Lóðatryggðin

Ofurgísli svíkur ekki lóðin og sýnir þeim staðfasta húsbóndatryggð þrátt fyrir miklar annir. Þannig liggur í því að Ofurgéið tók sér sæti á skólabekk aftur meðfram vinnu og hefur verið að undirbúa sig fyrir próftöku í verðbréfamiðlun undanfarna daga og vikur. Þetta er vel þétt nám og hafa síðulesendur fengið að gjalda fyrir það. Lóðin fá hinsvegar engan frið og geta treyst því að ég heiðri þau með nærveru minni jafnt sem áður.

IMG_6767
Ofurgísli og SuperJules leiddu saman hesta sína á ný og tóku hryssilega æfingu saman.

 

Þangað til næst – maður fólksins, Ofurgísli