Playlisti Ofurgísla Vol. V

Góður maður sagði “One good thing about music, when it hits you, you feel no pain.”Bob Marley. Hárrétt Bob, þú varst alltaf með þitt á hreinu. Rétta tónlistin gefur nefnilega aukakraft, aukareps og meiri svita. Meiri árangur. Slök tónlist, slakur árangur. Þetta eru þekktar stærðir.

Eftir ítrekaðar fyrirspurnir og mikinn utanaðakomandi þrýsting próteinhausa frá öllum heimshornum hefur Ofurgísli hrært í næsta Ofurplaylista – númer fimm í röðinni – Playlisti Ofurgísla Vol. V. 

Optimum Nutrition. Líklega langmesta selda próteinið í dag. Fæst í Perform.

Sem fyrr erum við að vinna með hip hop, svart rap og gott flæði. Íslenska senan fær auðvitað sitt pláss á listanum, enda margt virkilega gott í gangi þar. Án þess að vera rekja playlistann í heild sinni þá byrjar hann auðvitað á geggjuðum Biggie Smalls. Í kjölfarið kemur svo eitt af þremur grjóthörðum lögum af nýrri plötu hjá Ice Cube – gott power. Bobby vinur minn Shmurda fær auðvitað góðan stað á listanum með kolsvart, hrátt og skítugt Brooklyn rap. Shmurda vinur minn, fæddur 1994, er reyndar í fangelsi núna og eitthvað næstu árin, einhver leiðinda misskilningur sem Ofurgísli ætlar ekki að blanda sér í.

Sjá einnig: Ofurlistinn Vol.I

Sjá einnig: Ofurlistinn Vol.II

Sjá einnig: Ofurlistinn Vol.III

Sjá einnig: Ofurlistinn Vol. IV

Instagram: gislireynis

Prótein morgunkornið fæst í Hagkaup og Nettó

Reykjavík, 21. júlí 2017
-Ofurgísli, maður fólksins