Ég heyrði eitt gott um daginn. “Hvað er betra en smjör? -Meira smjör.” Ég gæti ekki verið meira sammála. Smjör passar með öllum mat.
Smjör er svo mikil snilld að ég nota það meira að segja í staðinn fyrir kennaratyggjó og undir hendurnar – eða svona næstum því.
Ég er að lesa bókina Fæðubyltingin, sem fjallar um LowCarb-HighFat (LKL) mataræði. Mjög fræðandi og skemmtileg bók. Það er sænskur læknir sem skrifar bókina og hann elskar smjör og alla fitu. Það er stórmerkileg mynd í bókinni sem sýnir samspil smjörsölu og offitu í Svíþjóð árin 1980-2009. Mér finnst þetta lygileg mynd sem sýnir algjöran spegil. Með þverrandi smjörsölu uppúr 1980 jókst offita í Svíþjóð, og svo öfugt, með aukinni smjörsölu uppúr 2006 fór offitan að minnka aftur. Svo til þess að gulltryggja algjört samviskuleysi í smjörátinu þá bendi ég á forsíðugrein Time síðan í sumar.
Ég vona að ég fái ekki skammir fyrir að birta myndina úr Fæðubyltingunni en um leið mæli ég með bókinni fyrir þá sem hafa áhuga á mataræði. Hún fæst á heimasíðu Forlagsins
-Ofurgé.