Mömmudagur í Jakabóli

Ef lyftingar og vöðvahópar væru ein stór fjölskylda er hnébeygjan mamman. Hún sér til þess að allt fjölskyldulífið gangi eðlilega fyrir sig – rétt einsog hnébeygjan í lyftingum og allri líkamsrækt. Réttstaðan er auðvitað pabbinn sem kann allt og getur allt. Bekkpressann er skemmtilegi frændinn sem kemur í mat á mánudögum – alla mánudaga. Líka þegar hann er þunnur eftir helgina.

Aðrir fjölskyldumeðlimir eru þarna einnig. Kálfarnir eru óþolandi litli frændinn sem aldrei ætlar að þroskast. Bicepinn er litli bróðirinn sem er að komast af gelgjuskeiðinu og heldur að hann sé frekar svalur náungi. Gluteus Maximus er svo auðvitað fallegasta frænkan í stórfjölskyldunni. Axlirnar eru svo sér á báti – þær eru fjölskyldan hans Ara Gunnarssonar, aflraunamanns.

11150538_10152878687527972_3774583587550401849_n

Það var hroðalegur andi í Jakabólinu þegar Ofurgísli fékk að fljóta með einum magnaðasta kraftlyftingarmanni landsins – Rúnari Geirmunds eða Hroðanum einsog hann er almennt kallaður. Það voru hnébeygjur í Jakabóli á köldum föstudegi. 

Hroðinn beygir alltaf á föstudögum og það eru alvöru beygjur. Hroðinn æfir og þjálfar bæði stráka og stelpur í Jakabóli með skuggalegum góðum árangri og mælir OG eindregið með því að þeir sem hafa áhuga á að ná árangri í kraftlyftingum leiti til Hroðans. Á þessari einu æfingu bætti Hroðinn beygjutæknina mína mikið og er ljóst að hann veit hvað hann syngur í þessum fræðum.

Tékkið líka á þessu viðtali við Rúnar: OFURSVALUR, HEL-FLÚRAÐUR OG MARGFALDUR MEISTARI Í KRAFTLYFTINGUM

Ofurgísli fer ekkert leynt með aðdáun sinni á Hroðanum – ótrúlegt eintak af manni. Krafturinn, staðfestan og persónuleikinn er einstakur hjá þessum dreng. Svo er hann bara svo svalur. Hroðinn er einn athyglisverðasti náungi sem OG hefur komist í kynni við. Loks má geta þess að Rúnar er ásamt undirrituðum einn af #Top5 meðlimum í Team Perform – að sjálfsögðu.

Ofurgísli er líka á Snapchat: Ofurgisli

IMG_0985
Rúnar að gera sig kláran – bara upphitun

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem OG og Hroðinn leiða saman hesta sína. Á haustmánuðum árið 2014 hittust þessir tveir við þriðja mann og tóku hroðalegt bak saman. Æfingin endaði í góðri færslu hérna á heimasíðunni sem hægt er að skoða HÉR.

IMG_5120
Rúnar með augu, eyru og horn í hnakkanum.

12307367_10153327733072972_252390029250755689_o

IMG_5115
Rafn Franklín er upprennandi kraftlyftingamaður sem á eftir að gera góða hluti

 

12715504_1292413990772517_2370540839267887221_n

IMG_5214
Hroðinn einbeittur
IMG_5121
Strákarnir byrjaðir að hlaða vel á stöngina

perform

IMG_5144
Menn kalla bara akkúrat ekki neitt ömmu sína í Jakabóli
IMG_5152
Rafn og Rúnar – báðir í Team Perform.
IMG_5107
Rafn er hroðalegt efni sem býr yfir miklum krafti og tækni.
12247836_1232868796727037_4670053769641677366_o
Það verða allir glaðir að fá gjafabréf hjá Jóa okkar Fel
IMG_1019
Rafn að renna yfir fillé-ið á Rúnari. Hálf scary að vera með djöfullinn hlægjandi framan í sig á meðan.
IMG_5212
Rúnar að mýkja sig á meðan hann tekur sína menn út.
hairbond1-1
Hárið þitt vill bara Hairbond í hárið sitt – bara það besta
IMG_5176
Jakaból stendur fyrir sínu.

logo

IMG_1010
Hér vinna menn í tækni jafnt sem þyngdum. Það skilar fullkomnun.
IMG_5140
OG tók að sjálfsögðu sínar beygjur líka með góðum árangri.

73

IMG_1007
Hroðinn að gera skyldur sínar.
IMG_5128
Þessir drengir eru ekki bara hrikalegir – þeir eru fallegir og fótógenískir líka. Blanda sem alla dreymir um.
54da2a89e1e5e
Væntanlegt til landsins – fylgist vel með þessu!
IMG_5173
Allur hópurinn hjá Rúnari – þessa stráka þjálfar hann og fleiri til.
IMG_0994
Það var góður andi í Jakabóli og menn hvöttu hvorn annan áfram. Þetta var hrikalega góð skemmtun!
IMG_5196
Hér hvíla menn sig á milli setta, rúlla sig og undirbúa sig andlega fyrir næsta sett.
IMG_5166
Beygjudagur í Jakabóli
hafid_logo1
Afreksfólkið verslar fiskinn sinn í Hafinu.
IMG_5130
Tveir ofur. Beygjudagur í Jakabóli.
IMG_5132
Menn fara í hvert sett með bros á vör – en fullir einbeitingu.

 

12814803_540173499484500_4115811493299192885_n
Fresco er miklu meira en bara salat.
IMG_5185
Hérna erum við komnir í alvöru þyngdir – vel rúm 200 kg.
IMG_5179
Þrælgóður stíll á mínum mönnum
10974530_1040854915930950_2259445960786897164_o (1)
OG var að sjálfsögðu í Under Armour buxum og peysu á þessari æfingu.
IMG_5218
Minn maður repsaði nokkur hundruð kílóum í pressunni eftir beygjurnar.

10-tima-30-daga-ljosakort-hja-solba-stofunni-smart-i-glaesilegu-stofu-a

IMG_5229
Fegurðin kemur frá afturendanum.
IMG_5226
Rafn í pressunni – takið eftir því að bolurinn er farinn að rifna utan af honum. Harðari en grjót
IMG_1132
Ótrúlegur ferskleiki í einum dúnk – Glænýtt Amino Energy!
IMG_5231
Það sér hver maður að það er tóm gleði að taka þungar hnébeygjur. Allur hópurinn í endorfín vímu eftir æfinguna
Kírópraktorstofa_Íslands
Kírópraktorstofa Íslands sér til þess að allir geta tekið djúpar beygjur.

Reykjavík, 3. mars 2016
-Ofurgísli, maður fólksins