Haustið að hellast yfir okkur og þá eru krakkarnir í Perform í banastuði. Núna er í gangi svokölluð ‘Back To School’ vika þar sem allar vörur eru á 25% afslætti. Af því tilefni hefur ykkar maður í samstarfi við Perform.is sett saman ofurpakka sem samanstendur af fjórum fæðubótarefnum sem ég nota mest og gæti ekki verið án. Pakkinn er á algjöru ofurtilboði út þessa viku í verslun Perform og netverslun www.Perform.is – tékkið á þessu! En hvað er svona frábært við þennan pakka og afhverju þessi fæðubótarefni? -Jú krakkar mínir, Ofurgísli útskýrir það allt saman hér í framhaldinu. Komiði með mér.
– OFURGÍSLA PAKKINN –
1. N.O.-Xplode
Ofurgísli hefur ekki fundið betra Pre Workout þrátt fyrir að hafa prófað margar tegundir. Þetta ræsir kerfið á met tíma og gefur aukið blóðflæði. Það jafnast ekkert á við gott blóðflæði á æfingu – meira pump, meiri sviti og meiri keyrsla!
- OG tips: Til að fá ofurpump er klókt að henda einni skeið af AAKG-Arginine útí blönduna.
2. Whey Prótein – GOLD STANDARD frá ON
Ofurgísli hefur notað þetta prótein daglega í mörg ár. Gæðaprótein sem gefur og gefur. Hentar vel út í hafragrautinn, sem millimál og eftir æfingar. Bragðgott með eindæmum – Peanut Butter er uppáhalds akkúrat núna.
OG borðar sama morgunmatinn alla morgna og er ekkert sem bendir til að það sé að breytast. Haframjöl, 2 skeiðar GOLD STANDARD whey prótein og vatn. Svo má alltaf bæta fræjum, kornum, ávöxtum og kanil út í grautinn til að hressa hann við. Þetta er einfaldasta uppskriftin að árangri sem vitað er um. Hér má svo lesa stutta en hnitmiðaða grein eftir mig um þennan graut sem ég stundum kalla “hafrasúpu”.
HAFRASÚPA OFURGÍSLA
WHEY PRÓTEIN NOTAÐ TIL AÐ BÚA TIL WHITE CHOCOLATE PRÓTEIN HNETUSMJÖR
3. AMINO.X – BCAA amínósýrur
Ofurgísli verður alltaf að eiga Amino.X uppí skáp og í æfingatöskunni. Amino.X er BCAA amínósýrur sem hjálpa við að byggja upp vöðva og flýta fyrir endurheimt (recovery). Það er ekki koffín í Amino X og því hentar það allan sólarhringinn. Það eru heldur engar hitaeiningar í Amino X. Svo er Amino.X bara ofurferskt og bragðgott!
- OG tips: Það er gott að fá sér AminoX þegar þörfin til að narta gerir vart við sig á kvöldin enda ekkert koffín í því. Það slekkur á nartþörfinni hjá mér að fá mér stórt glas af köldu vatni með Amino.X og um leið er ég að auka vatnsdrykkjuna. Win-Win.
- OG fær sér alltaf Green Apple bragðtegundina.
4. Cassein Prótein – GOLD STANDARD
Það verða allir að eiga dúnk af Cassein próteini inní skáp. Mágkona þín líka og kviðmágur þinn lika. Cassein próteinið fer hægar í gegnum kerfið en whey próteinið og er sérstaklega hugsað á kvöldin og fyrir svefninn. Stundum er Cassein prótein kallað “næturpróteinið”. Cassein prótein er mun þykkara en whey prótein og hentar vel að baka úr því, gera próteinpönnukökur, kaldan búðing eða ís. Endalausir möguleikar – bara googla og gera.
Ofurgísli lumar á mjög óleynilegri, ónákvæmri og einfaldri uppskrift af ofurhollum próteinpönnsum sem er gott að borða sem morgunmat eða millimál:
- Dass af eggjum
- Dass af hveitikími (ekki hveiti og ekki hveitiklíð)
- Góð skeið af cassein próteini
- Dass af kanil
- Skvetta af vatni
- ½ banani, ef hann er til (ekki nauðsynlegt)
Til að gera þetta einsog maður er gott að smyrja nettu lagi af hnetusmjöri á pönnsurnar og borða þær einsog kóngur/drottning.
Það er líka hægt að gera trylltar próteinvöfflur úr Cassein próteini – Próteinvöfflur með jarðaberjarjóma
Reykjavík, 7. september 2018
-Ofurgísli, maður fólskins