Hrikalegur Ólafur!

Ólafur Þór heitir maður og er Guðjónsson. Er hann mikill að vexti, karlmannlegur og garplegur mjög. Afburða líkamlegt atvergi, útlit og ásýnd Ólafs er ekki það eina sem einkennir Ólaf. Er hann hið mesta afarmenni, ljúfur, vænn, hógvær og í miklum metum hjá Ofurgísla.

Allur hans vöxtur er afburðarmikill, hefur hann miklar hendur, digra leggi, miðmjór, herðimikill, bringubreiður, dimmraddaður mjög og að öllu leyti nær fullkominn að vexti og ásýnd.

Hann er #hrikalegurolafur

Óli Stóri er ungur að árum og er í dag einn efnilegasti líkamsræktarmaður landsins ef ekki sá al-efnilegasti. Frá því að Óli steig fyrst á svið árið 2012, þá rétt 18 vetra gamall, hefur hann bætt sig gríðarlega og landað hrikalega sterkum sigrum. Fyrr á þessu ári hélt okkar maður í víking til Danmerkur og landaði þar öruggum sigri á stóru alþjóðlegu móti – vel gert drengur. Það er því ljóst að Ólafur er ekki aðeins bráðefnilegur á íslenskum mælikvarða heldur á alþjóðlegum líka.

Ofurgísli hitti Óla Stóra yfir einum hnausþykkum, seigmjúkum og ísköldum próteinsjeik í Laugardalnum og fór yfir málin með þessu mikla eðalmenni.

Nafn: Ólafur “Stóri” Þór Guðjónsson. Þá eru sumir sem þekkja mig aðeins undir nafinu “hinn herðimikli.”

Aldur: 21 árs (innsk. Ofurg.: maðurinn lítur ekki út fyrir að vera árinu yngri en 29 ára, sbr. ofangreind lýsing).

Flokkur: Unglingaflokkur í Classic Bodybuilding.

10168369_10205355658905845_327154801_n
Ólafur Íslandsmeistari í unglingafl. í Classic Bodybuilding árið 2015

Keppnir, sæti og titlar: Ég byrjaði að keppa í fitness árið 2012 þegar ég var 18 ára, ég hef keppt á fimm mótum á þeim tíma og hefur verið blússandi gangur í þessu síðan.

  • Bikarmót 2012 – 2. sæti
  • Bikarmót 2013 – 1. sæti
  • Íslandsmót 2015 – 1. sæti unglingafl.
  • Loaded Cup
    • Unglingaflokkur – 1. sæti
    • +23 ára – 4. sæti (lang yngsti keppandinn)
    • Overall – 4. sæti
  • Evrópumót 2015

En segðu mér Óli minn, hvernig var tilfinningin að vinna Loaded Cup í Danmörku?  Loaded Cup var fyrsta erlenda mót sem ég hef farið á og skemmtilegasta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég fór út í algerri óvissu þar sem ég var eini íslendingurinn að keppa á mótinu. Sjálfstraustið var samt allan tímann til staðar því ég vissi að ég var að fara að mæta í mínu allra besta formi og var því strax orðinn sáttur með þann árangur. Tilfinningin að vinna svo mótið í mínu besta formi og verandi eini íslendingurinn í þessari keppni var óaðfinnanleg og er einmitt ástæðan afhverju ég keppi í þessu sporti.

Óli minn, hver er uppáhalds æfingin – uppáhalds líkamsparturinn? Já, góð spurning Ofurgísli minn. Í augnablikinu er uppáhalds æfingin handlóð í hallandi bekk þar sem maður getur leikið sér aðeins með þyngdirnar en á sama tíma passað upp á formið, kreista vel og teygja. Ég get eiginlega ekki valið einn líkamspart umfram annan. Ég get samt sagt að það er ekkert betra en að vera útúr pumpaður í chestinu eða bakinu. Annars er fátt sem jafnast á að taka hroðalegt leg day tvisvar í viku!

Ertu með einhvern þjálfara Óli minn? Konráð Valur hefur alltaf verið minn maður frá byrjun. Það er honum að þakka að ég er að ná að toppa formið mitt í hvert sinn sem ég keppi. Mæli með að fólk taki frá smá tíma og kíki aðeins á heimasíðuna hans www.ifitness.is, en þar er stútfull síða af kroppum og einnig hægt að vera í sambandi við hann með einkaþjálfun.

1797168_10205355653705715_1803365831_n

Óli minn, hvað er svo besta leiðin til að stækka? Persónulega hefur reynst mér best að æfa jafnt og þétt og taka hrikalega á því. Mataræðið skiptir svo öllu máli í góðu bölki. Borða mikið, vel og jafnt yfir daginn. Ég borða á tveggja tíma fresti og er þá að borða vel af próteinum og kolvetnum, en held mig þá í flóknum kolvetnum, s.s. haframjölinu góða, sætum kartöflum, grjónum og þessum svaka flóknu kolvetnum.

En Óli minn, hvað er þá besta leiðin til að skera sig niður? Þegar ég er að kötta þá borða ég líka á tveggja tíma fresti, en þá minnka ég kolvetnin jafnt og þétt eftir því hversu vel gengur. Svo er nú bráðnauðsynlegt að byrja alla daga á góðri og sveittri morgunbrennslu, taka svo eiturharða lyftingaræfingu um miðjan dag og enda daginn á kvöldgöngutúr eða einhverri annarri góðri kvöldhreyfingu sem keyrir púlsinn aðeins upp (Innsk. Ofurg.: Hvern fjandann á Ólafur eiginlega við með “einhverri annarri góðri kvöldhreyfingu”?)

11280274_10205355658985847_499996652_n
Það eru fáir sem klæða bleikan Flex bol betur en Óli

Já Óli minn. Bölk, niðurskurður og kolvetni. En hvort kanntu betur við þig helskorinn eða ofurþykkan? Ég kann betur við mig helskorinn eins og flestir fitnesskeppendur held ég. Ertu ekki sammála því Ofurgísli minn? (Innsk. Ofurgísla: Jú, Óli minn, hjartanlega sammála því). Það er alltaf gaman að sjá mun á sér í hverri viku og svo er bara svo gaman að vera í góðu formi og vera í þessari rútínu sem niðurskurðurinn er. Ég segi samt ekki að það það sé leiðinlegt að vera helþykkur. Er núna 110 kg og hef aldrei verið jafn sterkur og vel stemmdur.

Talandi um kolvetnin Óli minn. Hver er uppáhalds svindlmáltíðin? Úff þetta er erfitt val. Ég er rosalega misjafn með þessar svokölluðu svindmáltíðir. Stundum hallast ég að pizzunni, en reyni að forðast hana, enda er hún hreinn viðbjóður fyrir líkamann og í raun bara drasl. Annars er Haninn eða KFC fín svindlmáltíð.

11348990_10205355658705840_1643182950_n
Hrikalega flott condition á Óla

Hvaða fæðubótarefni notar þú helst Óli minn? Öll fæðubótarefnin sem ég nota eru keypt í Sportlíf. Ég er í sama pakka yfir allt árið en þá er ég að nota 100% whey protein sem ég fæ mér með morgunmatnum og eftir æfingar. Svo tek ég Cassein prótein fyrir svefninn sem er nauðsynlegt, CLA er einnig nauðsynlegt til að brjóta niður fitu og kemur einnig í veg fyrir vöðvaniðurbrot. Ekki má gleyma pre workout blöndunni sem er grunnurinn að grjótharðri æfingu en þar er ég mest að nota S.A.W eða Pow3rd.

Þetta sport langt frá því að vera ókeypis þegar það er stundað á keppnis-leveli Óli minn. Ertu með einhverjar styrktaraðila, Óli minn? Jú, satt er það Ofurgísli minn. Allt kostar þetta peninga og það í töluverði magni í tengslum við keppnir. Ég er með nokkra góða styrktaraðila, en þeir eru nauðsynlegir fyrir mig til að ná sem bestum árangri.

  • Sportlíf fæðubótarefni – Sportlíf hefur hjálpað mér frá því að ég byrjaði í þessu sporti og er ég gríðarlega þakklátur fyrir það, enda með langbestu verðin og vörurnar.
  • Sjoppan – Böddi á sjoppunni heldur hárinu alltaf tipptopp og er með þeim betri á landinu í sínu fagi. Kíkið á hann eða verið í bandi við hann á facebook (Björn Berg).
  • Hámark – Snilld að fá sér einn eða tvo hámark í millimál í bölkinu, nóg af bragðtegundum og próteinum! Grantinn og Guðmunds kunna alveg að kokka góðan próteinsjeik í eldhúsinu heima hjá sér!
  • Kírópraktorstofa Íslands – Gummi kíró hjálpaði mér ekkert smá mikið í seinasta niðurskurði þegar ég var orðinn slæmur í mjóbakinu eftir mikið álag. Ég fór í röntgen myndatöku hjá honum og hann sá strax hvað þurfti að laga og eftir nokkur skipti hjá honum var ég mun betri. Ég mæli með að þið kíkið á hann ef það er eitthvað að hrjá ykkur í skrokknum.
  • Flex Fitness – Án vafa vinsælustu ræktarfötin og fylgihlutirnir á landinu. Þú ferð ekkert í ræktina án þess að sjá einhvern í ritlíkum flottum Flex bol. Það eru alltaf að koma nýjar og flottar vörur, t.d. Flex buxurnar sem eru klikkaðar. Þá er einnig til grjótharðir Flex hné- og úlnliðsvafningar.

En Óli minn, þú hlustar stundum á tónlist veit ég. Hvaða tónlist hlustar þú á í ræktinni? Jú, minn kæri Ofurgísli. Við erum á svipuðum stað hvað ræktar tónlist varðar. Ég er mikið að vinna með grjóthart kolsvart bófa rapp, en stundum er Skrillex líka að peppa mann vel í gang. Ég kalla það að “Skrillexa mig í gang.”

11420085_10205355658785842_862053430_n

Hvað er svo á döfinni – einhvejar keppnir á næstunni, Óli minn? Núna er maður bara duglegur að halda sér í formi og bæta það sem þarf að bæta, alltaf hægt að gera betur. Skólinn byrjaður og bækurnar lesa sig ekki sjálfar. Markmiðið hjá mér í sambandi við keppnir er þá bara í maí á næsta ári. Þá ætla ég aftur á Evrópumótið og ÆTLA ég að vera þar í topp 3, sáuð það fyrst hér !

Núna er prótein-sjeikinn okkar löngu búinn Óli minn. En mig leikur forvitni á einu. Hvort ertu meiri Phil Heath eða Kai Greene maður? Jafnvel Big-Ramy? Phil Heath klárlega. Allann daginn! Down to earth gaur sem er flottur í að representa sportið. Annars er ég meira fyrir old school physiquein, þar sem þeir voru ekki orðnir svona óraunverulega stórir. Þar má nefna Arnold okkar Schwarzenegger, Frank Zane og Franco Columbu.

11418384_10205355658745841_580142141_n

Þetta er allt gott og blessað Óli minn. En áttu eitthvað klikkað að lokum fyrir Ofurgíslann þinn? Jú, eitt stutt að lokum. Smá tips sem ég hef lært og nýtist mér mjög vel. Settu þér stutt-tíma markmið, þarf ekki að vera eitthvað mikið og erfitt bara eitthvað svo þú haldir áfram að hreyfa þig og hættir ekki. Langtíma markmið eiga það til að vera erfið og fólk gefst fljótt upp á þeim.

Annars vil ég þakka Ofur-über-gísla fyrir viðtalið og þessa frábæru síðu sem er alltaf jafn gaman að skoða enda einstakur penni þessi Ofurgísli.

Það var sannur heiður fyrir Ofurgísla að detta í þetta próteinspjall við hinn herðimikla Ólaf. Hér er um algjörlega hrikalegt og einstakt eintak að ræða sem verður gaman að fylgjast með á sviði núna á komandi árum.

 

-Reykjavík, 22. september 2015
Ofurgísli, maður fólksins – maðurinn ykkar

10411331_853210524714870_1021212261383767456_n