Það er bara komið haust og þá styttist í fitness- og vaxtarræktarmót. Einsog alþjóð veit er Norðurlandamót hérna í byrjun nóvember og svo Bikarmót strax á eftir. Að mínu viti er algjört brjálæði að ætla sér að fara á svið án þess að fara á pósunámskeið – hjá Magga Sam og Konna. Að sleppa því er einsog að ætla sér að fara til Bandaríkjanna á útrunnu vegabréfi, já eða einsog að fara á rjúpu með byssu úr Toys’r’us (einu sinni fór ég reyndar á rjúpu með gæsaskot í byssunni (óvart) og murkaði eina rjúpu (óvart), en það er önnur saga).
Pósunámskeiðið hjá Magga og Konna hefst núna laugardaginn 13. september. Klikkaðu HÉR fyrir nánari upplýsingar.
Svo eru fleiri myndir af pósunámskeiðum á heimasíðu iFitness.is