Stútmössuð kjarnakona

Kristín er kraftmikil kona – sumir segja hana snarofvirka, en Ofurgísli veit ekkert um það. Eitt veit hann þó, það er ekkert eðlilegt við það hvað Kristín afrekar á hverjum degi. Kristín er kjarnakona. Hún stendur vaktina alla daga á hárgreiðslustofunni ZOO í Spönginni þar sem hún fléttar sig í gegnum ótal “lit og klipp” á dag – alltaf hlæjandi og síkát. En það er bara svona til að hita sig upp fyrir það sem koma skal.

Þegar upphitun og löngum vinnudegi er lokið fara hlutirnir svo að gerast hjá þessari bombu og kjarnakonu. Ef hún er ekki heima að baka eina þriggja hæða hnallþóru má líklega finna hana í Hagkaup að kaupa í eina slíka, nú ef ekki, þá er hún bókað á hliðarlínunnu að hvetja strákana sína áfram í fótboltanum. Kristín er þessi heillandi SoccerMom sem alla karla dreymir um. Kristín á og líka magnaðan kall – Ellert Ágúst Pálsson. Hann er alltaf einsog klipptur úr Esquire tízkublaðinu og saman mynda þau hjónin, börnin tvö og hundarnir glæsilega fjölskyldu sem tekið er eftir og fer ekki framhjá neinum. Fjölskyldan á heildsöluna Marmik sem flytur inn og selur hárvörur, þar á meðal lúxuslínuna PhilipB og herravaxið Hairbond. Hárvörurnar verða ekki flottari en þessar.

SavedImage_20150225_201243_13
Magnað form – ótrúlegar axlir og hendur hjá hárgreiðslukonunni

Þarna á milli (einhversstaðar) þá snarar þessi kjarnakona lóðunum upp í World Class – og það eru engar byrjendaþyngdir. Flestir strákarnir í ræktinni finna sér bara annað tæki eða aðra æfingu þegar Kristín mætir á svæðið og það er óheyrt að einhver strákur vilji leyfi henni að taka sett á milli hjá sérKristín hefur æft með Hrönn Sigurðardóttur fitness skvísu undanfarið. Þegar þær eru saman komnar í æfingasalinn er engu líkara en að tvær teiknimyndaofurhetjur hafi birst af himnum ofan. Formið skuggalegt og harkan á æfingunum fáséð.

Lífsgleðin skín úr andlitinu á Kristínu alla daga og jákvæða orkan frá henni gerir hana að einum mögnuðum karakter og fyrirmynd fyrir stelpur og stráka. Vitandi að Kristín er að fara keppa í fitness á Íslandsmótinu um páskana ákvað Ofurgísli að taka púlsinn á þessu prímakvendi.

20150212_174446
Ofursvöl Kristín

Hvað eru svona sirka margir klukkutímar í sólarhringnum hjá þér? -Því miður allt of fáir. Ég væri svo til í að geta keypt nokkra í viðbót – bara nokkra 🙂

Hefurðu einhverntímann á ævinni slappað af uppí sófa? -Það er skemmtilegt að þú skulir spyrja að því Ofurgíslinn minn, því í gær gerði ég það í fyrsta skipti í ansi langan tíma. En ég stoppaði bara stutt við. Sófinn verður bara að þola að vera svolítið einmanna stundum.

Hvernig gengur undirbúningur fyrir Íslandsmótið?Bara svona glimrandi vel held ég 🙂 Hahahaha, jú þetta er búið að vera ansi skemmtilegt ferli.

10171147_10152881167268809_1665358876598643261_n
Hairbond vörurnar sem allir eru að tala um

Í hvaða flokki keppirðu á mótinu?Ég ætla skella mér i fitness kvenna. Klárlega enda ég -163 cm flokknum, þar sem ég mælist nú ekki mikið hærri en heilir 158 cm.

Hvernig er mataræðið hjá þér fyrir mót, svona í stuttu máli?Þetta er algjört lúxusfæði. Mark Bargamento hefur séð um mataræðið fyrir mig og gengur það mjög vel.

  • Í morgunmat fæ ég mér egg og vítamín.
  • Í Millimál eru það egg, prótein-shake og stökkar og góðar hnetur
  • Hádegismaturinn samanstendur af kjúlla, fisk eða einhverskonar gæða kjöti og salati. Algjör veisla alla daga.
  • Seinnipartinn fæ ég mér svo prótein og fitu.
  • Kvöldmaturinn er í raun einsog það sem ég fæ mér í hádeginu – semsagt áframhaldandi veisla.
  • Fyrir svefninn fæ ég mér eggin mín – þau eru svo góð!
IMG_1472
Myndaröð úr einkaalbúmi

Nú áttu stóra og fallega fjölskyldu – hvernig gengur að púsla æfingum, mataræði og keppnisundirbúningi saman við fjölskyldulífið? –Skipulag, skipulag, skipulag. Það skemmir heldur ekki að eiga yndislega foreldra og mann sem aðstoða mig með börnin og það sem þarf að gera. Það er allt hægt ef skipulagið er í lagi. 

1618448_10206027575705302_2157650646475004687_n
Það ríkir alltaf gleði þegar þessar eru saman komnar. Kristín, Hrönn og Hrafnhildur

Hvað ætlarðu að gera strax eftir mót?Það er mjög einfalt og löngu ákveðið. Ég ætla að BAKA risa BOMBU, sem ég ætla borða alveg alein, hahahaha 🙂 Ég ætla halda áfram að æfa og vinna í nýjum markmiðum. Lífið heldur áfram sinn vanagang. Svo eru fermingarnar byrjaðar þannig maður skellir í svona eina til tvær greiðslur. Það verður líka gaman að að geta farið út og hitt vinkonur mínar – það er alltaf svo gaman hjá okkur. Það vantar allavega ekki verkefnin og alltaf nóg að gera. Þannig finnst mér best að hafa þetta.

Þú hefur verið að æfa með “HrikaleguHrönn” – hvernig er það eiginlega?Ég er svo heppinn og stolt að fá að æfa með þessari yndislegu manneskju. Þvílíkur yfir-peppari og ofurkona sem hún er (kjötsystir mín). Án hennar væri ég ekki búin að ná markmiðum mínum og þeim bætingum sem nú hafa orðið. Hún er búin að kenna mér svo margt og skemmtilegt. Algjör snillingur og frábær manneskja.

20150220_215503
Kjötveisla

Hvernig gengur að klippa allt þetta hár með svona stórar byssur sem hanga á líkamanum?Úfffffff, það er pínu erfitt! Sérstaklega þegar ég er að blása hárið á kúnnunum, þá pumpast byssurnar allar upp, haha.

Ertu með leyfi fyrir þessum byssum? -Já, ég sótti um leyfi hjá Heiðari Snyrti. Hann gaf mér undanþágu til 2016, svo verðum við bara að sjá til eftir það. 

10425468_10153149588188809_3850064229846762981_n
Bomba í ræktarsalnum – Bomba utan við ræktarsalinn

Hverjir sponsa þig?Sponsa? Ég hef nú ekki mikið verið að væla í liðinu með spons. Það mættu alveg vera fleiri sem sponsa mann í þessu ferli – býður sig einhver fram? Hahaha 🙂 En þeir sem sponsa mig eru frábærir aðilar. Þetta er beisik. Perform í Kópavoginum með bestu fæðubótarefnin. Nings og Hárlengingar.is. Svo skemmir ekki að hafa philipB í hárið. Við elskum falleg, sítt og heilbrigt hár.

IMG_1901
Af áður útskýrðum ástæðum var enginn strákur nálægt þegar þessi mynd var tekin

Hvað svona sirka heldurðu sirka hefurðu bakað margar kökur á lífsleiðinni? -Þarna fórstu með það Ofurgíslinn minn. Ég held svei mér þá að ég hafi bara ekki tölu á því hve margar kökur hafa farið í ofninn hjá mér. Mögulega óteljandi margar.

Hvaða köku hefurðu þá oftast bakað Kristín mín? -Góð spurning en næstum ómögulegt að svara. Ætli það sé ekki bara djúsí súkkulaðikaka með einhverju skemmtilegu ívafi. Getur ekki klikkað og alltaf jafn gott!

IMG_1931
Stelpurnar hafa verið duglegar að pimpa upp lífið í ræktinni í vetur

Hvað er uppáhalds kakan þín? -Þetta er hinsvegar einföld spurning. Uppáhalds kakan er klárlega marengs-bomba og Oreo-ískaka með heitri karamellusósu. Það jafnast ekkert á við þetta, MMMmmmm.

Er ekki erfitt að baka allar þessar kökur í niðurskurðinum – færðu þér aldrei sneið eða sleikir kremið? -Veistu þetta hefur aldrei verið svona hjá mér!  Ég baka bara einsog vindurinn, en smakka ekki einu sinni dassss af kremi. Það vill þannig til að ég á svo marga góða hérna á heimilinu sem sjá um að vera smakkarar. Menn eru alltaf tilbúnir að bjóða sig fram í að vera smakkari.

20141212_221042
SuperJules og Kjarnakonan bregða á leik. Auðvitað bæði í TEAMPERFORM.

Fáum við uppskrift af hinni fullkomnu köku? -Ég er nú hrædd um það – ég ligg ekki á svona leyndarmálum. Hinn fullkomna kaka er þessi!

Þessi kaka kallast Superman Kakan. Þetta er súkkulaði-karamel marengs kaka ala Kristín Egils.

2 bollar hveiti

350 gr. sykur

85 gr. Cocoa powder

1 og 1/2 tsk matarsódi

1 og 1/2 tsk lyftiduft

2 egg

250 gr. mjólk

125 ml olía

2 tsk vanilludropar

250 ml heitt vatn eða kaffi.

Bakaðir 2 botnar. 180 gráður í 55 mínútur

Karamellan

300 gr. sykur

60 ml vatn

280 ml rjómi

30 gr. smjör

1/2 tsk salt

Smjörkrem

200 gr. sykur

4 eggjahvítur

250 gr. smjör

1 tsk vanilla

6 tsk af karamellunni

Marengs botn á milli

5 eggjahvítur

2 dl púðursykur

2 dl sykur

Hrært vel saman. Bakað í 60 mínútur á 160 gráðum

2 botnar – Getið líka sleppt honum

Ég set líka rjóma á milli með smjörkreminu. Í raun geri ég það sem ég vill hverju sinni – eftir í hvaða stuði ég er. Superman kakan er draumur í dós og í miklu uppáhaldi á mínu heimili.

IMG_1930
ÓMÆLORD!
IMG_5866
Hægt er að fylgja Kristínu á Instagram
IMG_1680
Klassi yfir þessu.
Attachment-1-1
philipB vörurnar eru hágæða hárvörur.
hairb_kakan
HairBond súkkulaðibomba. Inniheldur m.a. fílakaramellur, mars, rjóma, nutella og toppað með smjörkremi
10497444_10206026818289236_9039479302525274175_o
Forsíðumyndin er eftir Hallmar Frey Thorvaldsson – http://www.hallmarfr.com

Það var sannur heiður fyrir Ofurgísla að fá þetta spjall við Kristínu Kjarnakonu. Um leið og hann þakkar fyrir spjallið óskar hann Kristínu über góðs gengis á mótinu um páskana. Hann efast ekki um góðan árangur.

-Ofurgísli, maður fólksins
Reykjavík, 29. mars 2015