Massaður gleðipinni sem elskar Backstreet Boys!

Ofurgísli kann alltaf að meta það þegar hressleikinn er til staðar við æfingar og önnur störf. Stundum vill það gleymast hjá sumum að líkamsræktin er bara hobbý og það er enginn skyldumæting í bekkinn alla mánudaga. Ég held að Bjössi í World Class sé ekki með kladdann inná skrifstofu og merki við hvort menn mæti á æfingu og gefi þeim broskall sem skila góðu dagsverki í æfingasalnum. Þetta veit maður dagsins mæta vel. Hann er ekki bara maður dagsins – hann er líka afmælisbarn dagsins. Nefndur er til leiks Jón Björgvin Jónsson, bikarmeistari í Sport Fitness (stuttbuxnadeildin), eðaltöffari og drengur góður. Hann er alltaf  í góðu formi og vel greiddur. En það er ekki allt.

Á brennsluæfingum finnst mér helber snilld að hlusta á tímalausa klassík á borð við Greatest Hits með Bon Jovi eða detta aðeins í ruglið með Backstreet Boys… og viti menn, morgunbrennslan er búin áður en ég veit af!

Það má ganga að því vísu að Johnny sé alltaf ofurhress og hann hlustar á Skímó þegar hann æfir – ef þannig viðrar úti. En þess á milli dettur Bon Jovi inn og jafnvel fá Greifarnir að taka nokkur vel valin lög í iPodinum hans þegar sá gállinn er á honum. Ofurgísli veltir því fyrir sér hvernig í fjandanum veðrið þarf að vera svo hann slædi einhverju grjóthörðu rappi í iPodinn – ætli það þurfi ekki bara að rigna eldi og brennisteinum?

11042073_10152841898472730_620128365_n
Einbeittur Jón með þéttan Skítamóral í eyrunum

Johnny er að fara keppa núna á Íslandsmóti IFBB um páskana í Sport Fitness en hann varð bikarmeistari í +178 cm flokknum fyrir áramót. Vel að því kominn drengurinn. Ofurgísli ákvað að taka létt spjall við kappann í miðjum undirbúningi fyrir keppni.

Uppáhalds æfingin: Chest!!! Allan helvítis daginn! Sama hvernig, hvenær og með hverju… bara kreista þessi kvikindi.

Hvernig gengur undirbúningur fyrir Íslandsmótið? Undirbúningurinn gengur vel. Þetta er allt á réttri leið tel ég, enda með gott bakland og góða playlista á Spotify sem efla andann og herða hugann! Mæti grjótharður og urrandi vitlaus á svið!

11016333_10152841899607730_1678286175_n
Vel þykkt í kappanum brosmilda í Gold’s Gyms

Hvernig eru latsarnir, pecsarnir og deltarnir þessa dagana? Latsanir eru ávallt í góðum málum hjá mér, enda tel ég þá vera mér til mikilla tekna í þessu sporti. Pecsarnir eru í vinnslu. Það er alltaf svigrúm til að stækka kassann, hann er aldrei of stór! Og sama á við um deltana.

11023145_10152841900142730_2033134431_n
Hrikalega flott lúkkið á Johnny Boy.

Hvað hlustarðu helst á í ræktinni? Það eru svo margir þættir sem spila inn í þegar kemur að tónlistarvali hjá mér, en ég vil meina að playlistarnir mínir séu þeir fjölbreyttustu sem fyrirfinnast í ræktinni (og þó víðar væri leitað)! Smávægilegir hlutir eins og veðrið getur haft áhrif á það hvað ég hlusta á, en að sjálfsögðu fer það fyrst og fremst eftir því hvaða vöðvahópur er á dagskrá þann daginn.

Á brennsluæfingum finnst mér helber snilld að hlusta á tímalausa klassík á borð við Greatest Hits með Bon Jovi eða detta aðeins í ruglið með Backstreet Boys… og viti menn, morgunbrennslan er búin áður en ég veit af!

11040801_10152841898747730_1738436839_n
Okkar maður í dúndur formi rétt fyrir Bikarmótið 2014

Hvaða lag seturðu á þegar þú vilt virkilega koma þér í réttan gír? Ef mig langar að komast í þvílíkan gír…!? Það fyrsta sem mér dettur í hug þessa stundina er Uptown Girl með Westlife!

Ef þú værir að fara taka þyngstu réttstöðulyftu lífs þíns, hvort færi Bon Jovi eða Skítamórall í heyrnatólin? Jafnvel Aerosmith? Þetta eru aðstæður þar sem margir þættir spila inn í; veðrið og jafnvel birtan, hversu margir eru í kringum mig og svo framvegis. En fyrsta lagið sem mér dettur í hug er You Give Love A Bad Name með meistara Bon Jovi (að sjálfsögðu!) Elska þennan mann! #nohomo

10968142_10152841899327730_1537215643_n
Vel greiddur með grjótharðan Backstreet Boys slagara í eyrunum

Endurspeglar tónlistarsmekkurinn þinn innri mann? (hvernig þá?) Já ég hugsa það – klárlega að einhverju leyti. En það væri best að spyrja þá sem þekkja mig best. Tónlistarsmekkurinn er mjög fjölbreyttur og fer það sem ég hlusta á í raun svolítið eftir því hvernig mér líður hverju sinni.

Eitthvað að lokum? Langar að benda þeim, sem vilja fjölbreytni og ódauðlega tónlist í ræktinni (og við allar aðstæður), á að “follow-a” mig á Spotify. Og til þeirra sem eru að fara að keppa á Íslandsmótinu: Gangi ykkur vel í undirbúningnum og grjótið þetta á keppnisdag!

11026721_10152841899002730_878846436_n
Jón Björgvin helsáttur með bikarinn sinn og sigurinn.

Þar höfum við það. Ofurgísli þakkar Johnny fyrir þetta ágæta spjall og óskar honum góðs gengis á Íslandsmótinu. Þá hvetur Ofurgísli alla sem hitta Johnny að knúsa hann í tilefni dagsins. Þið þekkið hann á ljósa hárinu, breiða brosinu og þessum agalega tónlistarsmekk.

-Ofurgísli, maður fólksins
Reykjavík, 5. mars 2015