Í Próteinhausaheimi er alltaf nóg að gerast. Eigum við ekki að renna yfir það helsta hjá próteinhausum landsins.
Fyrst ber að nefna glænýtt myndband hjá Konna ofurþjálfa og iFitness stelpunum sem skotið var um daginn. Á heimasíðu www.ifitness.is má sjá ljósmyndir frá þessari töku. Stúlkurnar virðast meðal annars hafa dottið í einhvern Tour de France fíling í þessari töku og verður gaman að sjá myndbandið þegar það verður klárt. Það kom reyndar á óvart að sjá ekki Svein Andra á spinninghjólinu með stelpunum.
– Hefðbundnar upphitunaræfingar fyrir Tour de France spinningtíma –
– Tour de Laugar –
– UNACHAMP í klassískri hjólaæfinu, án hjóls. –
– Stelpurnar í þessari klassísku æfingu –
Þá var Þrumuásta, stórvinkona Ofurgísla og síðunnar, í viðtali við stór magazínið RXMuscle um daginn. Vel gert Þrumuásta. Sjá viðtalið hérna.
Sölvi Fannar einkaþjálfari og lífskúnstner fékk sér rússneskan jóla MaccaDonna á meðan nýkrýndur bikarmeistari Gunni ‘THE CAT’ Sig bauð móður sinni í mexíkanskan dinner á veitingahúsi hér í borg. Nokkru síðar henti Perform tröllið, Stefán “Captain America”, í eina hnoðmassaða “4 The Gains” bulk-apple-pie. Júlli ‘þykki’ Yanto má hinsvegar ekki fá sér neinn MaccaDonna og alls ekki bulk-epla-böku því hann hefur áhyggjur af eigin holdafari. Ég hef sagt honum að þetta kallist að vera bulkaður – ekki feitur! Á því er grundvallar munur og þetta tvennt á ekkert sameiginlegt. Eru ekki allir bulkaðir menn sammála því annars?
– Lífskúnstnerinn Sölvi Fannar í skýjunum eftir góðan dinner á MakAoHanAc –
– Kötturinn kann að gleðja sitt fólk –
– Óþarfa áhyggjur og vonbrigði hjá Júlla þykka. Hann virðist rétt sem snöggvast hafa gleymt því að hann er bara bulkaður –
– 4 The Gains Epla bakan hjá Stefan ‘Captain America’ hefur væntanlega verið jafn mögnuð og hann sjálfur er –
Síðan rakst ég á tvo grjótharða bardagamenn í Laugum. Ari Páll og Kiddi tóku smá hnoðning á gólfinu. Ég var alveg kominn að því að kalla á Bjössa í World Class til að stöðva þessi slagsmál. Það var síðan bara óþarfi því þetta var víst bara skyndileg MMA æfing sem þarna átti sér stað.
– Ari og Kiddi að fara yfir hlutina –
Stærsta fréttin úr Próteinhausaheimi er samt að besti vinur síðunnar, altmulig maðurinn, Rúnar Hroði, var að starta like-síðu á Facebookinu. Þar verður hægt að fylgjast með þessu monsteri í aksjóni. Horfa og læra – horfa og læra! Hver einn og einasti próteinhaus verður að fara á síðuna og like-a hana, núna. Hægt er að komast á síðuna HÉR.
– Rúnar er vanur að lyfta bikurum. Stórum sem smáum –
-Ofurgísli, maður fólksins.