Skellti mér til Berlínar með famelíunni í ágúst. Að sjálfsögðu snaraði ég nafninu mínu yfir á þýsku og kallaði mig ÜberSchramm alla ferðina. Ég var alltof latur að taka pósur í ferðinni og datt bara í eina og eina front-bicep svona af og til. Enginn árangur. Þarf helst að fara aftur þangað út sem fyrst til að bæta ráð mitt. Að öðru leyti var þetta hin besta skemmtun og virklega praktísk ferð því ég náði að kaupa tvær gallabuxur sem pössuðu á mig – já og þrettán ofurskyrtur sem allar passa á mig. Mæli með þessari borg.
-ÜberSchramm.


