Ofurgíslinn ríður ekki við einteyming þegar kemur að sportinu einsog sjá mátti síðustu helgi. Þar steig maður fólksins létt og dúnamjúk skref í Boganum á Akureyri á Fótboltamóti fjármálafyrirtækja. Frammistaðan var slík að menn töluðu um að nú væri rétti tíminn til að hengja upp keppnisskýluna og draga fram gömlu leðurtakkaskóna fram á ný. Sjálfur ætla ég ekki að dæma um það en verð vissulega klár með fyrirliðabandið þegar Pepsideildarliðin fara að gera hosur sínar grænar með vorinu.
Það var stór og glæsilegur hópur sem kom frá VÍS til að spila á mótinu. Tvö karlalið og eitt kvennalið. Ofurgísli var sjálfskipaður DALAI LAMA hópsins og lagði mikið uppúr því að hópurinn væri vel rúllaður og teygður þannig að hann minnti helst á íslenskt smjör við stofuhita.
Ferðin var í alla staði mögnuð og minnti á gömlu góðu pollamótin hérna áður fyrr. Félagi Anton var til dæmis mjög spenntur að fá grillaða samloku og svala á mótsstað, ég spilaði í gamla Sindrabúningnum mínum og svo hreinlega urlaðist allt liðið okkar við dómarann í einum leiknum – allt einsog það á að vera. Loks skal þess getið að Ofurgíslinn setti tvö mörk, en var að öðru leyti sterkur andlegur leiðtogi liðsins – aðallega á hliðarlínunni.
Gunni bomba og Óttar að gera sig klára í stríðiðNjálsson og Ofurgísli mættir á mótsstaðOfurgéið lét sig vaða í hvern einasta bolta, hverja einustu tæklingu og hvern einasta mann. Ofurgísli er jú maður fólksins.Arnar Crossfit meistari, Snorri karlmaður og Þórarinn Norðfirðingur gíraðir í þetta.– NÝTT AMINO ENERGY Í PERFORM –Anton the Stallion, Cuz J og Ofurgísli búnir að hita upp.VÍS var að sjálfsögðu með grjóthart dömulið líka.
Gluteus Maximus fékk að koma með Ofurgéinu til Akureyrar.Allur hópurinn. Fegurðin gríðarleg, einsog sjá má.
Ofurgísli andlegur leiðtogi á hliðarlínunni.Pets & Óttar vita að umhyggjan skiptir máli – aðallega utanvallar.Ottarius og Ofurgéið í góðri slökun á milli leikja.Frændi og Gunni Da Bomb! Bomban átti mark mótsins – einskonar Neymar mark sem seint verður toppað. Spyrjið hann útí markið og þið fáið nánari lýsingu.Tveir miklir meistarar. Nafni minn, Gísli Níls og Þórir tryggingarstærðfræðiséní og bjóráhugamaður mikill.Jói Fel veit að bolludagurinn nálgastEinar Njálsson að rúlla gluteus maximus – hann veit nauðsyn þess fyrir almenna heilbrigði og svo átök einsog áttu sér stað í Boganum.Hér er annar maður að rúlla og gera allt klárt – Ólafur Lúther, lögmaður á skrifstofu forstjóra. Menn segja að Óli hafi verið mjúkur einsog íslenskt smjör við stofuhita allt mótið.
Að endingu er hér mynd af sushi pizzunni á Rub23. Hún stóðst allar væntingar og gott betur. Hnossgæti.
Reykjavík, 4. febrúar 2016.
-Ofurgísli, maður fólksins.