Að hræra í hefðbundna hafrasúpu hefuru aldrei klikkað og er alltaf jafnmikil gæðastund að skola henni niður, sbr. fyrri færsla þar að lútandi. Að handhræra í nokkrar Ofsapróteinmúffur og snæða er ekki síður góð stund. Þegar hent er í svona Ofsapróteinmúffur er mjög mikilvægt að kylfa ráði kasti hvað innihald og magn varðar. Ég get ekki notast við uppskriftir, dassa allt og er alltaf jafn spenntur hvernig útkoman verður. Þetta getur samt eiginlega ekki klikkað – ef bragðið er eitthvað dodgy, þá set ég bara þykkara lag af hnetu- eða möndlusmjöri á múffuna. Skothelt plan.
Ég henti í eina svona lögun í vikunni og borðaði í morgunmat. Þetta var bara mjög vel heppnað allt saman og þurfti ég bara að nota hefðbundið magn af möndlusmjöri með þessu. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að fram komi að hérna erum við ekki að vinna með hefðbundna hafraklatta – allsekki. Í staðinn fyrir haframjölið dúndrum við slatta af hveitikími í þetta. Hveitikímið er í raun bara betri kostur en haframjölið. Hveitikím er smekkfullt af næringu og vítamínum og snýtir eiginlega haframjölinu þótt ég eigi erfitt með að sætta mig við það. Ég er mikill hafrakall.
Næringargildi í 100g af hveitikími:
Orka 1490 kJ/355 kkal
prótein 28,7g (algjört ofur!)
kolvetni 30,6g
fita 9,2g
Ég kannaði svo birgðastöðuna hjá mér í eldhúsinu sem var þokkaleg (ég hef sinnt stöðu birgða- og vörustjóri á heimilinu mínu frá stofnun þess). Staðan var sem sagt þokkalega, ekki meira en það. Ég fann þarna möndlur, smá kókosmjöl, banana, eggjahvítur, Syntha-6 prótei, rjóma og svo lyftiduft.
Gróflega handreiknað er uppskriftin í þetta skiptið svona sirka held ég sirka líklega eitthvað mögulega á þennan hátt.
Virðingarfyllst,
Reykjavík, 19. september 2014
-Ofurgísli.