Í viðtalinu í Íslandi í dag kom fram að ég hlustaði bara á “kolsvart bófarapp” á góðri íslensku. Eftir það hef ég fengið margar spurningar hvaða tónlist og rapp ég sé með í hvítu Beatsunum mínum. Til að einfalda hlutina ætla ég að henda reglulega inn á síðuna hvaða tónlist er í eyrunum á Ofurgíslanum ykkar þegar hann er böllsveittur fyrir framan spegilinn í Laugum að pressa upp lóðin. Byrjum þetta á 15 laga lista sem samanstendur af eldri og nýrri tónlist sem hafa fengið að streymast í hvítu tólin á höfðinu. Persónulega finnst mér J Dilla tvíhöfðinn bestur á þessum lista. Það jafnast ekkert á við að dead-a hroðlega með þennan tvíhöfða í eyrunum. Schoolboy Q á samt tvö fáranleg lög þarna sem verður að minnast á.