Meðhöndlun efnavopna

Það er kominn september og haustlægðirnar fara hellast yfir okkur með tilheyrandi fréttum um fjúkandi trampólín og týndar rjúpnaskyttur. Þetta þýðir líka annað; það eru jólin hjá líkamsræktarstöðvum landsins sem fyllast af fólki einsog Kringlan á Þorláksmessu. Það myndast einskonar vertíðarstemning þar sem fólk hittist og lyftir lóðum, skiptist á æfingaprógrömmum og drekkur próteindrykkina sína saman – allir hlæjandi og syngjandi kátir. Af þessu tilefni skellti Ofurgísli sér í Perform í Kópavoginum og fyllti á birgðirnar fyrir komandi átök einsog myndin hér að ofan ber með sér. Við skulum fara í stuttu máli yfir efnavopnin sem leynast í efnabúrinu hjá Ofurgíslanum og kannski aðallega hvernig meðhöndlun þeirra skuli háttað.

Það virðast reyndar allir hafa skoðun á fæðubótarefnum og allir vilja viðra skoðanir sínar á þeim. Ég ætla alls ekki að fara skrifa um gagnsemi fæðubótarefna sem slíkra eða eftir atvikum ógagnsemi. Ég hef úttalað mig um þau efni og er hægt að lesa pistil um það með því að smella HÉR.

Við skulum byrja á Amino Collagen frá Ankra. Þetta er alltaf það fyrsta sem ég set ofaní mig þegar ég vakna. Það er best að taka þetta inn á fastandi, verandi í nærbuxum einum fata – eða allsnakinn. Sjálfur blanda ég þessu útí c.a. 500 ml. af vatni og set eina skeið af BCAA PRO útí með. Úr þessu verður dúndur amínósýru-partý sem enginn vill missa af. Hægt er að lesa stutta grein um þetta undraefni með því að smella HÉR.

feel-iceland-amino-collagen-group
Amino Collagen er hrikalega gott fyrir liðamót og flýtir fyrir recovery-inu.

Ég tek vítamínin mín alltaf á morgnanna um leið og ég sturta Amino Collageninu ofaní mig. Opti-Men er fjölvítamín blanda sem svínvirkar fyrir okkur sem erum að æfa og taka á því. Einn skammtur af Opti-Men og ég verð einsog nýr.

Næst færum við okkur yfir í Whey próteinið – Móðir, faðir, frændi og kviðmágur allra fæðubótarefna. Þetta er hreint mysuprótein sem fer hratt inní kerfið og líkaminn er fljótur að vinna úr. Ég fæ mér whey-ið mitt alltaf á morgnanna og fyrir æfingar útá haframjölið og svo strax eftir æfingar líka. Mæli með Gold Standard frá ON með Rocky Road bragði. Annars eru til alveg óteljandi braðgtegundir í Perform í Kópavoginum og heimasíðunni þeirra Perform.is

11703200_10153067785854952_7554608340775236729_n
Það verður að minnast á þessa snilldar próteinblöndu sem inniheldur kaffi og vítamín. Þessi er með kanilsnúðabragði. Algjör tívólíbomba í morgunmat. Fæst í Perform.

Amínósýrur eru líklega næstum jafn mikilvægar fyrir líkamsræktarmanninn og stöngin fyrir stangastökkvarann. Þar eru amínósýrurnar sem finnast í BCAA í sérstöku uppáhaldi hjá Ofurgéinu. Án þess að fara nánar útí það hér þá spila þessar BCAA amínósýrur lykilhlutverk í uppbyggingu og viðhaldi á vöðvavefjum. Þá koma þær að góðu gagni við “recovery” eftir æfingar. BCAA eru því jafnmikilvægar í uppbyggingarferli og við niðurskurð. Ég á alltaf bæði hreint og bragðlaust BCAA duft, AminoX með Green Apple bragði og PRO BCAA sem er glæný vara sem er gera góða hluti. BCAA drekk ég a.m.k. á morgnanna, fyrir æfingu, á æfingu, eftir æfingu og fyrir svefninn. Já, svo tek ég alltaf einn dúnk með mér uppí rúm á kvöldin og hef til fóta á nóttunni.

11407086_10152990825682972_8510586475370659412_n
Það jafnast ekkert á við ofurferskt PRO BCAA. Smekkfullt af amínósýrum og glútamíni.

Það eru til óteljandi margar tegundir af svokölluðu Pre Workout-i. Það er hinsvegar eitt sem stendur alltaf uppúr – N.O. Xplode 3.0. Þetta keyrir Ofurgíslann í gang fyrir æfingar og fær hárin til að rísa og höfuðleðrið að skreppa saman. Til að fá aukið blóðflæði og enn meira pump í systemið þá dúndra ég einni skeið af AAKG – Argenine útí. Síðan líða svona 15-20 mín og ég breytist í grænan Hulk kall.

Perform
Besta Pre-Workoutið. Gott kick og algjört æða-partý!

Eftir æfingu finnst mér best að skjóta á mig True Mass 1200. Þetta er alvöru uppbyggingarblanda og inniheldur nóg af öllu – próteinum, kolvetnum, amínósýrum, trefjum og fitu. Þessi blanda svínvirkar fyrir okkur strákana sem erum í uppbyggingarfasa og viljum hverfa í bulk-tranzinn.

Á kvöldin er gott að eiga Cassein prótein þegar nartarinn fer af stað í eldhúsinu. Þetta er hægvirkt prótein (öfugt við whey-ið) og er gott að smjatta á því fyrir svefninn því þá hefur líkaminn úr einhverju að moða á meðan við erum sofandi. Margir vilja meina að það auki brennsluna að líkaminn hafi eitthvað fyrir stafni á meðan við liggjum á koddanum og þess vegna sé cassein próteinið algjört afbragð fyrir svefninn. Áferðin á casseininu er skemmtileg og það er auðvelt að baka úr því og gera búðing ef því er að skipta. Cassein ætti að vera til á hverju heimili – rétt einsog bláa Clairol fótanuddtækið.

Auðvitað er þetta aðeins brot af þeim fæðubótarefnum sem í boði eru. Hérna hef ég til dæmis ekki nefnt kreatín sem flestir kannast við og ekki glútamín sem er algjör skyldueign í niðurskurðinum. Þá er gott að eiga Fitness Fiber til að bæta meltinguna. Þetta eru trefjar sem blandast auðveldlega útí próteindrykki, próteinvöfflurnar eða hvað sem er.

11160303_10206143018954180_1329733948_n
Ofurgísli á hefðbundinni æfingu. Mynd eftir Hallmar Thorvaldsson – www.hallmarfr.com

Unknown-4

 

Reykjavík, 7. september 2015
-Ofurgísli, ykkar maður – maður fólksins