Nú þegar farið er að styttast í næstu fitness- og vaxtarræktarmót þá er ekki úr vegi að minna keppendur á Hallmar Frey ljósmyndara. Hann er með hrikalega flottar græjur, nær geggjuðum myndum og er alltaf helskorinn – sem skiptir auðvitað mestu máli í þessu samhengi. Það er nauðsynlegt að hafa mann sem veit hvað hann er að gera þegar farið er í myndatökur í kringum mót og get ég hiklaust mælt með Hallmari.
Það er líka góð skemmtun að rúlla yfir heimasíðuna hans Hallmars – www.hallmarfr.com.
Hallmar náði nokkrum góðum myndum af mér og Hellunni minni eftir síðasta Íslandsmót þar sem ég tók dollurnar annað árið í röð. Nokkrar af þessum myndum eru hérna með í færslunni. Hreyfimyndin er best. Rétt er að taka fram að engin dýr voru sköðuð við myndatökurnar – en ég fékk mér hinsvegar risa nautasteik strax eftir tökurnar. Ég veit ekki hvort það telst með, en nautið átti auðvitað aldrei séns.










Reykjavík, 19. janúar 2016.
– Ofurgísli, maður fólksins.