Ef lyftingar og vöðvahópar væru ein stór fjölskylda er hnébeygjan mamman. Hún sér til þess að allt fjölskyldulífið gangi eðlilega fyrir sig – rétt einsog hnébeygjan í lyftingum og allri líkamsrækt. Réttstaðan er auðvitað pabbinn sem kann allt og getur allt. Bekkpressann er skemmtilegi frændinn sem kemur í mat á mánudögum – alla mánudaga. Líka þegar hann er þunnur eftir helgina.
Aðrir fjölskyldumeðlimir eru þarna einnig. Kálfarnir eru óþolandi litli frændinn sem aldrei ætlar að þroskast. Bicepinn er litli bróðirinn sem er að komast af gelgjuskeiðinu og heldur að hann sé frekar svalur náungi. Gluteus Maximus er svo auðvitað fallegasta frænkan í stórfjölskyldunni. Axlirnar eru svo sér á báti – þær eru fjölskyldan hans Ara Gunnarssonar, aflraunamanns.
Það var hroðalegur andi í Jakabólinu þegar Ofurgísli fékk að fljóta með einum magnaðasta kraftlyftingarmanni landsins – Rúnari Geirmunds eða Hroðanum einsog hann er almennt kallaður. Það voru hnébeygjur í Jakabóli á köldum föstudegi.
Hroðinn beygir alltaf á föstudögum og það eru alvöru beygjur. Hroðinn æfir og þjálfar bæði stráka og stelpur í Jakabóli með skuggalegum góðum árangri og mælir OG eindregið með því að þeir sem hafa áhuga á að ná árangri í kraftlyftingum leiti til Hroðans. Á þessari einu æfingu bætti Hroðinn beygjutæknina mína mikið og er ljóst að hann veit hvað hann syngur í þessum fræðum.
Tékkið líka á þessu viðtali við Rúnar: OFURSVALUR, HEL-FLÚRAÐUR OG MARGFALDUR MEISTARI Í KRAFTLYFTINGUM
Ofurgísli fer ekkert leynt með aðdáun sinni á Hroðanum – ótrúlegt eintak af manni. Krafturinn, staðfestan og persónuleikinn er einstakur hjá þessum dreng. Svo er hann bara svo svalur. Hroðinn er einn athyglisverðasti náungi sem OG hefur komist í kynni við. Loks má geta þess að Rúnar er ásamt undirrituðum einn af #Top5 meðlimum í Team Perform – að sjálfsögðu.
Ofurgísli er líka á Snapchat: Ofurgisli
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem OG og Hroðinn leiða saman hesta sína. Á haustmánuðum árið 2014 hittust þessir tveir við þriðja mann og tóku hroðalegt bak saman. Æfingin endaði í góðri færslu hérna á heimasíðunni sem hægt er að skoða HÉR.
Reykjavík, 3. mars 2016
-Ofurgísli, maður fólksins