Ofurgísli – maður fólksins!

Þetta skuggalega logo var að rúlla inní hús! Ofurgísli er hrikalega ánægður með útkomuna – er í skýjunum. Það eru strákarnir á markaðsstofunni HYPE sem eiga heiðurinn að þessu listaverki. Nánari tiltekið, Daníel Imsland, grafískur hönnuður sem lærði í Mílanó. Þetta eru sömu strákarnir og sjá um útlitið og hönnun á þessari heimasíðu sem þú ert núna að lesa. Allt sem þeir gera virðist heppnast með eindæmum vel og er gaman að rúlla í gegnum verkin þeirra. Endilega tékkið á því HÉR. Daníel heldur líka úti sinni eigin heimasíðu sem er ekki síður góð skemmtun að skoða sig í gegnum. Magnaður listamaður drengurinn.

11034231_854079121297063_8955255565046104273_n


Annað var það ekki í bili. Hugsið vel um gluteusinn ykkar og í guðanna bænum kíkið við hjá Gumma Kíró í Kópavoginum – það er ótrúlegt hvað þessir menn þarna eru fljótir að finna útúr hlutunum og fixa þá. Stór vandamál sem smá. Og einu get ég lofað – því fyrr því betra. 

Kírópraktorstofa-Íslands

-Ofurgísli, maður fólksins
Reykjavík, 17. mars 2015