Taflinu var heldur betur snúið við í gær þegar Ofurgísli var sjálfur tekinn í dúndurhressandi og skemmtilegt viðtal. Það er heimasíðan www.herratrend.is sem fékk að hlera Ofurgéið og er margt fróðlegt sem kemur fram í þessu viðtali. Hverjum hafði til dæmis dottið í hug að Ofurgísli væri bæði pabbi og afi?
Þá er í viðtalinu komið inná niðurskurðartímabilið, undirbúning fyrir mót og mataræðið á þessu tímabili. Hérna er brot úr viðtalinu, en annars hvet ég alla til að lesa þetta ágæta viðtal og fylgjast með strákunum á herratrend.is
Hvað hefurðu verið að taka langan tíma í niðurskurði og hvernig er mataræðið á þeim tíma?
Ég tek þessar 12 vikur í niðurskurð – alveg grjótharðar. Ég get verið agaður andskoti þegar svo ber undir. Sjálfsagi og þrjóska er mitt helsta vopn og nýtist vel í niðurskurðinum og í sportinu almennt. Mataræðið er grimmt en gott. Varðandi mataræðið í niðurskurði þá hef ég eitt að segja. Í nútímasamfélagi þar sem smjörið drýpur af hverju strái og skortur er óheyrður þá höfum við gott af því að neita okkur um hverskyns þær allsnægtir sem standa okkur til boða dagsdaglega. Fyrir vikið kann maður betur að meta allt það góða sem lífið hefur uppá að bjóða og tekur ekki öllu sem gefnum hlut. Þetta getur kallast að ögra sjálfum sér og það hafa allir gott af því að gera.
HÉR MÁ LESA VIÐTALIÐ Í HEILD SINNI