Tælandið 2015

Þeir segja að enginn fari bara einu sinni til Tælands – þú kemur alltaf aftur. Árið 2011 fórum við Hella mín til Tælands og svo aftur núna í sumar. Það fer enginn bara einu sinni til Tælands. Við vorum í Tælandinu í tæpar fjórar vikur – frábærar vikur. Þarna nutum við hverrar mínútu í botn – hvort sem það var á ströndinni, í morgunmatnum á hótelinu, í nuddi eða í gymminu. Árið 2011 kláruðum við allt þetta túrista stöff, fórum á fílsbak, klöppuðum ljóni, fórum í rafting o.fl. Núna var markmiðið að slappa af og njóta þess að vera í fríi – já og fara daglega í nudd.

Þegar við förum svona í útlandaferðir geri ég skilyrði um tvennt – annars vegar að það sé mjög góður morgunmatur á hótelinu og hinsvegar að það sé gym á hótelinu eða mjög nálægt því. Hótelmorgunmatur og gym eru hlutir sem komast mjög ofarlega á listann minn yfir áhugamál. Öll hótel eru því bókuð með þetta í huga.

IMG_1088 (2)
Hella mín kunni vel við sig á ströndinni
IMG_0676
Þjónninn sendi mér sérstaklega bleikt blóm með þessum harða White Russian
IMG_9457
Allir verða að eiga sinn ferðahatt í ferðalögum sem eru tvær vikur eða lengri

Við byrjuðum á að fara til Krabi, sem er nokkuð sunnarlega á meginlandinu. Þar vorum við í tæpa viku í góðu yfirlæti á Hóteli við hliðina á P.U.S.H Gym – já og McDonalds.  Morgunmaturinn var mjög góður og tókst mér strax að komast í náið samband við yfirkokkinn sem sá til þess að ég fékk alltaf sérstakan ost sendan á borðið til mín. Í staðinn gaf ég honum góð æfingatips og peppaði hann áfram í eldhúsinu. Mjög góður díll fyrir báða aðila.

IMG_0617 (1)
Eyjalífið
IMG_1522 (1)
Hel Flexaður fyrir utan PUSH Gym. Það var einhver Svíja melur sem á þetta gym og danskur djöfull sem rak það.

10411331_853210524714870_1021212261383767456_n

IMG_1553
Hótelgarðurinn í Krabi
IMG_0994 (1)
Verið að sækja fyrstu brúnkuna í Krabi – að öllum líkindum með Úlf Úlf í eyrunum.
IMG_0640 (1)
Winner!
IMG_0618
Random eyja
IMG_1302 (1)
Hérna var deginum kick-startað.
IMG_3720
Maroon vinur okkar.
IMG_9521
Leg check
IMG_3725 (2)
SWWWAAAAAAAGG!
IMG_3768
This Guy!
IMG_1342 (1)
Það var gaman að æfa í P.U.S.H gyminu.
IMG_0885 (1)
Golden Beach – Krabi Ao Nang
IMG_9547
Ég svindlaði og tók með mér Whey Prótein sem ég fékk frá Perform. Gott að henda í sig eftir æfingar.

11407086_10152990825682972_8510586475370659412_n

IMG_3773
Ofurg. og Sandra sín
IMG_1593 (1)
Helen með heyrnalausa maís sölumanninum.
IMG_1605 (1)
Hella fékk líka að vera winner
IMG_1462
Rómantíkin er skásta tíkin
IMG_1329 (1)
Síðu tjest pósa – alveg random
IMG_1144 (1)
Fallegt
IMG_1227
Mjög fallegt
IMG_1200
Fallegast
IMG_1253
Tom Yum súpa og með því
IMG_1258
Á markaði í Krabi
IMG_1293
Ofurgéið að næla sér í kjúllaspjót á næturmarkaði í Krabi
IMG_1282
Og Hella fékk sér einn leiðan fisk.
IMG_1438
Hella sín að gera einhver reifara kaup
IMG_1390
Fórum á einkaströnd hótelsins með þessu ágæta hengirúmi
IMG_1287
Hjónin Ang Re og Muang að kokka einhverja snilld. Algjör veisla.

Kírópraktorstofa-Íslands

IMG_1271
Besti bitinn í bænum.
IMG_1154 (1)
Það vantar ekki fegurðina þarna
IMG_1124 (1)
Gríðarleg fegurð
IMG_1194
Hong Island – lítil falleg eyja.

IMG_1149 (1)

IMG_1117 (1)

IMG_1672 (1)
P.U.S.H Gym – Krabi Ao Nang

73

IMG_1500 (1)
Helen og Harrold vinur okkar. Amerískur flugdrekasmiður sem hlustaði mikið á Sigurrós.
IMG_0977 (1)
Damn Krabi – Damn Tan – Damn Girlll

Eftir Krabi fórum við á litlu Skjaldbökueyjuna Koh Tao. Þarna snýst allt um köfun – og ekki að ástæðulausu. Sjórinn þarna er óþægilega tær og sandurinn fínni en monohydrate kreatín – svokallaður kreatínsandur. Við tókum dagstúr í köfun með snarbiluðum breta – það stóð algerlega uppúr í þessari ferð. Þetta er einsog að vera ofan í risastóru fiskabúri – ólýsanleg tilfinning. Í Krabi æfðum við í grjóthörðu gymi – Monsoon gym. Það á vel við mig enda svitna ég vanalega heilu Monsoon regntímabili á hverri æfingu. Þarna voru líka Mua Thay æfingabúðir og ruddalega skítug klósett.

IMG_0642
Ekkert að því að henda sér niður þarna – Fizz Koh Tao
FullSizeRender
Grjóthörð Hella horfist í augu við óttann.
IMG_0906
Við fórum í nudd daglega. Oftast 60 mín. fótanudd sem endar með smá herðanuddi. Það var besti tími dagsins.
11817175_10206590197346467_1226799254684800010_n
Við vorum dugleg að æfa þarna úti og formið eftir því

576756_448430058504252_1235983233_n

IMG_0637 (1)
Koh Tao í sinni allra glæsilegustu mynd
IMG_1122 (1)
Báturinn minn þarna úti

IMG_1179

IMG_7420
Ofurgéið henti bara í sparibrosið fyrir utan Monsoon Gymið
IMG_7375
Hella búin að gera einhver ótrúleg (magn)kaup þarna geri ég ráð fyrir.

IMG_1915

IMG_0636
Stórhættuleg!

Á Koh Tao gistum við á Sensi Paradise Beach Resort sem eru litlir kofar í risastórum og gróðurmiklum garði. Þarna var mikið dýralíf bæði inni og úti. Við fengum ofurstóra kónguló í heimsókn sem síðan hvarf eftir tvo daga, en þá var líka kominn mjög stór eðla í staðinn. Hún faldi sig í ferðatöskunni hjá Hellu og stökk uppúr henni með miklum látum þegar Hella opnaði töskuna í eitt skiptið. Svo var þessi fallegi heimilisköttur sem beið alltaf við dyrnar og tróð sér inn til okkar og heimtaði mat. Já og ekki má gleyma yndislegu moskítuflugunum sem virtust ekkert móðgast þótt maður blótaði þeim og hótaði skjótum dauðdaga – þær voru alltaf með manni, í kringum mann og smökkuðu jafnvel aðeins á manni.

IMG_1709
Inní kofanum okkar – rosa kósý rúm eitthvað

spa

IMG_1744
Ofurgéið að sinna áhugamálinu sínu – morgunmatur á hótelinu.
IMG_1753
Fararstjórinn að skipuleggja einhver ævintýri
IMG_1755
Heimiliskisinn okkar

10-tima-30-daga-ljosakort-hja-solba-stofunni-smart-i-glaesilegu-stofu-a

IMG_1920
@Monsoon gym – Koh Tao
IMG_7394
Eðlurnar á Koh Tao
IMG_3944
Það er afslappað andrúmsloftið á Skjaldbökueyjunni.
IMG_1814
Óður til sólsetursins

Mér leið einsog kóngi í kastalanum mínum á þessari yndislegu Skjalbökueyju, einsog sést á meðfylgjandi myndum. Koh Tao er geggjuð eyja sem ég mæli með fyrir þá sem fara til Tælands.

IMG_7359
KING OF MY CASTLE!
IMG_2082
Félagarnir á Koh Tao að slá á létta strengi
IMG_1953
Hótelgarðurinn
IMG_1838
Sólsetrið á Koh Tao

IMG_1817

IMG_3902 (1)
Besti þjónninn á hótelinu á Koh Tao
IMG_3869 (2)
Ofurferskar kókoshnetur á 160 kall stk.

IMG_3867 (2)

IMG_3857
Klikkaður Dave sem fór með okkur að kafa. Mikill meistari.
IMG_3863
Ölið í Tælandi kemur í 660 ml. glerflöskum – ískalt.
IMG_2065
Þeir voru nokkrir Hvítrússarnir sem fóru niður.
IMG_2060
Hella sín fékk sér allavega einn bananasjeik á dag. Helst tvo.
IMG_1991 (1)
Fékk smá Rambó í mig og saltaði aðeins úr M16

IMG_3942

IMG_1976
Taxarnir á Koh Tao eru bara pallbílar með bekkjum. Hérna er Hella aftan á einum slíkum
IMG_7314
Hrikalega hrátt og svalt gym
IMG_7297 (1)
Þessi er sko ekkert hrár – en helvíti svalur
IMG_7281
Porto Bello – vinsælasti veitingastaðurinn á Koh Tao. Mikilvægt að leyfa nipplunum að anda erlendis
IMG_7275
Það var heitt þarna
IMG_7322
Þetta er Leh, stórvinur minn. Og já, hann er fertugur og keyrir leigubíl.
IMG_7365
Gott að kæla þennan hita niður með einni fresh kókoshnetu
IMG_7450
Það var enginn að stressa sig á hlutunum þarna á Koh Tao
IMG_7466
Morgunmaturinn á hótelinu var tekinn við ströndina
IMG_3915
Nýkomin af hrísgrjónaakrinum.

Næsti viðkomustaður var Koh Samui – önnur eyja nálægt Koh Tao. Þarna vorum við líka árið 2011, en á annarri strönd. Það hefur orðið mikil breyting á eyjunni á þessum fjórum árum. Hún er að verða mjög vestræn og í raun búin að tapa töluvert af sjarmanum sínum. Það er hinsvegar gott að vera á Koh Samui – þarna er allt til alls. Við vorum á geðveiku hóteli – Beach Republic á Lamai ströndinni. Þjónustan, aðbúnaðurinn og viðmót starfsfólks var frábært. Morgunmaturinn var geggjaður sem auðvitað er lykilatrðið í þessu öllu.

IMG_9572
Með nesti að heiman – beint frá Perform.is
IMG_7516
Hótelherbergið á Beach Republic – Koh Samui
IMG_7623
Engin stríðstæki og engin mótorhjól, takk.
IMG_0674
Garðurinn á Beach Republic – Ofursvalt allt saman

IMG_7490

Á Koh Samui æfðum við á tveimur stöðum – mjög mismunandi stöðum. Annarsvegar í Sky Gym með mögnuðu útsýni og góðum græjum en hinsvegar í skítugasta gymi Asíu þar sem svína- og fuglaflensan hefðu fengið minnimáttarkennd við heimsókn sína. Miltisbrandurinn hefði svo væntanlega drepist um leið og hann kæmi inn um bréfalúguna. Annars náði ég ágætis pumpi í þessu gymi.

IMG_7996
Dirty Gym
IMG_7678
Sexy Gym
IMG_7578
Sky Gym – Koh Samui

Við leigðum okkur glæsilegan bíl frá Santa Clause car rental og keyrðum í kringum eyjuna. Ég var nett stressaður að fara keyra þarna enda vinstri umferð og sérstök umferðarmenning. Þetta hafðist allt og úr varð ansi góður rúntur um eyjuna.

IMG_7720
Hundurinn Pele og bílaleigubíllinn frá Santa Clause Car Rentral.
IMG_7722
Coca Cola bás lengst uppí óbyggðum.
IMG_7727
Á leiðinni djúpt inní einhvern skóg.
IMG_7742
Magnaður staður! og magnaður maður!
IMG_7760
Hella var klár í þetta!
IMG_7715
Þetta var vinsæll ferðamannastaður fyrir þessar sakir
IMG_8052
Hundur í sólbaði?

IMG_7710

IMG_7704
Hella með ferðahattinn sinn
IMG_3998 (1)
Koh Samui

IMG_3978

IMG_7861

IMG_3988
Bestu vinir
IMG_7534
Night market – Koh Samui
IMG_7841
Ekkert mál að tala í símann og keyra – bara smá æfing.
IMG_7949
Matsölustaðirnir eru margir orðnir mjög vestrænir í Tælandi
IMG_8063
Það er ekki bara ill meðferð á svínum á Íslandi.
IMG_8026
Klæðskerastofan mín

10464220_305840562917796_1804756592677773230_n

IMG_7833
Pósthúsið í Koh Samui
IMG_8021
Lét sauma á mig tvenn jakkaföt og tvær skyrtur
IMG_7946 (1)
Þetta var reyndar mjög gott – mjög.
IMG_8079 (1)
Ommilettu-kokkarnir á Beach Republic hótelinu.

Frá Koh Samui flugum við beina leið til Bangkok og héldum þar til í fjóra daga. Við bókuðum flott hótel með góðum morgunmat og gymi. Þegar við komum fengum við þær fréttir að búið væri að fylla í öll herbergin á hótelinu en aðeins aðalsvítan væri laus – hún var því okkar. Við fengum því fylgd uppá efstu hæð hótelsins þar sem við gistum í góðu yfirlæti með geggjuðu útsýni yfir borgina.

IMG_4142
Svalirnar á hótelinu í Bangkok!
IMG_4072
Það er ekkert betra en að byrja daginn á einni æfingu

10363386_339471592866583_8936438450521729420_n

IMG_4222
Thai Massage á Khao San Road
IMG_4286
Gott nafn á bar. Afhverju er enginn svona bar á Íslandi
IMG_4179 (1)
L fyrir Love
IMG_4059
Ofurklósett á hótelinu í Bangkok
IMG_4254
Bangkok
IMG_4237
Ofurgéið með Bangkok í bakið
IMG_4215
Sehn vinur minn
IMG_4181
Hella að gera góð kaup á einhverjum markaði

Bangkok er sérstök borg. Þangað hef ég núna komið í þrígang en aldrei fundið mig almennilega í þessari borg. Borgin skiptist í nokkur svæði og helstu svæðin eru þar sem verslunarmiðstöðvarnar eru. Þar elskar heimamaðurinn að vera – inní verslunarmiðstöð þar sem sólin og hitinn eru ekki að angra hann. Á kvöldin eru svo útimarkaðir með öllu tilheyrandi. Það er fínt að vera í Bangkok til að gera góð kaup á mörkuðum, skoða einsog eitt Búddha hof og taka eina siglingu. Annars er þessi borg svolítið skítug og mannmergðin aðeins meiri en sveitastrákurinn sem hér skrifar höndlar dagsdaglega.

IMG_7497

Frá Bangkok héldum við sem leið lá beint yfir í Stokkhólminn. Þar tókum við einn góðan dag í siðmenningunni við góðar aðstæður áður en við komum heim í fyrstu haustlægð ársins. Það voru blíðu móttökurnar.

IMG_4314 (1)
Ís á góðu kvöldi í Gamla Stan

Ferðin var frábær í alla staði. Þetta er ástæðan fyrir því að maður stendur í þessu hjakki alla hina daga ársins – til að geta leyft sér svona munað og þá er eins gott að njóta þess. Við gerðum nákvæmlega þar sem okkur finnst skemmtilegt og gefur okkur lífsfyllingu. Að komast út fyrir landsteinana, æfa, borða góðan mat, sjá eitthvað nýtt, gera eitthvað nýtt, vera saman og það sem er mikilvægast  – að hlægja saman.

IMG_7372 (2)
Góðir tímar

Reykjavík, 2. október 2015
-Ykkar maður, maður fólksins – Ofurgísli