Ofurdrykkjaprógram

Ég á félaga sem er mikill talnaspekingur, Master í stærðfræðum, hrikalega sterkur og annálað ljúfmenni.

Árni Freyr Gestsson er maðurinn.Vitandi um þessa kosti og manngæsku fór ég á leit við hann að útbúa fyrir mig ofurdrykkjaprógram. Mig vantaði einfalt prógram til að reikna út næringargildi nokkurra fæðutegunda sem ég blanda saman í eina ofurfæðu. Sem dæmi tek ég 500 gr. af hreinu Whey próteini frá ON – 300 gr. af möndlumjöli og 200 gr. af kasjúhnetum sem ég hakka niður í duft. Þessu blanda ég öllu vel saman og úr verður Ofurdrykkur sem Ofurdrykkjaprógramið reiknar út hvert næringargildið er.

Mig vantaði einfalt prógram til að reikna út næringargildi nokkurra fæðutegunda sem ég blanda saman í eina ofurfæðu

Þægilegt, notadrjúgt og ekki síður skemmtilegt prógram sem ætti að fást í öllum helstu efnalaugum. Annars vísa ég til meðfylgjandi skjals sem skýrir þetta betur út. Endilega halið þessu skjali niður og notið að vild. Munið bara að þakka Árna fyrir næst þegar þið rekist á hann.

-Ofurgísli

SækjaOfurdrykkjaprogramOfurgisla –

 

IMG_0792
Árni talnaspekingur

 

 

Tags from the story