonnum. Bjössi í World Class slakaði aðeins á ljósmyndabanninu eftir að þjóðarsálin lagðist hreinlega á hliðina eftir að bannið var fyrst sett fram. Ekkert nema gott um það að segja. Ofurgísli átti dúndur æfingaviku sem endaði með max slökun í Laugar Spa á sunnudaginn.

IMG_6878

– Mánudagurinn byrjaði á skuggalegri fótaæfingu með SuperJules. –

IMG_6865

– SuperJules að pressa upp núll-komma-einhver-tonn. –

IMG_2268

– SuperJules lét gluteusinn líka finna fyrir því. Þar var auðvitað allur lóðabunkinn undir. –

IMG_6880

– Gunni vinur minn BOMBA repsaði niðurhallandi bekkinn og setti í eina grjótharða pósu – enda grjóthörð bomba. –

IMG_2239

 – BIGSAM breikkaði bakið á þriðjudagsæfingunni. Hroðaleg þykkt. –

IMG_2249

– Ofurgísli að baka bakið –

IMG_2223

– Það verður að anda á milli setta. BIGSAM að gera sig klárann –

IMG_6916

– Ofurgísli kom við í Perform til að fylla á birgðirnar og fékk höfðinglegar móttökur frá Stebba og Sigga. –

IMG_6941

– Ómar er nautsterkur og tók þessa grjóthörðu upphitun –

IMG_6943

 – Fyrsta reps af nokkrum hjá Ómari –

IMG_6948

– Skítlétt! –

IMG_6911

– Flugdrekinn var þykkur en léttur á því þegar hann kreisti haminn –

IMG_2212

– Gunni ‘The Cat’ góðurvinur síðunnar veit að gleðin skiptir hellings máli í þessari baráttu –

IMG_2213

– Kötturinn getur líka verið grimmur, rétt einsog aðrir kettir –

IMG_2261

– Þegar menn eru orðnir mjög hrikalegir verða þeir að bjarga sér. –

IMG_2263

– Neyðin kennir níðsterkum manni að sprikla. –

IMG_6883

– Viktor Berg klessir chestið í fluginu, brjálaður. –

IMG_2217

 – Hér erum við með rúman hálfan meter í ummál. Hryssilegur BIGSAM. –

IMG_2260

 – Ofurgísli skartaði glænýjum Micheal Jordan spandex í vikunni. Það var toppurinn á æfingavikunni –

IMG_2279

– Þríhöfðinn var dropsettaður langt út fyrir öll velsæmismörk. –

IMG_2269

– Ofurgísli hættir ekki á æfingu þegar hann er orðinn þreyttur – hann hættir þegar hann er búinn með æfinguna. –

IMG_6886

– Svalasti og skornasti maðurinn í húsinu var Arnar Breki –

IMG_6888

– Milljón peseta bros –

IMG_6889

– Ofurgísli var bara kátur og gaf nipplunum gott næði til að anda. Það er lykilatriði í þessu öllu. –

IMG_2287

– Það skiptir ekki máli þótt það sé fyrir hádegi á laugardegi. Fætur fá engan frið! –

IMG_6856

– Þessi æfingavika var nú samt bara hliðsjónarefni í samanburði við þessa litlu drottningu sem Stígur bróðir og Fríður kona hans eignuðust um daginn. –

feel-iceland-amino-collagen-group
Amino Collagen – geggjað fyrir liðina, recovery-ið og húðina.

 

Reykjavík, 9. febrúar 2015
-Ofurgísli, maður fólksins.