Þokkafull Þrumuásta

Ofurgísli á góða vinkonu sem þeysist um allt eins og þruma; Þrumuásta. Stúlkan sú arna er grjóthörð, bæði að innan sem utan. Hún flækir lífið ekki að óþörfu og er alltaf ofurhress. Magnaður karakter.

Þruman heitir réttu nafni Ásta Björk og er gríðarlega öflugur fitnesskeppandi. Þrumuásta er löngu byrjuð að sanka að sér bikurum og á bikarasafnið alveg efalaust eftir að stækka mikið á næstu misserum enda stúlkan ung að árum og rétt að byrja. Þrumuásta keppti á Arnold Classic Europe í haust með góðum árangri og var í dúndurformi. Þruman er svo að fara keppa á Norðurlandamótinu í fitness og vaxtarrækt núna um helgina. Ofurgísli er sannfærður um að henni eigi eftir að ganga alveg hrikalega vel enda búin að standa sína plikt í niðurskurðinum eins og hún bezt kann.

Ef Þrumuásta hefði verið uppi á tímum Gísla Súrssonar og Gunnlaugs ormstungu hefði henni verið lýst sem einkar fagurvaxinni, vel limaðri og þótt væn ásjónu. 

Arnold Björnsson ljósmyndari hlóð í nokkrar gríðarlega vel heppnaðar ljósmyndir af Þrumuástu núna um daginn. Segja má að þruman hafi sýnt nýja hlið á sér enda flestir sem þekkja hana í æfingagallanum með lóð í höndunum og heyrnatól á höfðinu. Bæði hlutverkin virðast hinsvegar henta henni með eindæmum vel.

Að lokum vill Ofurgísli óska Þrumuástu alls hins besta á Norðurlandamótinu um helgina og vonar hann innilega að hún sparki í rassa og geri gott mót.

10624662_10152714877021136_484051707113284674_n
Ásta Björk ofurmódel. Mynd eftir Arnold Björnsson. Miss Alexandra Sif, Miss Kristín Egils á Zoo og Miss Steinunn Margrét sáu svo til þess að allt kæmi svona vel út.
10751563_10152722586291136_1518633158_n
Ásta Björk ofurmódel. Mynd eftir Arnold Björnsson. Miss Alexandra Sif, Miss Kristín Egils á Zoo og Miss Steinunn Margrét sáu svo til þess að allt kæmi svona vel út.
10730245_10152722466571136_8986130493245533176_n
Ásta Björk ofurmódel. Mynd eftir Arnold Björnsson. Miss Alexandra Sif, Miss Kristín Egils á Zoo og Miss Steinunn Margrét sáu svo til þess að allt kæmi svona vel út.
934843_10152718002631136_4620413825403853257_n
Ásta Björk ofurmódel. Mynd eftir Arnold Björnsson. Miss Alexandra Sif, Miss Kristín Egils á Zoo og Miss Steinunn Margrét sáu svo til þess að allt kæmi svona vel út.
10357170_10152716289481136_8144767843668128526_n
Ásta Björk ofurmódel. Mynd eftir Arnold Björnsson. Miss Alexandra Sif, Miss Kristín Egils á Zoo og Miss Steinunn Margrét sáu svo til þess að allt kæmi svona vel út.
10749475_10152722586286136_680489422_n
Ásta Björk ofurmódel. Mynd eftir Arnold Björnsson. Miss Alexandra Sif, Miss Kristín Egils á Zoo og Miss Steinunn Margrét sáu svo til þess að allt kæmi svona vel út.

 

-Reykjavík, 29. október 2014
Ofurgísli, maður fólksins.