Það voru líka svona hryssilega góð viðbrögð við fyrsta Ofurlistanum sem birist hérna á síðunni um daginn. Þetta steypusvarta og skítuga bófarapp er auðvitað ígildi tveggja – og jafnvel tylft – æfingafélaga. Ég hef fengið ótal fyrirspurnir og beiðnir um “meira svona.” Meira hel-grómað æfinga-bófarapp. Það er komi tími næst skammt – Ofurlistann Vol.II.
Jól á hverjum degi, Mackintosh’s og mandarínur
Úlfurinn kemur sterkur inn á Ofurlistann og fær að hljóma tvisvar í hvítu Beatsunum á þessari æfingu – algjör veisla. Jól á hverjum degi, Mackintosh’s og mandarínur.
Svo er það grjótharður Kendrick Lamar sem tekur eina þriggja stiga frá miðjum vellinum með The Blacker The Berry, svo ekki sé minnst á Einstein-jöfnuna frá J.Dilla. Algjör sturlun. Ofurgísli er mikill Nicki Minaj maður fyrir margra hluta sakir og urlast þegar hún kemur inn á 2:35 í Remixinu af My Nigga með YG o.fl., nr. 12 á listanum. Að öðru leyti vísast til neðangreinds lista þar sem ógjörningur er að gera uppá milli þessara laga.
Reykjavík, þann 15. júlí 2015
-Ykkar maður, maður fólksins, Ofurgísli.