Ofurgrjótuð myndataka – Behind the scenes –

Það gerði góðan dag þegar Ofurgísli- og hella duttu í myndatöku hjá Hallmari ljósmyndara. Af sinni alkunnu snilld skaut Hallmar hverja myndina af fætur annarri, rétt einsog íslensk rjúpnaskytta fyrir – og jafnvel eftir jól. Síðuhaldara hafa borist nokkrar myndir frá þessum algóða ljósmyndara og eru þær að finna hér að neðan. Aðallega eru þetta þó “behind-the-scenes” myndir einsog sjá má.

Hallmar er orðinn einn alvinsælasti fitness- og vaxtarræktarljósmyndari landsins – ekki að ástæðulausu. Ótrúlegur fagmaður sem hefur góða tilfinningu fyrir því sem hann er að gera enda sjálfur á kafi í sportinu. Hallmar er að auki hlaðinn öllum þeim ljósmyndabúnaði  sem þarf til að ná bestu gæðunum og lýsingunni. Loks er okkar maður alltaf helköttaður og er æðaberasti maður í heimi. 

– Hér má finna heimasíðuna hjá Hallmari –

Án efa eru allir að velta fyrir sér hvar Ofurgísli fékk þessa geggjuðu bláu UA skó sem hann er í – en þeir fást auðvitað í Altís/Under Armour í Hafnarfirðinum. Þetta eru klárlega bestu æfingaskór sem ég hef átt – þeir eru bæði léttari en fylgiblað Fréttablaðsins um útfaraþjónustur og mýkri en kínversk baðmull. Í verslun Under Armour í Hafnarfirðingum er nefnilega að finna gríðarlegt úrval af skóm, fatnaði og öðrum aukahlutum – sérstaklega eftir að versluninni var breytt. Hrikalega gaman að detta þarna inn og gera vel við sig.

Við vorum bæði með tanið frá Brazilian Tan sem kom ótrúlega vel út. Það er skíteinfalt að bera það á sig, tekur enga stund og alveg svínvirkar.

11096879_10153136210061136_505576406_n
Ofurgísli hendir sér á kalt gólfið – rétt til að koma sér í gírinn.
IMG_7824
Upphitun eða forleikur

Brasilan Tan er algjör snilld - líka fyrir okkur strákana

IMG_5994
Hallmar skýtur á Ofurgísla

10974530_1040854915930950_2259445960786897164_o (1)

11145920_10206143019114184_1661626355_n
Glæsileg, seiðandi og þokkafull Ofurhella – Mynd eftir Hallmar
11128964_10153136210051136_57533230_n
Helen kann að sýna það sem hún hefur

11150538_10152878687527972_3774583587550401849_n  576756_448430058504252_1235983233_n

11115887_10206143018914179_2000453180_n
Ofurgísli í róðrinum – Mynd eftir Hallmar

hafid_logo1

11117461_10153136210136136_561402795_n
Hrikalega ánægður með umhverfið og hráu stemmninguna á svæðinu.
IMG_5997
Þrumuásta var Ofurhella innan handar í tökunni sem kom sér vel
11130493_10153136209991136_320039226_n
Dúndur form á stelpunni minni.

Fjarthalfun

11160303_10206143018954180_1329733948_n
Einbeittur Ofurgísli – Mynd eftir Hallmar

10-tima-30-daga-ljosakort-hja-solba-stofunni-smart-i-glaesilegu-stofu-a

11125874_10206067245139882_1560354001_o
Flex bolirnir fara Ofurgísla með eindæmum vel – Mynd eftir Hallmar

73

IMG_2559
Maggi Sam ánægður með sinn mann og setur hann í fyrsta sætið.
IMG_7822
Hella mín gaf sér tíma í eitt Snapchat á milli taka

 

DIMMS

Kírópraktorstofa-Íslands

1394250_605368569501454_35601072_n

WCspa

Reykjavík, 20. apríl 2015
-Ofurgísli, maður fólksins