OFURGÍSLI DOTTAÐI AÐEINS – HANN ER VAKNAÐUR

Það getur verið gott að blunda og taka því rólega. Ykkar maður kann hins vegar best við sig í geðveikinni – þar sem hlutirnir raunverulega gerast. Eftir töluverðar fyrirspurnir, ítrekanir á þeim og athugasemdir ætlar Ofurgísli að halda áfram að breiða út boðskapinn á alnetinu. Það virðist ekki veita af núna á þessum síðustu og verstu tímum þar sem hlutirnir eru hættir að snúast um aðalatriðin og allt sem ekki skiptir máli flæðir yfir allt og alla.

Við erum saman í þessu – saman í baráttunni. Hlakka til að vera með ykkur.

– Maður fólksins kominn á ról –