Prótein vöfflur með jarðaberjatrufflurjóma

Ofurgísli veit fátt betra um helgar en að snúa í snúð, hræra í hræring eða velta í vöfflur. Síðustu helgi ákvað ég að velta í nokkrar í vöfflur – ég sný þá bara í nokkra snúða næstu helgi.

Það er hægt að fara auðveldu leiðina í vöfflunum og kaupa eitthvað baneitrað mix í Bónus. Svona mixi fylgir gjarnan VIP aðgangur á klósettið sem kann að vera vesen þegar fleiri en einn sitja við vöffluborðið. Hin leiðin er að gera þetta sjálfur og nota bara alvöru stöff. Ekkert hveiti, sykur eða iðnaðarsalt. Niðurstaðan verður alltaf betri með alvöru hráefni. Sem fyrr þá læt ég kylfu ráða kasti þegar ég mæti í eldhúsið – nota bara það sem ég gref úr skápunum hverju sinni.

Ég repsaði svo í þéttan þeyttan jarðaberjarjóma sem ég dropsetaði á vöffluveltinginn. Næst geri ég eplarjóma eða bara Syntha-6 súkkulaðiprótein-rjóma. Stebbi vinur minn segist kunna að gera besta froskarjóma í heimi. Ég hef aldrei smakkað froskarjóma. Ég verð að prófa hann og deila svo uppskriftinni hérna.

IMG_1265
-Ég byrjaði að Nutra saman í duft möndlur, hnetur og tröllahafra-

IMG_1269

– Hérna bætti ég svo við Syntha-6 próteini, kanil og kókosmjöli –

IMG_1272

– Eggjahvítur var eini vökvinn sem fór í þetta – að mig minnir –

IMG_1292

– Það er ekkert flókið að velta í nokkrar prótein vöfflur –

IMG_1298

– Stökkar, bragðgóðar og meinhollar próteinvöfflur bíða eftir því að hljóta örlög sín –

IMG_1275

– Rjómi og jarðaber beint af skepnunni –

IMG_1276

– Mikilvægt að leggja jarðaberin rólega í rjómann svo þau verði ekki stressuð áður en þau fara undir hnífinn í Nutibulletinum –

IMG_1281

IMG_1284

– Þéttþeyttur jarðaberjarjómi klár á nokkrum sekúndum –

IMG_1305

– Rjóminn var jafngóður og hann lítur úr fyrir að vera. Jafnvel betri. Hvenær hefur þeyttur rjómi annars ekki verið góður? –

IMG_1307

– Ég kláraði þessa vöfflu í tveimur léttum repsum og supersetaði síðan aðra strax í kjölfarið-

Virðingarfyllst,
Reykjavík, 7. október 2014
-Ofurgísli, maður fólksins

– Þessi færsla er endurbirt þann 25. mars 2020 í tilefni af alþjóðlega vöffludeginum –