Ofurgísli Íslandsmeistari 2015

Þetta gekk vel – það er staðreynd!

Ofurgísli kláraði verkefnið og hélt bikarnum heima. Tvöfaldur Íslandsmeistaratitill er staðreynd, í +85 kg. flokki og í heildarkeppni í vaxtarræktinni. Ég hef núna tekið þessa titla tvö ár í röð. “It´s a fact” – einsog einn góður sagði!

Íslandsmót IFBB í vaxtarrækt 2015

Undirbúningurinn fyrir mótið var allan tímann mjög ljúfur, skemmtilegur og samkvæmt áætlun. Hvergi var hvikað frá settu plani og voru engar óvæntar uppákomur. Í raun líður mér rosalega vel í undirbúningi fyrir mót og er sjaldan orkumeiri en akkúrat þá. Ég fæ líka að sinna áhugamálinu af fullum þunga og læt ekkert trufla mig í því. Ég fékk reyndar ótal spurningar – og oftar fullyrðingar – um að nú hlyti ég að vera þreyttur, svangur og pirraður útaf því ég væri að undirbúa mig fyrir mót. Svona spurningar og áreiti fylgir þessu ferli og tækla ég það með vinstri og lokuðum augum. Það er samt alveg ljóst að undirbúningurinn var auðvitað mjög krefjandi – einsog hann á að vera. Þetta ferli væri ekkert gaman ef það væri jafn sjálfsagt og að fara í sömu gömlu vinnuna á hverjum degi og setjast þar í sama gamla jaskaða stólinn og stara þar á sama gamla tölvuskjáinn. Þá myndi ég ekkert nenna að standa í þessu enda lítil áskorun þá fólgin í verkefninu. 

Íslandsmót IFBB í vaxtarrækt 2015

17034690665_ec0beb71df_o (1)

Keppnin sjálf var hrikalega skemmtileg. Það er fátt sem jafnast á við að vera á lendaskýlunni einni fata á sviðinu eftir allan undirbúninginn. Algjör adrenalín-bomba. Stemmningin í salnum var mögnuð og stuðningurinn klikkaður. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir það og þakklátur fyrir þá sem komu sérstaklega til að styðja Ofurgíslann sinn. Andrúmsloftið baksviðs er líka alltaf mjög skemmtilegt. Nett rafmagnað. Þakka ég strákunum fyrir góðan tíma þar, Gunni The Cat og Óli Þór veittu mér góða nærveru og félagsskap.

Við vorum þrír í +85 kg. flokknum – en þetta voru alvöru kallar, Gunni “Flugdreki” Ársæls og Spánverjinn “Big” Imad. Þetta var því hörkubarátta frá upphafi til enda. Það gerir sigurinn auðvitað vel kremaðan, stökkan og hunangssætan. Í heildarkeppninni voru það síðan unglingurinn Ómar Smári Óttarsson, Sigurkarl Aðalsteinsson í +40 ára, David Alexander í -85 kg. og Ofurgíslinn sem börðust á sviðinu. Sem fyrr segir endaði þetta allt með sigri Ofurgísla.

Íslandsmót IFBB í vaxtarrækt 2015
Gunni Flugdreki – Ofurgísli – Big Imad

Auðvitað er ég mjög sáttur og stoltur af sjálfum mér – á svona stundum á maður að vera það. Setja kassann út og auðmjúkur njóta árangur erfiðisins. Það eru samt margir sem hér hafa komið að máli og stutt Ofurgíslann sinn. Þessir aðilar eiga mjög mikið í þessum titli og er ég þeim endalaust þakklátur. Stuðningur er mér gríðarlega mikilvægur og er ég mjög þakklátur fyrir hann. Hann gerir mér kleift að stunda sportið allt árið um kring af fullum krafti með góðum árangri. 

Íslandsmót IFBB í vaxtarrækt 2015
Ofurgísli að taka dolluna fyrir sigur í -85 kg. vaxtarræktarflokkinum.

Fyrst vill ég nefna hörkutólið, elskuna mína og ástina Helen Halldórsdóttur. Hún hefur sjálf tekið þátt í niðurskurðinum allan tímann og aldrei verið í betra formi – stórglæsileg daman og er ég ótrúlega stoltur af minni konu. Það geislar af henni. Ofurhellan mín mætti á allar morgunæfingar með mér, tók fullan þátt í ströngu mataræði og hefur alltaf sýnt mikla hluttekningu skilning þegar Ofurgíslinn er að undirbúa sig fyrir keppni. Hún á jafn mikið, ef ekki meira, í þessum árangri og ég – ég elska þig Ofurhella mín.

10987479_10205591768946381_6184395854477740953_n
Ofurgísli náði aðeins meira tani en geislandi Ofurhella
IMG_2565
Hið þróttmikla þríeyki – Þrumuásta, Ofurhella og Ofurgísli.

Vinir mínir, þjálfarar og sérlegir ráðgjafar þeir Magnús Samúelsson og Björgvin Unnar Ólafsson – ég elska ykkur líka. Þessir strákar hafa verið einsog tveir klettar – jafnvel fjöll – og eru miklir fagmenn sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að segja. Ég hef getað treyst þeim fullkomlega í einu og öllu varðandi mataræði og æfingar. Það er gott að hafa svona með sér í liði. Maggi Sam er auðvitað með sína fjar- og keppnisþjálfun sem ég get hiklaust mælt með. 

IMG_2559
Vinur minn og þjálfari, Maggi Sam

Þá hefur Konráð Valur Gíslason hjá Iceland Fitness verið mér rosalega hjálpsamur og mikilvægur. Hann hefur séð um allar mælingar á mér og veitt mér góðar ráðleggingar nú sem fyrr. Það er frábært að geta leitað til hans enda gríðarlega reynslumikill og virðist hafa ráð undir hverju einasta rifi. Ég held að allir viti um gæði, þekkingu og fagmennsku Konna sem þjálfara og er óþarft að eyða frekari orðum í það hér. Kann ég Konna miklar þakkir fyrir hans aðkomu að málinu og óska honum til hamingju með árangur hans á mótinu, en hann átti marga keppendur þarna sem gerðu gott mót.

bbover85_12_20150402_1020006738

Krakkarnir í Perform í Kópavogi hafa verið með ólíkindum hjálpleg. Ég er sannfærður um að besta þjónustan sé þar og bestu fæðubótarefnin – ON og BSN. Perform.is á því stóran þátt í þessu öllu og er ómetanlegt að hafa þennan bakstuðning. Ég er duglegur að taka BCAA amínósýrurnar mínar, Glútamínið og próteinið mitt í niðurskurðinum.

Mig langar líka að minnast á vinnuveitanda minn, Vátryggingafélag Íslands hf., í þessu samhengi. Svona keppnir geta auðvitað haft áhrif á hinn vinnandi mann svona þegar líða fer á undirbúninginn enda í mörg horn að líta þegar keppnin nálgast. Ég er afar þakklátur fyrir sýndan skilning og veittan stuðning VÍS í þessu ferli.

Íslandsmót IFBB í vaxtarrækt 2015
Big Imad og Ofurgísli í Side Chest

bbover85_7_20150402_1806830316

16847079160_39b227230f_o (1)

Veitingastaðurinn 73 hefur hjálpað mér að keyra inn góðar og vel þegnar hitaeiningar. Þarna eru klárlega bestu börgerar landsins og þeir stærstu. Það verða allir að prófa Epic Upper Class börgerinn – 300 gr. skrímsli sem öskrar á mann.

IMG_2651
Ofurgísli skellti sér á æfingu í nýju Under Armour skónum sínum og Flex bolnum

Um helgar hefur Jói Fel, besti kokkur og bakari landsins, séð til þess að Ofurgísli fái alvöru brauðmeti. 

Guðmundur Birkir hjá Kírópraktorstofu Íslands og Einar Carl Axelsson ofurnuddari hafa séð til þess að ég sé mjúkur einsog skríðandi skröltormur á æfingum. Er alltaf einsog nýr í skrokknum eftir þá – þvílíkur munur.  

Íslandsmót IFBB í vaxtarrækt 2015

Under Armour fataði mig upp og sá til þess að ég væri flottur á æfingum – er ég þeim virkilega þakklátur. Geggjuð föt og skór þarna. Heljarins metnaður í þeim og úrvalið í Hafnarfirðinum virkilega gott. Bláu skórnir á myndinni hérna fyrir neðan koma beint úr versluninni þeirra. Þeir eru léttari en tómur plastpoki og þægilegri en kasmírullartrefillinn hans afa. 

Flex Fitness hefur líka séð mér fyrir fatnaði, ströppum og vafningum. Ekki bara flottar vörur heldur sterkar og endingargóðar líka. Nýju bolirnir koma vel út og eru helsvalir.

IMG_2641
Ofurgísli vel fataður á æfingu – í Under Armour skónum sínum og nýjum Flex bol. Bakið kemur vel út í þessum bol og vængirnar fá fulla öndun. Buxur og skart eru í einkaeign (setningin var fengin lánuð frá Ungfrú Ísland keppni árið 2002).

Þetta smooth base-tan kom auðvitað frá Sólbaðstofunni Smart og þessi gríðarlega vel heppnaði keppnisliturinn var frá Jan TanaÍ öllum niðurskurðinum hef ég svo notað Feel Iceland Amino Collagen frá Ankra – elska þetta efni, sbr. fyrri umfjöllun HÉR.

IMG_7786
Ofurgísli nýdottinn úr brúnkusprautun. Liturinn var óaðfinnanlegur og kom vel út á sviðinu.
IMG_2638
Ofurgísli að kreista haminn og glútinn.

Innilega þakkir fær World Class Iceland og allt starfsfólkið þar. Þetta er klárlega albesta æfingastöðin og Spa-ið í Laugum er yndislegt. Það er magnað hve vel er að málum staðið hjá World Class og nefni ég sem dæmi að hreinlætið er alltaf til fyrirmyndar þarna. Veitingastaðurinn í Laugum er með frábæran mat á góðu verði og svo verður ekki tekið af þeim að tæki og tól eru endurnýjuð mjög reglulega. Þessir hlutir eru ekki sjálfgefnir og gerir þessa æfingastöð að þeirri langbestu á landinu og þótt víðar væri leitað!

Þá hefur Sverrir Diego, sem er nýkominn á Kompaníið, séð til þess að hárið líti flekklaust út. Mæli með þessum dreng. Er alltaf einsog nýsleginn túskildingur eftir heimsókn til hans.

Að lokum langar mig að þakka öllum þeim sem komu í gær og studdu mig – það var ómetanlegt að heyra í ykkur úr salnum. Þið vitið hver þið eruð og þá sérstaklega mamma og pabbi sem gerðu sér ferð í stórborgina til að styðja litla strákinn sinn.

IMG_2722
Ofurgísli með Ofurföður
IMG_2489
Mynd tekin af pósunámskeiði Iceland Fitness viku fyrir mót
bboverall_8_20150403_1476316304
Overall strákarnir í PoseDown
IMG_2515
Übermamma með litla stráknum sínum fyrir utan keppnisstað.
16412099474_04f9ef3abb_o (1)
Sáttur með Overall bikarinn
bbover85_6_20150402_2071479088
Strákarnir í Tricep pósunni – hún er í nokkru uppáhaldi hjá Ofurgíslanum
IMG_2718 (1)
Maggi Sam ánægður með Ofurgíslann sinn eftir mót
16846815088_0ab31c2f7e_o (1)
Ofurgísli hefur unnið vel í core-inu og hefur bætt það mikið
IMG_2518
Alexander Aron hjálpaði Ofurgísla með rútínuna og er hann þakklátur fyrir það. Alexander gleymdi að setja á sig tan og mæli ég með Brazilian Tan ef hann er í einhverjum vafa.

IMG_2565

IMG_2682
Ofurgísli rakst á SuperJules-inn sinn á æfingu. Við hentum í eina mynd í tilefni af því.
IMG_7740
Albesti stuðningurinn kom frá litlu frænku. Þessi baráttukveðja gaf helling!
Íslandsmót IFBB í vaxtarrækt 2015
Hrikalega skemmtileg mynd sem Gyða hjá Fitness.is tók af Ofurgísla og Big Imad

11079523_10153226047980948_3791729610179189542_o

IMG_7868
Ofurgísli henti í prótein-hafra pönnukökur eftir mót. Fjórar tegundir af smjöri – það mátti ekki minna vera.
IMG_2587
Ofurgísli hel-slakur í stofunni heima hjá sér. Það er hér sem hann hvílist, hugsar, framkvæmir og hugleiðir. Dýrin á veggnum veiddi hann öll sjálfur.

Reykjavík, 7. apríl 2015
-Ofurgísli, maður fólksins