Ofurgísli hefur bæði verið í mjög góðu formi og ekki eins góðu formi. Að öllu leyti var skemmtilegra og betra að vera í góðu formi. Það líður öllum betur í góðu formi. Það getur verið vinna og vesen að koma sér í þetta góða form. Þess vegna eru ekki allir í góðu formi. Það þarf þó ekki að vera flókið eða erfitt að skafa af sér nokkur kíló ef þessum einföldu sex ráðum hér að neðan er fylgt.
– Sjá einnig Ofurgísli – niðurskurðarkokteillinn –
Allt byrjar þetta á stöðugleika. Það er lykilorðið í þessum miklu fræðum. Það er sama hversu góð ráð eru gefin, gott æfinga- og matarprógrammið er eða æfingaskórnir eru flottir. Ef stöðugleika vantar verður enginn árangur. Á sama tíma er mikilvægt að gefast ekki upp þótt eitthvað fari úrskeiðis – þá er bara að girða sig í brók og ná stöðugleika á ný.
I. Borðaðu góðan morgunmat
Fáðu þér alvöru morgunmat. Alls ekki fá þér sykur í morgunmat – gerðu það fyrir Ofurgíslann þinn, Landlækni og Kára Stefánsson. Sykur er allsstaðar. Í jógúrtinu þínu, í morgunkorninu þínu, í appelsínusafanum þínum og bara næstum allsstaðar. Hafðu þetta einfalt og fáðu þér grjótharðan hafragraut með súkkulaði próteini í morgunmat – svokölluð hafrasúpa. Í staðinn fyrir haframjöl er hægt að nota byggflögur frá Móður Jörð – það verður ekki mikið hreinni fæða. Hafragrauturinn veitir góða, stöðuga og mikla orku út í daginn.
Ég ætla ekki sérstaklega að fjalla um fæðubótarefni hérna, en það er nauðsynlegt að eiga gott prótein útí hafragrautinn á morgnanna. Svo má lesa meira um fæðubótarefni HÉR
II. Drekktu vel af vatni
Margir virðast gleyma því að drekka vatn. Ekki gleyma því. Ein ástæðan fyrir því að vatn er á þessum lista er sú að það kemur í staðinn fyrir kaloríkuríka drykki – það eitt gerir vatnið að besta “brennsluefninu” fyrir marga. Vatn er líka gott fyrir meltinguna. Þá er nauðsynlegt að vera vel vökvaður á æfingum til að geta tekið á því. Vatnið er líka gott fyrir húðina, nýrun og almenna heilsu. Ekki klikka á vatninu – það er líka bara svo ánægjulegt að sjá glæran vökva í klósettinu eftir klósettferðina. Þá ertu nokkurn veginn á pari við ráðlagðan dagskammt af vatni.
III. Heltu bjórnum í vaskinn
Bjór er rugl óhollur. Bjórnum fylgir líka alltaf eitthvað meira óhollt. Aðallega meiri bjór – bjór verður bjórar (oft margir lítrar á einu kvöldi). Svo fylgir bjórnum snakk, brauð og sósur – líka daginn eftir. Bjórinn getur rústar stöðugleikanum. Því miður verður bjórinn að fara beinustu leið ofan í vaskinn. Það mál líka sleppa því að kaupa hann – það kemur betur út.
IV. Takmarkaðu kolvetnin á kvöldin
Það hefur reynst Ofurgíslanum vel að takmarka eða sleppa kolvetnum á kvöldin. Ég geri mér ágætlega grein fyrir mikilvægi kolvetna fyrir þá sem æfa einsog menn, en það hefur engu að síður virkað vel að sneiða framhjá kolvetnum með kvöldmatnum þegar ég hef viljað skafa af mér einhver grömm af fitu og vatni. Í staðinn fyrir kartöflur, grjón eða pasta í kvöldmat er hægt að fá sér vel af salati, grænmeti, avókadó eða sjóða brokkolí.
Allt nart á kvöldin er auðvitað bara til þess að skemmta skrattanum og gera Gurrý ofurpirraða og Evert alveg gráhærðan. Smjatt á kvöldin er glórulaust ef það er einhver snefill af vilja til að koma sér í stand. Það verður því miður að setja ísinn í örbylgjuofninn og gefa fuglunum Maarud Potetgull snakkið. Að fara snemma að sofa er ein góð leið til að sleppa kvöldnaslinu.
Áður en farið er að hátta er svo auðvitað klassískt og samþykkt af Ofurgísla að fá sér góðan skammt cassein próteini. Það er vel mettandi og meinhollt. Besta cassein próteinið er án efa frá Gold Standard sem fæst í Perform. Það er hægt að gera allskonar útfærslur á því og leika sér með það. Sjálfur hendi ég í pönnukökur, heita og kalda búðinga svo eitthvað sé nefnt.
Hérna er hægt að lesa um eina útfærslu á cassein próteinbúðing.
V. Æfðu – helst á morgnanna
Ég held það sé öllum mönnum ljóst að til að ná einhverjum alvöru árangri sé mikilvægt að æfa. Kári Stefánsson mætir alla daga í ræktina þótt hann sé að stýra deCODE á daginn, endurreisa eitt stykki íslenskt heilbrigðiskerfi, pönkast í forsætisráðherranum í kaffitímanum sínum og að mæta í Kastljós á kvöldin. Það hafa semsagt allir tíma til að æfa. Þeir sem af einhverjum ástæðum hafa meira á sinni könnu en ofangreindur Kári Stefánsson geta mætt snemma á morgnanna – fyrir vinnu eða skóla. Sjálfur er Ofurgísli mikill morgunaræfingarmaður og mætir helst alla morgna á æfingar. Þannig keyri ég upp brennsluna í líkamanum fyrir daginn og mæti ofurferskur í vinnuna.
VI. Veldu hollari kost fram yfir óhollari
Mataræðið er að mínu viti langmikilvægast til að sjá alvöru árangur. Hollt og gott mataræði er í raun ofureinfalt. Byrjum á því að velja hollari kost framyfir þann óhollari. Fáðu þér epli í staðinn fyrir súkkulaði, hnetur í staðinn fyrir snakk og haframjöl í staðinn fyrir Special K. Farðu í Jóa Fel og náðu þér í LKL prótein brauð í staðinn fyrir hvíta Bónus brauðið og drekktu eitthvað allt annað en sykrað gos – til dæmis vatn. Eldaðu bankabygg í staðinn fyrir hvít grjón og kjúkling í staðinn fyrir SS “prótein-pylsur.”
Þetta er svona einfalt og lang oftast snýst hollt mataræði frekar um heilbrigða skynsemi en eitthvað annað. Ef slíkur vafi ríkir um hollustu einhverrar neysluvöru að ómögulegt er að átta sig gæðum hennar má nær alltaf lesa utan á hana. Þar kemur lang oftast fram innihaldslýsing og hitaeiningafjöldi sem ætti að gefa ágæta hugmynd um gæðin. Fyrir þá sem skilja ekkert hvað allar þessar tölur og hugtök þýða aftan á umbúðunum ættu að taka eina kvöldstund í að kynna sér það. Það verða ekki taldar miklar kröfur gerðar af hálfu Ofurgísla.
– Sjá einnig HOLLAR PRÓTEINVÖFFLUR MEÐ JARÐABERJARJÓMA –
Reykjavík, 11. febrúar 2016
-Ofurgísli, maður fólksins – þinn maður