Þykki hnykkjarinn opnar málverkasýningu

Það ættu allir að kannast við þykka hnykkjarann hjá Kírópraktorstofu Íslands. Ég kalla hann Big-G. Flestir þekkja hann undir nafninu Gummi Kíró, en sjálfur notar hann listamannanafnið Norr þegar sköpunaráráttan kemur yfir hann. Á milli þess sem Big-G réttir skakka skrokka þá dúndrar hann í klikkuð málverk sem tekið er eftir. Ofurgísli getur ekki með nokkru móti skilið hvernig svona þykkur maður getur skilað málverkum af sér með þeim hætti sem Big-G gerir. Útkoman er ofursvöl einsog listamaðurinn sjálfur.

Þeir sem þekkja Gumma Kíró vita að hann er mikill öðlingur sem vill allt það besta fyrir þá sem hann umgengst. Það sama á auðvitað við um listamanninn Norr og ætlar hann að gefa eitt málverk á opnun sýningarinnar á föstudaginn

ellen8
Grjótharður Norr.

Big-G hefur verið duglegur að sinna listinni undanfarið og verður útkoman til sýnis föstudaginn 1. júlí, þegar hann opnar sína aðra málverkasýningu á Íslandi – “Stúdío 16”. Málverkin hans Gumma vekja alltaf mikla athygli enda sérstakur stíll sem þykki maðurinn hefur. Þykkir menn hafa alltaf sérstakan stíl. Að sögn listamannsins eru málverkin hans að mörgu leyti óhefðbundin, enda notar okkar maður sjaldnast pensil þegar hann málar, heldur allan líkamann og íslenska veðráttu, einsog hann sjálfur lýsir. Hver vill annars ekki eiga málverk sem Gummi Kíró málar með öllum líkamanum?

Sjá einnig eldri grein um Big-GHNAUSÞYKKUR, HELMASSAÐUR OG HÆFILEIKARÍKUR HNYKKJARI

12801128_1032683473458253_8453969389212491590_n
Ofursvöl mynd sem verður til sýnis á föstudaginn

Þeir sem þekkja Gumma Kíró vita að hann er mikill öðlingur sem vill allt það besta fyrir þá sem hann umgengst. Það sama á auðvitað við um listamanninn Norr og ætlar hann að gefa eitt málverk á opnun sýningarinnar á föstudaginn. Þegar fólk mætir á svæðið fer það sjálfkrafa í pott og verður einn ljónheppinn síðan dreginn út sama kvöld. Það er því engin ástæða til að mæta ekki á föstudaginn!

ellen11-1

poster 2

Málverkasýningin verður til húsa í listasal Anarkíu í Hamraborg 3, Kópavogi. Opnunarteitið á föstudaginn verður frá 18:00-21:00, en sýningin stendur frá 1. júlí til 25. júlí.

Reykjavík, 30, júní 2016
-Ofurgísli, maður fólksins