Ofurgísli opnar vopnabúrið sitt

“Og ertu bara að borða grænmeti og Hydroxycut?” -Þetta er ein af mörgum spurningum sem Ofurgísli fær þegar hann er í sínum niðurskurði.

Auðvitað er langur vegur frá því að grænmeti sé það eina á disknum hjá Ofurgéinu þegar hann dettur í notalegan niðurskurð. Í raun er fæðuúrvaliðvalið á matardisknum aldrei fjölbreyttara en í niðurskurði, en þá er hæfilegt magn nauðsynlegra orkugjafa í nokkuð réttum hlutföllum, þ.e. prótein, kolvetni og fita. Það er nefnilega alls ekki flókið dæmi að skera niður fitu, en það er ekki þar með sagt að það sé auðvelt. Í grunninn þarf bara aðeins að rótera í þessum orkugjöfum, mæta á æfingar og vera glaður.

Síðan eru til ótal mörg vopn í læstum vopnaskápnum þegar kemur að því að skafa fituna og koma sér í sumarformið, í jólakjólinn eða bara til að líta þokkalega út. Þetta er allt spurning um að velja réttu vopnin í bardagann. Það reynir enginn að veiða hreindýr með veiðistöng, skjóta rjúpu með vatnsbyssu eða kúga fé út úr forsætisráðherra með ransom-bréfi. Eða jú, annars – en það vita allir hvaða árangur það ber með sér. Það þarf að átta sig á eðli bardagans. Vopnin og verkfærin þurfa að vera í samræmi við það. Við skulum fara yfir fimm vopn og verkfæri sem hafa alltaf reynst Ofurgíslanum ykkar vel í niðurskurðarfasanum.

IMG_3508
Það skiptir öllu að vera glaður og brosa

I. Minnkaðu matarskammtana og veldu rétt

Flestir eru að borða of mikið – of stóra skammta – svo einfalt er það. Það getur oft verið erfitt að átta sig á skammtastærðinni með því að glápa á diskinn, þefa af matnum eða beita huglægu mati við réttu skammtastærðina hverju sinni. Það mat fer líka oft eftir því hvað er á disknum og hvert hungurstigið er. Það getur verið mjög árangursríkt að grípa í vigtina – allavega til að byrja með. Það kemur nefnilega á óvart hvað 2-300 grömm af fiski, kjöti eða kjúlla tekur í raun lítið pláss á matardisknum. Það er því mjög auðvelt að sópa alltof stórum skammti á diskinn – jafnvel í algjöru grandleysi og góðri trú.

Líkaminn er samviskulaus og oft afar erfiður í samningaviðræðum. Þess vegna er bara best að vera með honum í liði, vinna með honum og ekki vera í stríði við hann – enda tapast það stríð alltaf.

Það er svo auðvitað mikilvægt að velja rétt á diskinn. Oftast er það “common sense” hvað er hollt og hvað ekki – en stundum er óhollustan í matnum betur falin en fjármunir á Tortola eyjum. Hugsið þetta einfalt og ekki flækja hlutina að óþörfu.

IMG_8112
Ofnbakaður þorskhnakki, sætar kartöflur og grænmeti. Augljóslega hollur matur.
IMG_6766
Þessum finnst gott að borða – en þeir kunna líka vel við niðurskurðinn.

II. Ofurgísli æfir á morgnana – á fastandi maga

Jú, það er víst hægt að æfa á fastandi og það gerir þér ekkert slæmt – Þetta er í alvörunni allt spurning um hugarfar! Það er búið að telja okkur trú um að það sé ekki hægt að æfa á fastandi, að við höfum ekki orku til að æfa á fastandi og að æfingin verði svo léleg að það sé alveg eins hægt að sleppa því að mæta. Þessum boðorðum er troðið uppí gúllann á fólki og það kokgleypir þau. Margir sem prófa að æfa á fastandi eru löngu búnir að ákveða að það sé ekki hægt – og gefast fljótt upp. Mögulega vilja svo einhverjir trúa því að það sé ekki hægt að æfa á fastandi einfaldlega af því að þeir nenna ekki að vakna snemma og taka æfingu – en hvað veit Ofurgísli um það?

Það vissulega hentar kannski ekki öllum að æfa á fastandi á morgnanna – en hey, gefið því góðan séns og þið sjáið árangur. Það tekur oftast um 2-3 vikur að koma því í góða rútínu að mæta á morgunæfingar. Það skal taka með í reikninginn að þeir sem tóra í þessar vikur verða oft háðir því að mæta á morgnanna – ekki byrja ef þú vilt ekki verða háður morgunæfingum.

IMG_9187
Fyrir morgunæfingar fær Ofurgísli sér Amino Collagen með smá Amino Energy útí – BCAA – kreatín – glútamín og fjölvítamín.

Á morgunæfingum fer Ofurgísli á stigvélina, tekur kálfa og magaæfingar. Morgnarnir nýtast líka vel til að teygja, rúlla og vinna í þessu litlu hlutum sem eiga það til að gleymast. Orkan er ekki minni á morgnanna en síðdegis – af einhverjum ástæðum er hún einfaldlega bara meiri á morgnana. Fyrir morgunbrennsluna er gott að fá sér fjölvítamín, kaffi, amínósýrur, glútamín, kreatín, BCAA og Amino Collagen.

IMG_8145
Maturinn klár fyrir morgundaginn – allt vigtað og klárt í þar-til-gerðum nestis döllum.

III. Kolvetnin á kvöldin

Ofurgísli takmarkar öll kolvetni á kvöldin þegar hann er í niðurskurðarfasanum eða vill skera af sér eitthvað aukalega. Sumir miða við að engin kolvetni fari inn eftir klukkan 20:00 – það er gott og blessað. Góð leið til að takmarka kolvetni á kvöldin er að fara snemma að sofa. Það er þekkt stærð að þegar líða fer á kvöldið með tilheyrandi sjónvarpsglápi eykst löngunin til að narta, borða og smjatta. Fæstir eru þá að fara kokka einhvern kolvetnaskertan og hitaeiningasnauðan baunabréfpoka úr nýjustu heilsuréttarbók Sollu gráu. Nei, flestir enda þá í einhverri þéttskipaðri hitaeininga- og kolvetnasprengju. Skiljanlega, enda er það miklu betra en baunabréfpokinn hennar Sollu.

Það kemur nefnilega á óvart hvað 2-300 grömm af fiski, kjöti eða kjúlla tekur í raun lítið pláss á matardisknum og þess vegna auðvelt sópa miklu stærri skömmtum á diskinn – jafnvel í algjöru grandleysi og góðri trú.

IMG_8348
Ofurgéið tekur alltaf pósur í lok morgunæfingar – ber að ofan

Fyrir svefninn er gott að fá sér Cassein prótein. Ofurgísli lætur aðeins Gold Standard Cassein-ið frá Optimum Nutrition ofan í sig. Ofurgísli fær ekki nóg af því að gera sér ofureinfaldan Cassein búðing. Það eru ein til tvær skeiðar af Cassein-i í bolla og smá vatn eða mjólkurdreitil útí. Jafnvel dass af eggjahvítum með og hræra saman í búðing. Það skemmir ekki að leyfa þessu að standa í ísskáp í einhverjar mínútur. Þetta er einsog góður súkkulaðibúðingur, nema þegar óvart er keypt Cassein með bananabragði, en þá bragðast þetta einsog bananabúðingur – það þekkir Ofurgéið. Cassein prótein er hægmeltandi prótein. Líkaminn er því lengur að vinna úr því. Það eru góðar fréttir svona fyrir svefninn því þá hefur líkaminn eitthvað að gera á meðan þú ert sofandi. Margir vilja meina að það auki brennsluna frekar yfir nóttina.

Sjá hérna líka: https://ofurgisli.is/kvoldsnarlid

IMG_8990
Ofurgísli fangaði þarna Whey Prótein með White Chocolate bragði í Perform í Kópavogi. Það toppar ekkert vörurnar í Kópavoginum.
11156179_10152915603152972_6374489724927880026_n
Besta próteinið fæst í Perform í Kópavoginum

IV. Skipulag

Skipulagið skiptir hér mestu máli. Það er ekki nóg að eiga sætar kartöflur, kjúklingabringur og salat inní ísskáp – það þarf að elda þetta og gera klárt svo hægt sé að smjatta á því. Sama á við um æfingafötin. Sixpackið lætur ekkert frekar sjá sig þótt nýjasta Under Armour dressið sé lokað inní skáp. Undirbúið ykkur kvöldið áður. Preppið matinn og gerið hann klárann – kvöldið áður. Setjið í töskuna og gerið hana klára – allt kvöldið áður. Skipulagið er svo gríðarlega mikilvægt að hægt væri að setja í langan pistil bara um það. Þetta er samt svo ofureinfalt. Undirbúið ykkur – kvöldið áður. Ekkert skipulag – ekkert sixpack (e. if you fail to prepare you prepare to fail).

IMG_7577
Skipulagið er mikilvægt.
IMG_8819
Þessi glæsilega Under Armour æfingataska hefur augljóslega verið gerð klár daginn áður – það sést bara á holningunni.
10464220_305840562917796_1804756592677773230_n
Ef matarskipulagið klúðrast alveg er gott að vita af stöðum einsog Fresco.

V. Sjálfsagi & heiðarleiki

Staðfesta og sjálfsagi er lykillinn að vopnabúrinu. Það gerist voðalega lítið ef svindlið í mataræðinu er orðið álíka mikið og í prófum hjá nemendum Verzlunarskóla Íslands. Ofurgísli svindlar ekki – aldrei. Ef Ofurgísli borðar óhollt í niðurskurði er það partur af prógraminu enda gott að hleypa smá óhollustu í kerfið þegar það á við – það er ekki svindl. Það er partur af prógraminu. Þegar löngunin í pizzuna, börgerinn eða kökuna hellist yfir er oft gott að minna sig á að vissulega væri gott að fá sér – en það er líka bara rétt á meðan á því stendur. Það nær ekki lengra en það. Útlendingurinn hefur orðað þetta svona “nothing tastes as good as fit feels.”

Já og eitt að lokum, líkamanum er skítsama þótt huganum finnist hann eiga skilið óhollustu. Líkaminn gefur engan afslátt af sixpackinu þótt það sé sumardagurinn fyrsti og IKEA sé að bjóða fríar pylsur ásamt kóki eða þótt einhver komi með djúsí afmælisköku í vinnuna. Líkaminn ákveður ekkert að sleppa því að telja hitaeiningarnar þótt þér finnist þú eiga stóran bjór skilið fyrir að gera við dyrabjölluna heima hjá þér. Líkaminn hlustar því ekkert á einhverjar réttlætingar og sjálfsblekkingar. Líkaminn er samviskulaus og oft afar erfiður í samningaviðræðum. Þess vegna er bara best að vera með honum í liði, vinna með honum og ekki vera í stríði við hann – enda tapast það stríð alltaf.

IMG_8109
Boxin þéttskipuð af fiski.
IMG_2655
Það hefði þurft að henda einni umferð af brúnku í viðbót á strákinn. Þetta er engin helvítis brúnka.

Reykjavík, 23. júní 2015
-Ofurgísli,  ykkar maður – maður fólksins.

10538604_680937885294906_4838763114862396170_n

ifitness