Svona er jólin hjá Ofurgísla

Ofurgísli vill óska öllum gleðilegrar jólahátíðar. Sérstakar jólakveðjur fær allt líkamsræktarfólk, lesendur síðunnar og þeir sem hafa birst hafa í færslum hennar. 

Styrktaraðilar mínir, ég elska ykkur.

Ég tók ektakvinnu mína með heim til Hornafjarðar um jólin þar sem við höfum verið í góðu yfirlæti í foreldrahúsum. Mamma heldur ennþá að ég sé 12 ára strákur sem kann ekki að elda, strauja, brjóta saman þvott eða hella mjólk í glas. Um þessa hluti og aðra sambærilega sér því hún móðir mín alfarið um. Helen vill hinsvegar meina að ég breytist í 12 ára strák þegar ég kem hingað heim. Hvort sem það er þá er hvergi betra að vera en hér á jólunum. Hérna fullhleð ég batterýin fyrir komandi átök og tek ákvarðanir um næstu stóru skrefin í lífinu, t.d. hvort ég eigi að fá mér súkkulaðiköku eða ekki. Orkan frá fjöllunum hér í kring hjálpar mér að taka slíkar ákvarðanir. Já, og ég ákvað að fá mér súkkulaðiköku.

Varðandi mataræðið og æfingar um jólin þá nenni ég ekki að skrifa neitt um það. Ef einhver hefur ekki verið duglegur að æfa eða lélegur í mataræðinu fram að jólum er alveg pottþétt að hann er ekki að æfa eða borða rétt um jólin. Sá sem hefur verið duglegur að æfa og verið samviskusamur í mataræðinu fram að jólum ætti bara að leyfa sér allt um jólin – ef hann yfir höfuð vill það. Þetta eru nokkrir dagar og langflestir fá algjört nóg af þessum lifnaðarhætti eftir nokkra daga hvort sem er. Uppleggið hjá mér er að troða í mig þangað til ég fæ ógeð. Þá er svo gott að fara í grjótharða rútínu með öllu sem því fylgir.

Förum aðeins yfir þetta í myndum.

IMG_1813
Tekið í hádeginu á Þorláksmessu. Lyktin var yndisleg
IMG_2101
Mamma og pabbi eru metnaðarfull í jólaskreytingum.
IMG_1751
Hella mín að tosa í litla manninn
IMG_1928
Ofurgísli og Ofurhella á aðfangadag
IMG_1615
Jólahúsið
IMG_1832
Rjúpurnar bara að slaka á í heita pottinum
IMG_1878
Humar í forrétt
IMG_1916
Undirritaður þarf jafnan að skera kjötið
IMG_1918
Bíbí þreyttur. Bíbi sofandi.
IMG_1742
Mamma er fanatískur hnotubrjótasafnari
IMG_1871
Með smá pásu þá lauk pakkaopnun klukkan 01:30 um nóttina (án djóks)
IMG_1922
Stígur bróðir og Fríður mágkona sem eiga von á barni í janúar.
IMG_1881
Übermamma fékk Hello Kitty pakka frá vinkonu sinni. Gelgjur.
IMG_1931
Presturinn og mágkonan
IMG_1935
Pabbi á erfitt með að vera eðlilegur. Besta myndin sem ég náði af þeim þessi jólin.
IMG_1952
Fékk rauðar spandex í jólagjöf.
IMG_1973
Presturinn sér alltaf um að lesa á pakkana. Eftr margar pakkaopnanir sá vart högg á vatni.
IMG_1980
Fallegasti kvenmaður í heimi (ásamt móður minni).
IMG_1822
Flottasta jólatréð
IMG_2028
Hvað fékk ég ekki í jólagjöf eiginlega – fékk meira að segja tvær uglur!
IMG_1984
Þrumuástan sendi okkur jólakort og gaf okkur geggjaðan pakka.
IMG_6500
Ofurgísli tók æfingu með stórvini sínum Stjána Hauks.
IMG_6494
Stjáni hrikalegur og vel æðaður eftir gott sveltisett
IMG_5018-2
Óður til fjallaorkunnar
IMG_2062
Ofurgísli hefur gengið öll þessi fjöll. Djók – fjallgöngur eru leiðinlegar
IMG_1759
Ofurjólin
IMG_1904
Stígur fór yfir miðnæturmessupredikunina á milli rétta á aðfangadagskvöld.
IMG_5003-2
Það var fínt að láta stóra bró messa yfir sér á aðfangadagskvöld
IMG_2082
Útiæfingin
IMG_2083
Ofurgísli nýtir hvert tækifæri til æfinga.
IMG_2087
Ég fann merkilega vel fyrir aðdráttarafli jarðar þarna
IMG_2090
Ofurgísli og Übermamma.

10860260_10152941716646737_1423472194_o

-Ofurgísli, maður fólksins
Hornafjörður, 26. desember 2014