Kvöldsnarlið

Besta leiðin til að sleppa við að detta í snakkpokann á kvöldin er að fara snemma að sofa. Fyrir suma er það einsog að segja að besta getnaðarvörnin sé að sleppa því að gera það. Okay. Það eru til nokkrar leiðir til að slökkva á nart þörfinni. Til dæmis er þessi prótein-súkkulaði-bolla-búðingur hreinasta afbragð. Þetta er bara cassein prótein – eggjahvítur – möndlumjólk og kannski smá kanill. Hrært saman og hent í örbylgjuofninn í smá stund. Hvernig hljómar það?

Fyrir suma er það einsog að segja að besta getnaðarvörnin sé að sleppa því að gera það.

Ég var samt ekki að grínast þarna áðan – ef þú ert að skríða í kojuna um 01:00 á nóttunni ertu löngu farinn að kreiva í eitthvað sætt, feitt og sveitt. Það nennir enginn að hanga heilt kvöld fyrir framan tölvuna án þess að troða einhverju í sig. Svo er líka bara svo gott að fara snemma að sofa.