Íþróttamót Ofurgísla

Ofurgísli ríður ekki við einteyming þegar kemur að sportinu. Þótt snerpan verði seint talin hans helsta vígavopn þá bætir hann það upp með ógnarkrafti, seiglu og gríðarlegri fimni. Ofurgísli hélt uppá árlegan íþróttadag ekki fyrir löngu – Íþróttamót Ofurgísla. Á þessu móti keppir Ofurgéið í spretthlaupi við sjálfan sig, heldur bolta á lofti, tekur tækniæfingar með fótbolta og spilar körfubolta við móður sína. Öll íþróttamót Ofurgísla enda svo auðvitað á klassísku Píp-testi.

Svona mót eru ekki rigguð upp á einum degi og komu margir góðir aðilar að þessu með Ofurgéinu. Bakhjarlar og styrktaraðilar Íþróttamóts Ofurgísla er auðvitað Perform.is, Jói-okkar-Fel, Prótein Bites, Veitingastaðurinn 73, Kírópraktorstofa Íslands, World Class, Hafið fiskverslun, Flex Fitness, Under Armour á Íslandi, Markaðsstofan Hype, Iceland Fitness, Sólbaðsstofan Smart, Brasilian TAN og Hairbond á Íslandi.

GS

Íþróttamót Ofurgísla árið 2016 var haldið í og við íþróttamannvirki Hornafjarðar við góðar aðstæður. Það er skemmst frá því að segja að Ofurgísli stóð uppi sem sigurvegari í öllum greinum og því heildarsigurvegari mótsins (Overall Champ). Helstu niðurstöður mótsins voru eftirfarandi:

  • 100 metra spretthlaup – 45 sekúndur (persónulegt met árið 2016).
  • Tækniæfingar með fótbolta – Lokaeinkunn 9,2 (sköpulag 9,8 – Fótagerð 8,7 – Prúðleiki 9,1 – Fegurð með bolta 9,3).
  • Halda á lofti – Talningamaður tapaði tölunni í 33 (Hér var klárlega sett nýtt mótsmet).
  • Körfuboltaleikur – 14-2 fyrir Ofurgísla gegn Ofurmóður.
  • Píp-test – LEVEL 12, 3 (Ofurgísli elskar Píp-test).

Eftir mót fór Ofurgísli sigurreifur í foreldrahús og snæddi sigurmáltíðina – humar á alla mögulega vegu. Eina “humar-eitthvað” sem ég hef ekki fengið á Hornafirði er humar-morgunkorn. Það er væntanlega bara tímaspursmál hvenær það verður.

Ofurgísli hvetur alla til þess að heimsækja Hornafjörð í sumar. Fegurðin þarna er fjarstæðukennd. Krafturinn frá fjöllunum þarna er ótrúlegur. Og maturinn hjá mömmu og pabba ólýsanlegur.

vefbordi_aug

IMG_5312
Ofurgísli á heimaslóðum. Mynd tekin áður en Íþróttamótið hófst.
IMG_5326
Hornafjörður er sennilega fallegasti staður landsins – og þótt víðar væri leitað.
12916157_1334911196522796_245335871743360507_o
Gulldrengurinn Jói Fel er með allt það besta
IMG_5357
Tvær fallegustu konur heims á einni mynd – mamma og Ofurhellan mín
IMG_5363
Urði litlu frænku finnst gott að borða einsog stóra frænda – og Ofurpabba.
IMG_4622
Humar fyrir lengra komna – eða fyrir þá sem eru komnir hvað lengst.
IMG_3289
Ofurgísli fagnar sigrinum á Íþróttamóti Ofurgísla með viðeigandi hætti.
IMG_1400
Hafi einhver efast um fegurð Hornafjarðar er þeim efa hér með eytt – glórulaus fegurð.
469034_10150704302869066_766096648_o
Hairbond fer í hárið á öllum meisturum.
Brasilan Tan er algjör snilld - líka fyrir okkur strákana
Brasilan Tan er algjör snilld – líka fyrir okkur strákana

Reykjavík, 6 maí 2016.
-Ofurgísli, maður fólksins – ykkar maður.