Það hefur verið róleg tíðin hérna á heimasíðunni hjá Ofurgíslanum. Það er ekki sömu sögu að segja um leik hans og starf – það hefur verið brjálað að gera á öllum vígstöðum. Þannig kann Ofurgíslinn bezt við sig. Fjarþjálfunin er kominn á fullt skrið og nú fer heimasíðan að rúlla hraðar en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma fer Ofurgéið fullur af orku og áhuga í æfingasalinn þar sem átökin eru rúmlega ruddaleg – það eru bætingar, breytingar og berseksgangur framundan. Andinn er gríðarlegur, æfingagleðin algjör og útlitið aldrei verið bjartara. Það má segja að Ofurgíslinn hafi aldrei verið betri! Núna er um að gera að lifa lífinu svolítið hressilega og gera það sem gleður líf, sál og hjartað – því öll deyjum við en mörg okkar lifa ekki lífinu!








Reykjavík, 27. maí 2015
-Ofurgísli, maður fólksins