Laugardagsmorgnar

Hvað er betra en að vakna eldsnemma á laugardagsmorgni á undan öllum (meira að segja Gabríel gúmmíplöntunni minni) og fá sér kaffi, safa, próteinpönnsur og hnetusmjör. Þegar ég fattaði hvað þetta er gott varð ég á sama tíma að játa fyrir sjálfum mér að ég var farinn að eldast.

ég fór fyrst að ná einhverjum árangri í ræktinni þegar ég hætti að hanga niðrí 101 þangað til ruslabíllinn mætti á svæðið

Ég tók líka eftir því að ég fór fyrst að ná einhverjum árangri í ræktinni þegar ég hætti að hanga niðrí 101 þangað til ruslabíllinn mætti á svæðið til að þrífa syndir gærkvöldsins. Því fyrr sem menn fatta unaðinn við svona laugardagsmorgna því betri verður árangurinn í ræktinni. Ég lofa.