Hvað er betra en ein dama að rífa í lóð? -Þrjár dömur að rífa í lóð
Stelpurnar áttu sviðið í Laugum um daginn. Fullkomlega verðskuldað. Þarna voru þær mættar Una Margrét, Ásta Björk og Helen mín í dúndurformi og tilbúnar að taka hrikalega á því. Þetta var allt myndað í bak og fyrir og jafnvel víðar. Það var sjálfur Sölvi Fannar Viðarsson, leikari, ljóðskáld, lagahöfundur og lífskúnstner sem myndaði þetta og setti saman í video. Kristján Freyr Þrastarsson á svo þessa mögnuðu forsíðumynd af stelpunum
Það er líka skemmtilegt að segja frá því að Una Magga og Ásta eru, ásamt fleiri stelpum og King Konna iFitness ofurþjálfara (PapaKon), úti í Madríd núna til að fara á stóra sviðið á Arnold Classic Europe sem er um helgina. Ofurgísli sendir þeim öllum hrikalega þétta strauma og vonar að þetta landslið komi heim með nokkur gallon af bikurum og medalíum. Konni hefur verið duglegur að setja inn góðar myndir af stelpunum á facebook síðu iFitness.