Frakkland hefur tapað orrustu. En það hefur ekki tapað stríðinu.
Ofurgísli er keppnismaður mikill og fer aðeins fram til sigurs líkt og franski herhöfðinginn og forseti Frakklands, Charles de Gaulle, sem sagði þessi fleygu orð við ærið tilefni. Ofurgíslinn ykkar var í sínu besta formi hingað til þegar hann mætti til Spánar í maí mánuði og háði þar kröftulega baráttu við alla hina bestu kjötkallana í Evrópu á sterku Evrópumóti í fitness og vaxtarrækt. Þarna voru allra þjóða kvikindi frá Evrópu og jafnvel víðar – einsog í Júróvision. Niðurstaðan var kannski ekki sú sem lagt var upp með og markmiðin höfðu sagt til um. Hinsvegar var margt jákvætt við þessa ferð og hellingur sem fer í stóra reynslubankann. Þótt þessi orrusta hafi tapast – þá er stríðið ennþá í fullum gangi og hef ég aldrei verið öflugari, einbeittari og hungraðri í árangur. Orrustan hefur því ekki gert neitt annað en að styrkja mig – styrkja Ofurgíslann – styrkja ykkar mann!
Ofurgísli var fljótur að spotta út Gym nálægt hótelinu í Santa SusannaOfurhellan mín kom með og var í besta forminu af öllum á svæðinu.Ofurgéið veit fátt skemmtilegra en að taka tudda-æfingu þegar hann er í öðru landi.
Ferðin var alveg mögnuð – það var gaman að vera kringum allt þetta fólk sem var komið í sama tilgangi og maður sjálfur. Þarna voru meira en 1.000 keppendur í öllum flokkum og ennþá fleiri aðstoðarmenn, aðstandendur og fylgifiskar. Allir elgtanaðir, helmassaðir og tinnuköttaðir. Þið getið ímyndað ykkur andrúmsloftið og stemninguna.
Það var gaman að sjá hvað samheldnin var mikil hjá öðrum þjóðum og almennt utanumhald gott. Þarna voru allir í sérmerktum landsliðsgöllum, liðstjórar sem héldu utan um hópana og alvöru aðstoðarmenn einsog nauðsynlegt er í svona keppnum. Það var svo eiginlega jafn gaman að sjá okkur sveitavarginn frá Íslandi. Við vorum eiginlega einsog illa hirtur túristi sem rambar á einhverja bæjarhátíð útá landi eftir að hafa orðið viðskila við “túrgædinn” – alveg lost en hrikalega til í djammið með heimafólkinu – og með fullan bakpoka af volgum 2.25% pilsner léttöli.
Tyrkirnir voru flottirSvíarnir voru samt flottari en Tyrkirnir.…og svo kom Íslendingurinn
Eftir mót renndum við Ofurhella okkur suður til Barcelona og héldum þar til í tvo frábæra daga áður en við fórum aftur heim. Barcelona er geggjuð borg – það eina sem vantar í hana er eitt stykki Ofurgísli allan ársins hring. Þarna væri ég til í að dvelja ævilangt og helst að eilífu.
Free the Nipple var eitthvað alveg nýtt fyrir Katalónunum.Flexað í Santa Susanna
Meistari Gassi var auðvitað mættur grjótharður.Maturinn á hótelinu fyrir keppendur. Kannski ekki besti maturi í heimi – en praktískur.Kroppatemjarinn lét sig ekki vanta í þessa ferð og henti í eina 2xfront bicep sisona bara.
Norðantröllið Snæþór vel ferskur, massaður og tanaður.Hella grjóthörð að taka einhverja mjög sérstaka æfingu – en hún virðist virka.Tveir algjörir eðalgæjar – Eggert og Siddi.
Ofurgísli getur gleymt sér í stórmörkuðum útí löndum. Endalaust úrval af góðum mat.Bjössi kroppatemjari í léttu setti í góðu glensiLiðið að fylla á tankinn á hótelinu í Santa SusannaEf þú átt ekki heimangengt til Barca þá er gott að vita af SMARTOfurhellan mætt til Barcelona.Fiskurinn eldaður, vigtaður og étinn á hótelinu fyrir keppni.Hluti af íslenska hópnum. Hella – Ranný – Óli – Irma – Siddi og Eggert.Barcelónísk HelenMatarmarkaður í Barca.Antonie var ánægður með Ofurgíslann sinn þegar hann keypti kassa af jarðaberjum
Súkkulaði iPhone?Mín ánægð með sinn feng.Ykkar maður að æfa pósurnar fyrir keppnina.TEAM PERFORM!Fullur kassi af þorski, kartöflum og grjónum.Hella var ekki að hata sólina í suðrinu.Eintóm gleði og nett nippleslipÞað þurfti að sinna túristahlutverkinu líka. Fyrir framan Sagrada Familia.Stærsti og besti börgerinn í bænum!Langþráð slökun á bryggjunni í Barca eftir heljarins viðskiptaferð í H&MUnder Armour brókin kom sér vel í hitanum.Ofurgéið var vel haldinn og í bananastuði.Barca
Tveir hrikalegir! David og Viktor.That’s my name!
Góðvinur minn og skrímslið – Óli Þór. Hrikalegur.
Fan no.1
Það var bullandi hiti í BarcaRudda form á Hellunni.Brasilan Tan svínvirkar – líka fyrir okkur strákanaKatalónsk serrano og chorizo á matarmarkaðinum. Sturlað.Það var ljúft að koma heim og mæta í vinnuna aftur.Gæðavörurnar frá PhilipB – settu það besta í hárið!
Reykjavík, 8.júlí 2015
-Ofurgísli – maður fólksins