Hæ, ég er Ofurgísli og er háður því að vera í rútínu.
Sumarið er yndislegur tími með öllu því góða sem því fylgir. Sumarið er akkúrat tíminn til að hoppa aðeins úr rútínunni og gera eitthvað allt annað. Það er líka fátt betra en að hverfa aftur í gömlu góðu rútínuna. Ég tók stangastökk útúr rútínunni um miðjan júlí og fór til Tælands en er núna kominn aftur. Kominn aftur í gömlu góðu rútínuna – og það er yndislegt. Það er líka í svarthvítri rútínunni sem árangurinn verður mestur hjá Ofurgéinu.


Það eru spennandi tímar framundan og margt í gangi. Það er útlit fyrir töluverðar bætingar, þyngingar og aukningar. Ég er horfinn í Bulk Tranzinn. Það getur verið gott að hverfa í Tranzinn – en það er lykilatriði að týna sér ekki í honum of lengi. Það er alltaf hættan að hverfa endanlega í Tranzinn – í Tranzholið. Þá er voðinn vís og algjörlega óvíst með endurkomuna. Það verður alltaf að vera tilgangur með hverri breytu og alltaf eitthvað “game-plan” til að fara eftir.
Það er óhætt að setja poppvélina af stað – Ofurgíslinn ykkar er mættur aftur eftir sumarfrí.

Tælandið var yndislegt. Ég var duglegur að æfa í fríinu, duglegur að borða matinn minn og duglegur að hvíla mig líka. Þvílík veisla fyrir líkama og sál. Það þurfa allir að fara til Tælands – helst tvisvar. Það er svo von á ítarlegri ferðasögu með myndum og útskýringum. Stei Tjúnd!





Það er óhætt að setja poppvélina af stað – Ofurgíslinn ykkar er mættur aftur eftir sumarfrí. Þangað til næst þá er ég lifandi á Snapchattinu – gisli7.
-Reykjavík, 31. ágúst 2014
Ofugísli, maður fólksins