Það hafa verið svakalega annasamir dagar hjá Ofurgísla undanfarið og nóg um að vera. Æfingar og undirbúningur fyrir Evrópumótið hafa gengið einsog í fallegri biblíusögu. Allt á áætlun og formið aldrei verið betra. Stóra sviðið í Santa Susana á Spáni er því farið að kalla. Ofurgísli trítlar á sviðið föstudaginn 15. maí og verður þar í stútmössuðum -90 kg. flokki. Þetta verður algjört dúndur og Ofurgísli ætlar að vera í bananastuði á sviðinu. Ég læt nokkrar myndir fylgja með sem tekna hafa verið undanfarna daga. Þangað til næst – og munið að hugsa vel um Gluteusinn á ykkur krakkar mínir. Það er svo mikilvægt.
-Reykjavík, 9. maí 2015
Ofurgísli, maður fólksins og glútsins.
Ofurgísli henti í eina létta side-chest pósu þegar hann tók æfingu með stórvini sínum, Kristjáni Kroyer!Ofurgé-ið kom við í Perform og náði sér í það allra mikilvægasta. BCAA og nýja Pre-Workoutið frá GOLD STANDARDOfurgísli kom við í Under Armour og náði sér í nýja tösku fyrir Evrópumótið. Siggi og hinir krakkarnir í Under Armour versluninni í Hafnarfirði vita hvað virkar. Geggjaðar vörur.Ofurgísli vill bara besta fiskinn – og mikið af honum. Þá er Hafið Fiskverslun rétti staðurinn til að kíkja á.Þessar vörur frá Hair Bond eru magnaðar. Þessi guli shaper er geggjaður og hann er í alvörunni með karamellu lykt! Magnaður fjandi.Amino Collagenið frá Ankra er eitthvað sem allir ættu að kynna sér – bæði strákar og stelpur, já og konur og kallar. Þetta gerir liðamót, húð og almenna líðan svo miklu betri.Ofurgísli og Haffi The Mountain á æfingu í World Class Laugum um helgina. Það er hálf ógnvekjandi og magnað að sjá þennan mann. Hann er jafn ljúfur og hann er hrikalegur.